Innlent

Ný upplýsingastefna samþykkt

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Stefnan nær til allra fagsviða borgarinnar.
Stefnan nær til allra fagsviða borgarinnar. vísir/andri marinó
Ný upplýsingastefna Reykjavíkurborgar var samþykkt á fundi borgarráðs síðastliðinn fimmtudag. Hún var unnin af stýrihópi á vegum stjórnkerfis- og lýðræðisráðs og tekur við af eldri stefnu frá árinu 2000.

Upplýsingastefnan, sem varð til í víðtæku samráðsferli, byggist á þeim grunni að vönduð meðferð og miðlun upplýsinga sé lykilþáttur í starfsemi borgarinnar. Henni er ætlað að gera aðgang að upplýsingum og þjónustu við borgarbúa greiðari, skilvirkari og markvissari.

Stefnan nær til allra fagsviða borgarinnar, ráða og nefnda, stofnana, starfseininga, kjörinna fulltrúa, fyrirtækja og byggðasamlaga í meirihlutaeigu borgarinnar.

Til að tryggja að meginmarkmið stefnunnar nái fram að ganga verður gerð aðgerðaáætlun til tveggja ára í senn. Stjórnkerfis- og lýðræðisráð ber ábyrgð á því að meta árangur þeirrar áætlunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×