Hættuleg tröllahvönn dreifir sér í Reykjavík Nadine Guðrún Yaghi skrifar 29. júlí 2015 07:00 „Ég fór og skoðaði þá staði í gær þar sem við höfum fengið ábendingar um að plantan sé farin að dreifa úr sér víða í Vesturbænum,“ segir Snorri Sigurðsson, líffræðingur hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar, um tröllahvönn, hættulega plöntu sem fjölgar sér víða hér á landi. Reykjavíkurborg vinnur nú að því að kortleggja útbreiðslu plöntunnar í borginni. Á dögunum upplýstu starfsmenn hjá Náttúrufræðistofnun Íslands borgina um að plönturnar væru í Vesturbæ Reykjavíkur. Þær fundust á göngustíg við leikskólana Ægisborg og Vesturborg og á bak við bensínstöð N1 á Ægisíðu. Þá hafa starfsmenn stofnunarinnar séð plönturnar á Reynimel og Einimel. „Það þarf að eyða plöntunum, sérstaklega þar sem börn eru á ferðinni. Ungplönturnar líkjast venjulegum ætihvönnum svo margir gætu ruglast á þeim,“ segir Ellý Guðjohnsen, líffræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Ellý bætir við að hún voni að það sé ekki orðið of seint að grípa inn í.Snorri SigurðssonTröllahvönn er hættuleg vegna eitraðs safa í henni sem getur valdið alvarlegum bruna á húð. Plantan er sérstaklega hættuleg á heitum, sólríkum sumardögum þar sem sólarljósið orsakar efnabreytingu í safa plantnanna sem veldur bruna. „Orðið tröllahvönn er samheiti yfir nokkrar plöntutegundir. Þessi sem er útbreiddust í Vesturbænum hefur ekkert íslenskt heiti enn þá. Aðrar þekktar tegundir af tröllahvönn eru til dæmis bjarnarkló,“ segir Snorri Sigurðsson, sem nú vinnur að því að kortleggja útbreiðslu plöntunnar í borginni. „Plönturnar sem eru í Vesturbænum eru ekkert rosalega stórar en safinn í þeim getur brennt húð ef það verður bein snerting. Þeir sem eru í mestu hættunni eru þeir sem slá gras því þá getur safinn skvest á þá í miklu magni.“ Snorri hvetur þá sem verða varir við plöntuna á einkalóð sinni að hafa samband við Reykjavíkurborg. Að sögn Snorra verður tekin ákvörðun um framhaldið eftir að náðst hefur að kortleggja þá staði sem plantan er á. „Það verður að vega og meta hvernig við munum bregðast við. Það er meira en að segja það að fjarlægja plönturnar, en við stefnum á það. Þá verða leiksvæði að sjálfsögðu sett í forgang.“ Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Sjá meira
„Ég fór og skoðaði þá staði í gær þar sem við höfum fengið ábendingar um að plantan sé farin að dreifa úr sér víða í Vesturbænum,“ segir Snorri Sigurðsson, líffræðingur hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar, um tröllahvönn, hættulega plöntu sem fjölgar sér víða hér á landi. Reykjavíkurborg vinnur nú að því að kortleggja útbreiðslu plöntunnar í borginni. Á dögunum upplýstu starfsmenn hjá Náttúrufræðistofnun Íslands borgina um að plönturnar væru í Vesturbæ Reykjavíkur. Þær fundust á göngustíg við leikskólana Ægisborg og Vesturborg og á bak við bensínstöð N1 á Ægisíðu. Þá hafa starfsmenn stofnunarinnar séð plönturnar á Reynimel og Einimel. „Það þarf að eyða plöntunum, sérstaklega þar sem börn eru á ferðinni. Ungplönturnar líkjast venjulegum ætihvönnum svo margir gætu ruglast á þeim,“ segir Ellý Guðjohnsen, líffræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Ellý bætir við að hún voni að það sé ekki orðið of seint að grípa inn í.Snorri SigurðssonTröllahvönn er hættuleg vegna eitraðs safa í henni sem getur valdið alvarlegum bruna á húð. Plantan er sérstaklega hættuleg á heitum, sólríkum sumardögum þar sem sólarljósið orsakar efnabreytingu í safa plantnanna sem veldur bruna. „Orðið tröllahvönn er samheiti yfir nokkrar plöntutegundir. Þessi sem er útbreiddust í Vesturbænum hefur ekkert íslenskt heiti enn þá. Aðrar þekktar tegundir af tröllahvönn eru til dæmis bjarnarkló,“ segir Snorri Sigurðsson, sem nú vinnur að því að kortleggja útbreiðslu plöntunnar í borginni. „Plönturnar sem eru í Vesturbænum eru ekkert rosalega stórar en safinn í þeim getur brennt húð ef það verður bein snerting. Þeir sem eru í mestu hættunni eru þeir sem slá gras því þá getur safinn skvest á þá í miklu magni.“ Snorri hvetur þá sem verða varir við plöntuna á einkalóð sinni að hafa samband við Reykjavíkurborg. Að sögn Snorra verður tekin ákvörðun um framhaldið eftir að náðst hefur að kortleggja þá staði sem plantan er á. „Það verður að vega og meta hvernig við munum bregðast við. Það er meira en að segja það að fjarlægja plönturnar, en við stefnum á það. Þá verða leiksvæði að sjálfsögðu sett í forgang.“
Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Sjá meira