Grundvöllur starfa sölumanna brostinn Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 15. júlí 2015 07:00 Ný lög gjörbreyta starfsumhverfi fasteignasala. Vísir Fasteignasölur þurfa að fjölga starfsmönnum með löggildingu sem fasteignasalar þegar ný lög um sölu fasteigna, fyrirtækja og skipa taka gildi á næstunni. Störf réttindalausra sölumanna eru úr myndinni, að mati Ingibjargar Þórðardóttur, formanns Félags fasteignasala. Hún segir að framvegis megi sölumenn á fasteignasölum ekki skoða fasteignir, veita ráðgjöf eða taka niður tilboð og annast skjalagerð, heldur einungis starfsmenn með löggildingu.Segir neytendur þurfa að vera á varðbergi „Margir sölumenn hafa ekki verið á launum hjá fasteignasölum, heldur einungis á prósentum. Samkvæmt nýju lögunum hlýtur grundvöllur starfa þeirra að vera brostinn. Nú verða það eingöngu löggiltir fasteignasalar sem hafa heimild til að sinna öllum helstu störfum sem varða milligöngu um fasteignaviðskipti. Ég get ekki séð að allir þeir sem starfa núna sem sölumenn á prósentum geti haldið áfram að vinna við það sem þeir mega ekki. Það gefur auga leið. Þeir sem eru réttindalausir mega hins vegar sinna einföldum störfum,“ segir Ingibjörg.„Margir sölumenn hafa ekki verið á launum hjá fasteignasölum, heldur einungis á prósentum,“ segir Ingibjörg Þórðardóttir, formaður Félags fasteignasala.Hún leggur áherslu á að neytendur verði á varðbergi og spyrjist fyrir um hvort sá sem veitir þeim þjónustu á fasteignasölu hafi til þess bær réttindi. Ingibjörg gerir ráð fyrir að nú þurfi fasteignasölur að fjölga starfsmönnum með löggildingu. „Það er fullt af fólki sem hefur farið í gegnum námið í áranna rás sem gæti komið að borðinu sem réttindafólk. Samtímis munu væntanlega fleiri sækja um námið sem veitir þeim réttindi. Hingað til hafa menn ekki beinlínis séð ástæðu til þess að stunda þetta nám þar sem þeir gátu starfað án réttinda.“ Sprenging í umsóknum um löggildingu Fyrstu fimm mánuði ársins sóttu ellefu manns um löggildingu sem fasteignasalar hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Nú eru umsóknirnar orðnar um 100. Lögmenn hafa hingað til getað öðlast réttindi til fasteignasölu á grunni lögmannsréttinda sinna. Samkvæmt nýju lögunum þurfa þeir eins og aðrir að stunda fjögurra missera nám til að öðlast réttindin. „Við höfum lengi viljað sjá að lögmenn hefðu þann hluta námsins fyrir fasteignasala sem vantar í þeirra nám. Nú kemst sú breyting á með nýju lögunum. Lögmenn hafa líklega verið að flýta sér að undanförnu að sækja um áður en nýju lögin taka gildi. Ég hef heyrt að lögmannafélagið hafi verið að hvetja sína menn til þess.“ Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Fasteignasölur þurfa að fjölga starfsmönnum með löggildingu sem fasteignasalar þegar ný lög um sölu fasteigna, fyrirtækja og skipa taka gildi á næstunni. Störf réttindalausra sölumanna eru úr myndinni, að mati Ingibjargar Þórðardóttur, formanns Félags fasteignasala. Hún segir að framvegis megi sölumenn á fasteignasölum ekki skoða fasteignir, veita ráðgjöf eða taka niður tilboð og annast skjalagerð, heldur einungis starfsmenn með löggildingu.Segir neytendur þurfa að vera á varðbergi „Margir sölumenn hafa ekki verið á launum hjá fasteignasölum, heldur einungis á prósentum. Samkvæmt nýju lögunum hlýtur grundvöllur starfa þeirra að vera brostinn. Nú verða það eingöngu löggiltir fasteignasalar sem hafa heimild til að sinna öllum helstu störfum sem varða milligöngu um fasteignaviðskipti. Ég get ekki séð að allir þeir sem starfa núna sem sölumenn á prósentum geti haldið áfram að vinna við það sem þeir mega ekki. Það gefur auga leið. Þeir sem eru réttindalausir mega hins vegar sinna einföldum störfum,“ segir Ingibjörg.„Margir sölumenn hafa ekki verið á launum hjá fasteignasölum, heldur einungis á prósentum,“ segir Ingibjörg Þórðardóttir, formaður Félags fasteignasala.Hún leggur áherslu á að neytendur verði á varðbergi og spyrjist fyrir um hvort sá sem veitir þeim þjónustu á fasteignasölu hafi til þess bær réttindi. Ingibjörg gerir ráð fyrir að nú þurfi fasteignasölur að fjölga starfsmönnum með löggildingu. „Það er fullt af fólki sem hefur farið í gegnum námið í áranna rás sem gæti komið að borðinu sem réttindafólk. Samtímis munu væntanlega fleiri sækja um námið sem veitir þeim réttindi. Hingað til hafa menn ekki beinlínis séð ástæðu til þess að stunda þetta nám þar sem þeir gátu starfað án réttinda.“ Sprenging í umsóknum um löggildingu Fyrstu fimm mánuði ársins sóttu ellefu manns um löggildingu sem fasteignasalar hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Nú eru umsóknirnar orðnar um 100. Lögmenn hafa hingað til getað öðlast réttindi til fasteignasölu á grunni lögmannsréttinda sinna. Samkvæmt nýju lögunum þurfa þeir eins og aðrir að stunda fjögurra missera nám til að öðlast réttindin. „Við höfum lengi viljað sjá að lögmenn hefðu þann hluta námsins fyrir fasteignasala sem vantar í þeirra nám. Nú kemst sú breyting á með nýju lögunum. Lögmenn hafa líklega verið að flýta sér að undanförnu að sækja um áður en nýju lögin taka gildi. Ég hef heyrt að lögmannafélagið hafi verið að hvetja sína menn til þess.“
Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira