Innlent

Öll 12 mánaða börn í leikskóla

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Starfshópurinn veltir upp hugmyndum um sveigjanlegt innritunarkerfi. Starfshópurinn veltir upp hugmyndum um sveigjanlegt innritunarkerfi.
Starfshópurinn veltir upp hugmyndum um sveigjanlegt innritunarkerfi. Starfshópurinn veltir upp hugmyndum um sveigjanlegt innritunarkerfi. vísir/vilhelm
Starfshópur menntamálaráðuneytisins skilaði af sér skýrslu vegna þingsályktunar um leikskóla að loknu fæðingarorlofi í gær.

Hópurinn kemst meðal annars að þeirri niðurstöðu að stefna stjórnvalda ætti að miða við það að bjóða öllum börnum leikskóladvöl frá tólf mánaða aldri en sá aldur miðast við þingsályktunartillöguna. Fæðingarorlof er níu mánuðir í dag og því væri enn gap á milli loka fæðingarorlofs og þess tíma sem barn getur hafið leikskólagöngu.

Starfshópurinn bendir á að til að ná settum markmiðum þurfi að fjölga leikskólakennurum til að geta mannað leikskóla með fagfólki.

Ljóst er að til þess að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla þarf að leggja fram umtalsvert fjármagn og ekki hafa öll sveitarfélög burði til þess. Því leggur hópurinn til að breytingin verið innleidd í áföngum og í upphafi verði miðað við að veita öllum börnum pláss á leikskóla við átján mánaða aldur.

Þá velti hópurinn upp þeim möguleika að tekið verði upp sveigjanlegt innritunarkerfi í leik- og grunnskóla án þess að skila beinum tillögum. Hópurinn bendir þó á mögulegar leiðir á borð við að innrita leik- og grunnskólanema tvisvar á ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×