Innlent

Færa svöngum mat á Ströndum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Starfsmenn Strandsiglinga stilltu sér upp fyrir Stefán Karlsson, ljósmyndara Fréttablaðsins, þegar hann var á ferðinni á Hornströndum á dögunum.
Starfsmenn Strandsiglinga stilltu sér upp fyrir Stefán Karlsson, ljósmyndara Fréttablaðsins, þegar hann var á ferðinni á Hornströndum á dögunum. vísir/stefán
Strandferðir hafa stundað veiðar á Ströndunum um nokkurra ára bil. Þeir ákváðu síðan að færa út kvíarnar og bjóða upp á farþegasiglingar á svæðinu. Þeir hófu siglingarnar 19. júní.

Jón Geir Ásgeirsson, hjá Strandferðum, segir að farþegasiglingarnar hafi gengið mjög vel miðað við veður. Hann segir að bátarnir þjónusti margt göngufólk. „Við erum að sækja það mikið í Reykjarfjörðinn og svo í Látravíkina,“ segir Jón Geir. Að auki sé verið að færa göngufólkinu matarpakka.

Strandferðir voru í veiðum áður og Jón Geir segir að þeir verði áfram með annan bát í því. Nýi báturinn, sem heitir Salómon Sig, verði þó einnig útbúinn þannig að hægt verði að nýta hann til veiða.

„Það er ekkert að ske hérna í maí og júní og svo byrjar traffíkin,“ segir Jón Geir. Það sé því ágætt að geta notað bátinn í veiðar á vorin. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×