24 milljarða eignir ESÍ seldar til að vinna gegn verðbólgu Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. júlí 2015 07:00 Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir efnahagssvið Samtaka atvinnulífsins vanmeta mótvægisaðgerðir Seðlabankans. fréttablaðið/gva Á sama tíma og Seðlabankinn hækkar vexti og boðar frekari hækkanir til þess að draga úr verðbólgu eykur hann peningamagn í umferð með inngripum á gjaldeyrismarkaði, segir í nýrri umfjöllun efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins. Efnahagssviðið segir að inngrip Seðlabankans séu óstýfð, sem þýði að bankinn beiti ekki mótvægisaðgerðum til þess að koma í veg fyrir að peningamagn aukist í umferð. Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir aftur á móti að Samtök atvinnulífsins vanmeti hversu stýfð inngrip Seðlabankans séu. Seðlabankinn myndi mótvægi gegn gjaldeyriskaupunum til að koma í veg fyrir áhrif á peningamagn eða vexti. „Við stýfum þetta með tvennum hætti. Annars vegar eru það viðskipti Eignasafns Seðlabankans, sem frá áramótum hafa dregið 24 milljarða af lausu fé út af markaðnum. Og hins vegar með því að fá þetta inn á bundna reikninga. Samtals frá áramótum hafa verið dregnir 98 milljarðar inn á þá reikninga,“ segir Már. Hann bætir því við að það geti komið upp dagamunur á því að stýfingin eigi sér stað. Már ítrekar að þess sjáist ekki merki að aukning peningamagns í umferð sé meiri en eðlilegt er í ljósi hagvaxtar og verðbólgu. Vöxturinn hafi þvert á móti verið veiklulegur. „Við vorum að gefa út okkar Peningamál í maí og þá kom fram að ársvöxtur leiðrétts peningamagns, þar sem er leiðrétt fyrir innstæðum fallinna fjármálastofnana, hefur dregist saman undanfarið ár og verið undir nafnvexti landsframleiðslu síðustu ársfjórðunga,“ segir Már. Hann bætir við að ef inngripin hefðu verið óstýfð þá hefði það sést mjög greinilega í lækkun vaxta á peningamarkaði. Már segir það rétt að það hefði meiri áhrif til lækkunar á verðbólgu til skamms tíma ef genginu yrði leyft að hækka. „En það er ekki víst að það yrði langvarandi vegna þess að við vitum ekki hversu langvarandi þetta innflæði verður,“ segir Már. Verkefni bankans undanfarið hafi einkum snúist um tvennt. Annars vegar að stuðla að því að verðbólgan fari ekki of hátt í framhaldi af kjarasamningum. Hins vegar að búa í haginn fyrir losun hafta. Vextir hafi verið hækkaðir til að verjast verðbólgunni og gjaldeyrisforði, sem er ekki fjármagnaður með erlendum lánum, stækkaður til að búa í haginn fyrir losun hafta. Efnahagssvið SA segir að þegar innflæði gjaldeyris sé eins mikið og raun ber vitni gæti bankinn losað frekar fyrir kaup innlendra aðila, til dæmis lífeyrissjóða, á eignum erlendis. Már segir að þetta sé allt í undirbúningi. Eftir því sem staðan sé betri, þá sé hægt að hleypa þeim út með meira. „Slíkt krefst í núverandi tilfelli undanþágu en er í vinnslu,“ segir Már. Hins vegar megi ekki ganga of langt í þessu. Það sé ákveðin áhætta í því fólgin að hleypa langtímafjárfestingu út á móti skammtímainnflæði. Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Á sama tíma og Seðlabankinn hækkar vexti og boðar frekari hækkanir til þess að draga úr verðbólgu eykur hann peningamagn í umferð með inngripum á gjaldeyrismarkaði, segir í nýrri umfjöllun efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins. Efnahagssviðið segir að inngrip Seðlabankans séu óstýfð, sem þýði að bankinn beiti ekki mótvægisaðgerðum til þess að koma í veg fyrir að peningamagn aukist í umferð. Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir aftur á móti að Samtök atvinnulífsins vanmeti hversu stýfð inngrip Seðlabankans séu. Seðlabankinn myndi mótvægi gegn gjaldeyriskaupunum til að koma í veg fyrir áhrif á peningamagn eða vexti. „Við stýfum þetta með tvennum hætti. Annars vegar eru það viðskipti Eignasafns Seðlabankans, sem frá áramótum hafa dregið 24 milljarða af lausu fé út af markaðnum. Og hins vegar með því að fá þetta inn á bundna reikninga. Samtals frá áramótum hafa verið dregnir 98 milljarðar inn á þá reikninga,“ segir Már. Hann bætir því við að það geti komið upp dagamunur á því að stýfingin eigi sér stað. Már ítrekar að þess sjáist ekki merki að aukning peningamagns í umferð sé meiri en eðlilegt er í ljósi hagvaxtar og verðbólgu. Vöxturinn hafi þvert á móti verið veiklulegur. „Við vorum að gefa út okkar Peningamál í maí og þá kom fram að ársvöxtur leiðrétts peningamagns, þar sem er leiðrétt fyrir innstæðum fallinna fjármálastofnana, hefur dregist saman undanfarið ár og verið undir nafnvexti landsframleiðslu síðustu ársfjórðunga,“ segir Már. Hann bætir við að ef inngripin hefðu verið óstýfð þá hefði það sést mjög greinilega í lækkun vaxta á peningamarkaði. Már segir það rétt að það hefði meiri áhrif til lækkunar á verðbólgu til skamms tíma ef genginu yrði leyft að hækka. „En það er ekki víst að það yrði langvarandi vegna þess að við vitum ekki hversu langvarandi þetta innflæði verður,“ segir Már. Verkefni bankans undanfarið hafi einkum snúist um tvennt. Annars vegar að stuðla að því að verðbólgan fari ekki of hátt í framhaldi af kjarasamningum. Hins vegar að búa í haginn fyrir losun hafta. Vextir hafi verið hækkaðir til að verjast verðbólgunni og gjaldeyrisforði, sem er ekki fjármagnaður með erlendum lánum, stækkaður til að búa í haginn fyrir losun hafta. Efnahagssvið SA segir að þegar innflæði gjaldeyris sé eins mikið og raun ber vitni gæti bankinn losað frekar fyrir kaup innlendra aðila, til dæmis lífeyrissjóða, á eignum erlendis. Már segir að þetta sé allt í undirbúningi. Eftir því sem staðan sé betri, þá sé hægt að hleypa þeim út með meira. „Slíkt krefst í núverandi tilfelli undanþágu en er í vinnslu,“ segir Már. Hins vegar megi ekki ganga of langt í þessu. Það sé ákveðin áhætta í því fólgin að hleypa langtímafjárfestingu út á móti skammtímainnflæði.
Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira