Færri nálgunarbönn veitt á Suðurnesjum Snærós Sindradóttir skrifar 13. júlí 2015 08:00 Ólafur Helgi Kjartansson hóf störf um áramót. Áður hafði hann verið sýslumaður á Selfossi. fréttablaðið/daníel Fórnarlömb heimilisofbeldis á Suðurnesjum hafa síður fengið samþykkt nálgunarbann eða brottvísun ofbeldismanns af heimili eftir að nýr lögreglustjóri tók við um síðustu áramót. Tölur sýna að þegar Sigríður Björk Guðjónsdóttir starfaði sem lögreglustjóri á Suðurnesjum var meirihluti beiðna brotaþola um slíkar aðgerðir samþykktur. Það sem af er ári hafa beiðnir brotaþola um brottvísun ofbeldismanns af heimili, hina svokölluðu austurrísku leið, aldrei verið samþykktar. Þá hefur nálgunarbann aðeins tvisvar verið samþykkt. Fimm sinnum hefur því verið hafnað. Árið 2013, í tíð fyrri lögreglustjóra, voru níu nálgunarbönn samþykkt en þremur hafnað. Þá var alltaf samþykkt að fjarlægja ofbeldismann af heimili ef brotaþoli óskaði þess. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að þeim aðgerðum sem ráðist var í í tíð fyrri lögreglustjóra hafi verið áfram haldið í hans tíð. „Verklag og reglur hafa ekki breyst. Það hefur ekki verið slakað á þeim kröfum sem gerðar eru til þess að heimilisofbeldismálum sé fylgt eftir.“Undir þetta tekur Jóhannes Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurnesjum. Hann segir ýmsar skýringar geti verið á því að nú séu hlutfallslega færri nálgunarbönn og brottvísanir samþykktar. „Þar á meðal er ein skýring sú að við höfum verið að læra á þetta kerfi og rákum okkur á það í upphafi að ef menn brjóta bannið þá þarf brotaþolinn að kæra það. Fólk áttaði sig á því að ef við vorum að standa í þessu þvert á vilja brotaþolans þá var úrræðið ónýtt, þá var ekki hægt að fylgja því eftir.“ Jóhannes segir að hluta af skýringunni megi rekja til þess að brotaþolar dragi stundum til baka beiðnir um nálgunarbönn eða brottvísanir. „Í einhverjum tilvikum var bara fallist á það hreinlega. Við getum ekki verið inni á heimilum fólks til að athuga öllum stundum hver er þar. Við lentum í ákveðnum vanda þarna. Núna erum við hreinlega ekki að fara fram með kröfur og höfnum kröfum í þeim tilvikum þar sem brotaþolinn er ekki alveg með sitt á hreinu,“ segir Jóhannes Jensson. Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Fórnarlömb heimilisofbeldis á Suðurnesjum hafa síður fengið samþykkt nálgunarbann eða brottvísun ofbeldismanns af heimili eftir að nýr lögreglustjóri tók við um síðustu áramót. Tölur sýna að þegar Sigríður Björk Guðjónsdóttir starfaði sem lögreglustjóri á Suðurnesjum var meirihluti beiðna brotaþola um slíkar aðgerðir samþykktur. Það sem af er ári hafa beiðnir brotaþola um brottvísun ofbeldismanns af heimili, hina svokölluðu austurrísku leið, aldrei verið samþykktar. Þá hefur nálgunarbann aðeins tvisvar verið samþykkt. Fimm sinnum hefur því verið hafnað. Árið 2013, í tíð fyrri lögreglustjóra, voru níu nálgunarbönn samþykkt en þremur hafnað. Þá var alltaf samþykkt að fjarlægja ofbeldismann af heimili ef brotaþoli óskaði þess. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að þeim aðgerðum sem ráðist var í í tíð fyrri lögreglustjóra hafi verið áfram haldið í hans tíð. „Verklag og reglur hafa ekki breyst. Það hefur ekki verið slakað á þeim kröfum sem gerðar eru til þess að heimilisofbeldismálum sé fylgt eftir.“Undir þetta tekur Jóhannes Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurnesjum. Hann segir ýmsar skýringar geti verið á því að nú séu hlutfallslega færri nálgunarbönn og brottvísanir samþykktar. „Þar á meðal er ein skýring sú að við höfum verið að læra á þetta kerfi og rákum okkur á það í upphafi að ef menn brjóta bannið þá þarf brotaþolinn að kæra það. Fólk áttaði sig á því að ef við vorum að standa í þessu þvert á vilja brotaþolans þá var úrræðið ónýtt, þá var ekki hægt að fylgja því eftir.“ Jóhannes segir að hluta af skýringunni megi rekja til þess að brotaþolar dragi stundum til baka beiðnir um nálgunarbönn eða brottvísanir. „Í einhverjum tilvikum var bara fallist á það hreinlega. Við getum ekki verið inni á heimilum fólks til að athuga öllum stundum hver er þar. Við lentum í ákveðnum vanda þarna. Núna erum við hreinlega ekki að fara fram með kröfur og höfnum kröfum í þeim tilvikum þar sem brotaþolinn er ekki alveg með sitt á hreinu,“ segir Jóhannes Jensson.
Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira