Innlent

Eyjamenn vilja svör frá Landsbankanum

Ingvar Haraldsson skrifar
Landsbankinn vill reisa nýjar höfuðstöðvar á þessari lóð.
Landsbankinn vill reisa nýjar höfuðstöðvar á þessari lóð. vísir/valli
Bæjarráð Vestmannaeyja vill að hluthafar í Landsbankanum fundi vegna áforma bankans um að byggja nýjar höfuðstöðvar við Hörpu. Þar verði óskað eftir frekari rökstuðningi um hvers vegna nýjar höfuðstöðvar skuli rísa í miðbæ Reykjavíkur.

„Bæjarráð Vestmannaeyja telur að því fari fjarri að hluthöfum hafi verið sýnt fram á að mesta hagræði skapist fyrir Landsbankann, hluthafa hans og viðskiptavini, með því að reisa nýja glæsibyggingu á verðmætustu lóð landsins,“ segir í ályktun bæjarráðs.

Vestmannaeyjabær varð nýlega hluthafi í Landsbankanum eftir að bankinn tók yfir Sparisjóð Vestmannaeyja.

Bæjarráð Vestmannaeyjabæjar vill að óháð mat fari fram á því hvaða staðsetning sé hagkvæmust fyrir Landsbanka Íslands þar sem horft verði til fleiri staða en Reykjavíkur. „Þá hefur nýlega verið bent á að heppilegar lóðir til framkvæmda á höfuðborgarsvæðinu séu í Hvassahrauni,“ segir í ályktuninni.


Tengdar fréttir

Frosti vill höfuðstöðvarnar í Kópavog

Formaður efnhags- og viðskiptanefndar Alþingis segir að með því að færa höfuðstöðvar Landsbankans í Urðarhvarf megi spara skattborgurum um 5 milljarða króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×