Innlent

SA ósammála Seðlabankastjóra

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Seðlabankinn segist ekki draga úr vægi peningastefnu.
Seðlabankinn segist ekki draga úr vægi peningastefnu. vísir/gva
Samtaka atvinnulífsins ítrekar skoðun sína um að Seðlabanki Íslands dragi úr virkni peningastefnu sinnar með því að auka peningamagn í umferð.

Í Fréttablaðinu á föstudag var haft eftir Seðlabankastjóra að efnahagssviðið vanmæti umfang stýfðra inngripa bankans. Seðlabankastjóri sagði að bankinn myndaði mótvægi gegn gjaldeyriskaupum sínum með tvennum hætti. Viðskipti Eignasafns Seðlabankans hefðu dregið umtalsvert fé af markaði og með bundnum reikningum innlánsstofnana hefði umtalsvert fé verið dregið inn frá áramótum, eða um 98 milljarðar.

Efnahagssvið SA bendir af þessu tilefni á að eignir sem hafi verið seldar úr Eignasafninu nemi um 24 milljörðum króna, sem sé lítið í samanburði við 200 milljarða gjaldeyrisinngrip sem bankinn hefur stundað. Einnig telur efnahagssviðið að bundnar innistæður innlánastofnana frá ársbyrjun 2014 til júní 2015 hafi dregist saman um 38 milljarða og að mikilvægt sé að skoða lengri tíma þróun frekar en einungis til skamms tíma líkt og Seðlabankastjóri geri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×