Kostar allt að níu milljarða að draga úr skerðingum Ingvar Haraldsson skrifar 10. júlí 2015 07:00 Breytingarnar á almannatryggingakerfinu sem nefndin leggur til eru einhverjar þær viðamestu sem gerðar hafa verið verði þær að lögum. fréttablaðið/pjetur Kosta mun ríkið sjö til níu milljarða króna á ári að draga úr tekjutengingum almannatrygginga verði farið að tillögum nefndar um endurskoðun almannatryggingakerfisins. Stefnt er að því að nefndin skili af sér tillögum í næsta mánuði. Nefndin leggur til að grunnlífeyrir, tekjutrygging og framfærsluuppbót verði sameinuð í eitt kerfi. „Einföldun kerfisins mun fylgja nokkur kjarabót fyrir öryrkja og aldraða,“ segir Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður nefndarinnar. Þorsteinn SæmundssonSamkvæmt tillögunum verða tekjur vegna almannatrygginga ekki skertar umfram 45 prósent en nú er skerðing bóta allt að 100 prósent. „Að meðaltali eru aðrar tekjur að skerða rétt hjá almannatryggingum um 56 til 58 prósent,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands og einn nefndarmanna. Þorsteinn segir að tillögurnar muni gera öryrkjum og ellilífeyrisþegum auðveldara að starfa. „Ellilífeyrisþegar verði þá virkir lengur á vinnumarkaði og þeir sem hafa skerta starfsgetu sæki í að vinna,“ segir hann. „Það þarf samræmt átak mjög margra ef þetta á að geta orðið að veruleika,“ segir Þorsteinn. Til að mynda þurfi ríki, sveitarfélög og almennur vinnumarkaður að bjóða þessum þjóðfélagshópum upp á hlutastörf.Gylfi ArnbjörnssonEinnig er stefnt að því að nefndin leggi fram tillögur um að örorkumatskerfið verði lagt niður en í stað þess tekið upp kerfi starfsgetumats. Þá fái þeir sem metnir eru með 50 til 75 prósenta örorku hálfar örorkubætur í stað mun lægri örorkustyrks nú. Leggja á til að sá hluti tillagnanna sem fjallar um skerðingu almannatrygginga og starfsgetumat komi til framkvæmda á fjórum árum. Nefndin leggur einnig til að lífeyrisaldur verði hækkaður en jafnframt gerður sveigjanlegri. Þannig muni lífeyrisaldurinn hækka úr 67 ára í 70 ára á 24 árum. Fyrstu 12 árin hækki lífeyrisaldurinn um tvo mánuði á ári en eftir það um einn mánuð á ári. Þá verði hægt að flýta eða seinka töku lífeyris þannig að hægt verði að fara á eftirlaun á aldursbilinu 65 til 75 ára. Ekki er ljóst hvaða áhrif það muni hafa á ríkissjóð að taka upp starfsgetumat og hækka lífeyristökualdur. Gylfi segir að sparnaður gæti hlotist af því að fleiri öryrkjar gætu farið undir 75 prósenta örorku. „Það væru kannski fleiri sem myndu sætta sig við hlutamatið og myndu þá vinna meira á móti,“ segir Gylfi. Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Kosta mun ríkið sjö til níu milljarða króna á ári að draga úr tekjutengingum almannatrygginga verði farið að tillögum nefndar um endurskoðun almannatryggingakerfisins. Stefnt er að því að nefndin skili af sér tillögum í næsta mánuði. Nefndin leggur til að grunnlífeyrir, tekjutrygging og framfærsluuppbót verði sameinuð í eitt kerfi. „Einföldun kerfisins mun fylgja nokkur kjarabót fyrir öryrkja og aldraða,“ segir Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður nefndarinnar. Þorsteinn SæmundssonSamkvæmt tillögunum verða tekjur vegna almannatrygginga ekki skertar umfram 45 prósent en nú er skerðing bóta allt að 100 prósent. „Að meðaltali eru aðrar tekjur að skerða rétt hjá almannatryggingum um 56 til 58 prósent,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands og einn nefndarmanna. Þorsteinn segir að tillögurnar muni gera öryrkjum og ellilífeyrisþegum auðveldara að starfa. „Ellilífeyrisþegar verði þá virkir lengur á vinnumarkaði og þeir sem hafa skerta starfsgetu sæki í að vinna,“ segir hann. „Það þarf samræmt átak mjög margra ef þetta á að geta orðið að veruleika,“ segir Þorsteinn. Til að mynda þurfi ríki, sveitarfélög og almennur vinnumarkaður að bjóða þessum þjóðfélagshópum upp á hlutastörf.Gylfi ArnbjörnssonEinnig er stefnt að því að nefndin leggi fram tillögur um að örorkumatskerfið verði lagt niður en í stað þess tekið upp kerfi starfsgetumats. Þá fái þeir sem metnir eru með 50 til 75 prósenta örorku hálfar örorkubætur í stað mun lægri örorkustyrks nú. Leggja á til að sá hluti tillagnanna sem fjallar um skerðingu almannatrygginga og starfsgetumat komi til framkvæmda á fjórum árum. Nefndin leggur einnig til að lífeyrisaldur verði hækkaður en jafnframt gerður sveigjanlegri. Þannig muni lífeyrisaldurinn hækka úr 67 ára í 70 ára á 24 árum. Fyrstu 12 árin hækki lífeyrisaldurinn um tvo mánuði á ári en eftir það um einn mánuð á ári. Þá verði hægt að flýta eða seinka töku lífeyris þannig að hægt verði að fara á eftirlaun á aldursbilinu 65 til 75 ára. Ekki er ljóst hvaða áhrif það muni hafa á ríkissjóð að taka upp starfsgetumat og hækka lífeyristökualdur. Gylfi segir að sparnaður gæti hlotist af því að fleiri öryrkjar gætu farið undir 75 prósenta örorku. „Það væru kannski fleiri sem myndu sætta sig við hlutamatið og myndu þá vinna meira á móti,“ segir Gylfi.
Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira