Innlent

Ritstjóri Viðskiptablaðsins sýknaður í meiðyrðamáli

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Róbert Wessman þarf að greiða málskostnað ritstjórans.
Róbert Wessman þarf að greiða málskostnað ritstjórans.
Bjarni Ólafsson, ritstjóri Viðskiptablaðsins, var í dag sýknaður af meiðyrðastefnu Róberts Wessman fjárfestis. Staðfesti Hæstiréttur þar með dómi héraðsdóms. Róbert vildi að um að fyrirsögn af forsíðu Viðskiptablaðsins í ágúst á síðasta ári - Sakar Róbert um að hafa dregið sér fé frá Actavis Group hf. – dæmda ómerka og að Bjarni yrði dæmdur til refsingar og til að greiða sér miskabætur.

Forsíðan umrædda.Viðskiptablaðið
Hæstiréttur taldi hins vegar að umfjöllun um viðskipti Róberts væru fréttnæm og að frétt Viðskiptablaðsins bæri glögglega með sér að Björgólfur Thor fjárfestir, sem fjallað var um í fréttinni, teldi í stefnu og kæru á hendur Róberti að tilfærsla fjármuna sem greint var frá hafi verið ólögmæt og saknæm og að augljóslega væri þar átt við fjár drátt.

„Samkvæmt þessu hefði í hinum umstefndu ummælum falist staðhæfing um staðreynd sem væri efnislega rétt,“ segir í niðurstöðu dómsins. Dómurinn taldi að sú skylda hvíldi ekki á blaðamanninum sem skrifaði fréttina að ganga úr skugga um að ásakanir Björgólfs væru réttar. Var því Bjarni, ritstjóri og ábyrgðarmaður blaðsins, sýknaður af kröfu Róberts. 

Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að Róbert ætti að greiða Bjarna milljón krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti en það bætist við þá einu og hálfu milljón sem Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi hann til að greiða ritstjóranum í málskostnað fyrir héraðsdómi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×