Öllu nema jólakettinum stolið af Langlegg og Skjóðu: „Þetta er alveg ömurlegt“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. desember 2015 21:27 Hljóðfærum upp á 350.000 var stolið en blessunarlega slapp jólakötturinn. Vísir/Andri Marinó Óprúttinn aðili braust inn í bíl Andreu Aspar Karlsdóttur á aðfaranótt mánudags við Brautarholt í Reykjavík og lét þar greipar sópa um leikmuni og hljóðfæri sem Andrea og félagar hennar, Langleggur og Skjóða nota til að skemmta börnum víðsvegar um landið. „Þetta er alveg ömurlegt. Í bílnum voru öll hljóðfæri, hljóðnemar og nánast allir leikmunir fyrir Langlegg og Skjóðu.“ Andrea, jólakötturinn, jólasveinar, Langleggur og Skjóða sjá um að halda jólaböll og skemmtanir fyrir börn og höfðu nýlokið tveimur sýningum. Því var allt hafurtaskið í bíl Andreu en nágranni hennar lét hana vita að því að búið væri að brjótast inn í bíl hennar. „Ég var að vinna heima um morguninn. Um hádegi bankar nágranni minn upp á hjá mér og spyr hvort að það sé búið að brjótast inn í bílinn minn. Ég segi bara „ha, nei!“, hleyp út og sé að það er búið að brjóta hliðarrúðu í bílnum.“Blessunarlega var jólakettinum ekki stolið.Jólakötturinn slapp Verðmæti þess sem var stolið er hátt í 350.000 krónur en meðal þess sem var tekið var nýtt rafmagnspíanó, hljóðnemar og nánast allir leikmunir sem notaðir eru í sýningu leikhóps Andreu sem sér þó ljósið í myrkrinu því að jólakötturinn, sem sjá má hér til hægri, slapp undan þjófunum. „Ég er búinn að eyða alveg endalausum tíma í jólaköttinn og sem betur fer var hann inni hjá mér. Það var smá rifa á brúðunni og ég tók hann inn með mér til þess að laga hann.“ Eins og við er að búast er nóg að gera hjá þeim öllum í desember enda mikið um jólaböll og skemmtanir. Því mætti ef til vill búast við að desember væri hreinlega ónýtur fyrir hópinn. Svo er ekki enda kom hjálp úr óvæntri átt. „Vegna óveðursins á mánudeginum var búið að fresta öllum sýningum á þriðjudaginn. Ég gat því reddað öllu því sem við þurfum til þess að halda sýningar. Ég gat meira að segja látið laga bílinn minn en snillingarnir á bílrúðuverkstæðinu tóku hann inn fyrir mig á mánudeginum og redduðu þessu.“Biður fólk um að hafa augin opin fyrir því sem var stoliðAndrea er blessunarlega tryggð fyrir stuldinum og hefur kært málið til lögreglu. Hún á reyndar ekki endilega von á því að þjófurinn eða þjófarnir finnist en í þjófnaðinum var hanski skilinn eftir. Hún vill þó endilega endurheimta því sem var stolið og biðlar til allra að hafa augun opin. „Ég er búin að setja upplýsingar um það sem var stolið á allar þessar helstu síður þar sem hljóðfæri eru seld. Það er mjög mikilvægt að fólk komist ekki upp með að stela bara hlutum.“ Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
Óprúttinn aðili braust inn í bíl Andreu Aspar Karlsdóttur á aðfaranótt mánudags við Brautarholt í Reykjavík og lét þar greipar sópa um leikmuni og hljóðfæri sem Andrea og félagar hennar, Langleggur og Skjóða nota til að skemmta börnum víðsvegar um landið. „Þetta er alveg ömurlegt. Í bílnum voru öll hljóðfæri, hljóðnemar og nánast allir leikmunir fyrir Langlegg og Skjóðu.“ Andrea, jólakötturinn, jólasveinar, Langleggur og Skjóða sjá um að halda jólaböll og skemmtanir fyrir börn og höfðu nýlokið tveimur sýningum. Því var allt hafurtaskið í bíl Andreu en nágranni hennar lét hana vita að því að búið væri að brjótast inn í bíl hennar. „Ég var að vinna heima um morguninn. Um hádegi bankar nágranni minn upp á hjá mér og spyr hvort að það sé búið að brjótast inn í bílinn minn. Ég segi bara „ha, nei!“, hleyp út og sé að það er búið að brjóta hliðarrúðu í bílnum.“Blessunarlega var jólakettinum ekki stolið.Jólakötturinn slapp Verðmæti þess sem var stolið er hátt í 350.000 krónur en meðal þess sem var tekið var nýtt rafmagnspíanó, hljóðnemar og nánast allir leikmunir sem notaðir eru í sýningu leikhóps Andreu sem sér þó ljósið í myrkrinu því að jólakötturinn, sem sjá má hér til hægri, slapp undan þjófunum. „Ég er búinn að eyða alveg endalausum tíma í jólaköttinn og sem betur fer var hann inni hjá mér. Það var smá rifa á brúðunni og ég tók hann inn með mér til þess að laga hann.“ Eins og við er að búast er nóg að gera hjá þeim öllum í desember enda mikið um jólaböll og skemmtanir. Því mætti ef til vill búast við að desember væri hreinlega ónýtur fyrir hópinn. Svo er ekki enda kom hjálp úr óvæntri átt. „Vegna óveðursins á mánudeginum var búið að fresta öllum sýningum á þriðjudaginn. Ég gat því reddað öllu því sem við þurfum til þess að halda sýningar. Ég gat meira að segja látið laga bílinn minn en snillingarnir á bílrúðuverkstæðinu tóku hann inn fyrir mig á mánudeginum og redduðu þessu.“Biður fólk um að hafa augin opin fyrir því sem var stoliðAndrea er blessunarlega tryggð fyrir stuldinum og hefur kært málið til lögreglu. Hún á reyndar ekki endilega von á því að þjófurinn eða þjófarnir finnist en í þjófnaðinum var hanski skilinn eftir. Hún vill þó endilega endurheimta því sem var stolið og biðlar til allra að hafa augun opin. „Ég er búin að setja upplýsingar um það sem var stolið á allar þessar helstu síður þar sem hljóðfæri eru seld. Það er mjög mikilvægt að fólk komist ekki upp með að stela bara hlutum.“
Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira