Innlent

Niðurrif forstjórabústaðar Orkuveitunnar kostar 3,6 milljónir

Félagarnir Hannes og Óskar, sáu um að klæða forstjórabústað Orkuveitunnar í Riðvík á árinu 2012. Nú var þeim falið að rífa hana af aftur.
Félagarnir Hannes og Óskar, sáu um að klæða forstjórabústað Orkuveitunnar í Riðvík á árinu 2012. Nú var þeim falið að rífa hana af aftur. fréttablaðið/pjetur
Niðurrif forstjórabústaðar Orkuveitu Reykjavíkur við Þingvallavatn kostar 3,6 milljónir króna. Alls fóru 8,9 milljónir í að endurbæta húsið á árunum 2008 til 2012. Gert er ráð fyrir að bústaðurinn verði á braut og lóðin hulin mosa í síðasta lagi 31. ágúst.

Eigendum tíu sumarhúsa á sama svæði stendur til boða fimmtán ára framlenging á lóðarleigusamningum sem flestir runnu út á árunum 2013 og 2014. Vegna sjónarmiða um vatnsvernd á Nesjavallajörðinni er stefna OR að húsin hverfi síðan með tímanum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×