Innlent

Ferðaviðvörun til Íslendinga sem ætla til Túnis

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Íslendingum er ráðið frá því að ferðast til Túnis.
Íslendingum er ráðið frá því að ferðast til Túnis. Fréttablaðið/Einar
Utanríkisráðuneytið hefur gefið út ferðaviðvörun til þeirra sem ætla að ferðast til Túnis.

Ráðuneytið ræður Íslendingum frá ferðum til Túnis vegna hættu á hryðjuverkum.

Ferðaviðvöruninni svipar til viðvarana sem gefnar hafa verið út á Norðurlöndum og í Bretlandi en bent er á að fylgjast með viðvörunum hinna Norðurlandanna þar sem ástandið getur breyst með skömmum fyrirvara. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Túnis vegna morða á 38 ferðamönnum þar í landi fyrir tveimur vikum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×