Innlent

Börnin í Norðurfirði fá að klappa og gefa heimalningunum

Ferðamenn hafa gaman af heimalningunum fjórum á Steinstúni.
Ferðamenn hafa gaman af heimalningunum fjórum á Steinstúni. vísir/stefán
„Þau koma hérna stundum, börnin, þegar ég er að gefa þeim og fá að klappa og gefa með,“ segir Ágúst Gíslason á Steinstúni við Norðurfjörð.

Sonur hans stundar búskap á jörðinni og heldur um þrjú hundruð kindur en fjórir heimalningar eru á bænum sem börn og ferðamenn hafa gaman af.

„Ferðafélagið er með aðstöðu hérna rétt hjá og ferðamennirnir hafa gaman af þessu.“ Heimalningarnir eru afar hændir af mannfólkinu, sérstaklega þegar það er matur á boðstólum. „Þeir koma alltaf þegar maður kallar,“ segir Ágúst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×