Kostar allt að níu milljarða að draga úr skerðingum Ingvar Haraldsson skrifar 10. júlí 2015 07:00 Breytingarnar á almannatryggingakerfinu sem nefndin leggur til eru einhverjar þær viðamestu sem gerðar hafa verið verði þær að lögum. fréttablaðið/pjetur Kosta mun ríkið sjö til níu milljarða króna á ári að draga úr tekjutengingum almannatrygginga verði farið að tillögum nefndar um endurskoðun almannatryggingakerfisins. Stefnt er að því að nefndin skili af sér tillögum í næsta mánuði. Nefndin leggur til að grunnlífeyrir, tekjutrygging og framfærsluuppbót verði sameinuð í eitt kerfi. „Einföldun kerfisins mun fylgja nokkur kjarabót fyrir öryrkja og aldraða,“ segir Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður nefndarinnar. Þorsteinn SæmundssonSamkvæmt tillögunum verða tekjur vegna almannatrygginga ekki skertar umfram 45 prósent en nú er skerðing bóta allt að 100 prósent. „Að meðaltali eru aðrar tekjur að skerða rétt hjá almannatryggingum um 56 til 58 prósent,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands og einn nefndarmanna. Þorsteinn segir að tillögurnar muni gera öryrkjum og ellilífeyrisþegum auðveldara að starfa. „Ellilífeyrisþegar verði þá virkir lengur á vinnumarkaði og þeir sem hafa skerta starfsgetu sæki í að vinna,“ segir hann. „Það þarf samræmt átak mjög margra ef þetta á að geta orðið að veruleika,“ segir Þorsteinn. Til að mynda þurfi ríki, sveitarfélög og almennur vinnumarkaður að bjóða þessum þjóðfélagshópum upp á hlutastörf.Gylfi ArnbjörnssonEinnig er stefnt að því að nefndin leggi fram tillögur um að örorkumatskerfið verði lagt niður en í stað þess tekið upp kerfi starfsgetumats. Þá fái þeir sem metnir eru með 50 til 75 prósenta örorku hálfar örorkubætur í stað mun lægri örorkustyrks nú. Leggja á til að sá hluti tillagnanna sem fjallar um skerðingu almannatrygginga og starfsgetumat komi til framkvæmda á fjórum árum. Nefndin leggur einnig til að lífeyrisaldur verði hækkaður en jafnframt gerður sveigjanlegri. Þannig muni lífeyrisaldurinn hækka úr 67 ára í 70 ára á 24 árum. Fyrstu 12 árin hækki lífeyrisaldurinn um tvo mánuði á ári en eftir það um einn mánuð á ári. Þá verði hægt að flýta eða seinka töku lífeyris þannig að hægt verði að fara á eftirlaun á aldursbilinu 65 til 75 ára. Ekki er ljóst hvaða áhrif það muni hafa á ríkissjóð að taka upp starfsgetumat og hækka lífeyristökualdur. Gylfi segir að sparnaður gæti hlotist af því að fleiri öryrkjar gætu farið undir 75 prósenta örorku. „Það væru kannski fleiri sem myndu sætta sig við hlutamatið og myndu þá vinna meira á móti,“ segir Gylfi. Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Kosta mun ríkið sjö til níu milljarða króna á ári að draga úr tekjutengingum almannatrygginga verði farið að tillögum nefndar um endurskoðun almannatryggingakerfisins. Stefnt er að því að nefndin skili af sér tillögum í næsta mánuði. Nefndin leggur til að grunnlífeyrir, tekjutrygging og framfærsluuppbót verði sameinuð í eitt kerfi. „Einföldun kerfisins mun fylgja nokkur kjarabót fyrir öryrkja og aldraða,“ segir Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður nefndarinnar. Þorsteinn SæmundssonSamkvæmt tillögunum verða tekjur vegna almannatrygginga ekki skertar umfram 45 prósent en nú er skerðing bóta allt að 100 prósent. „Að meðaltali eru aðrar tekjur að skerða rétt hjá almannatryggingum um 56 til 58 prósent,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands og einn nefndarmanna. Þorsteinn segir að tillögurnar muni gera öryrkjum og ellilífeyrisþegum auðveldara að starfa. „Ellilífeyrisþegar verði þá virkir lengur á vinnumarkaði og þeir sem hafa skerta starfsgetu sæki í að vinna,“ segir hann. „Það þarf samræmt átak mjög margra ef þetta á að geta orðið að veruleika,“ segir Þorsteinn. Til að mynda þurfi ríki, sveitarfélög og almennur vinnumarkaður að bjóða þessum þjóðfélagshópum upp á hlutastörf.Gylfi ArnbjörnssonEinnig er stefnt að því að nefndin leggi fram tillögur um að örorkumatskerfið verði lagt niður en í stað þess tekið upp kerfi starfsgetumats. Þá fái þeir sem metnir eru með 50 til 75 prósenta örorku hálfar örorkubætur í stað mun lægri örorkustyrks nú. Leggja á til að sá hluti tillagnanna sem fjallar um skerðingu almannatrygginga og starfsgetumat komi til framkvæmda á fjórum árum. Nefndin leggur einnig til að lífeyrisaldur verði hækkaður en jafnframt gerður sveigjanlegri. Þannig muni lífeyrisaldurinn hækka úr 67 ára í 70 ára á 24 árum. Fyrstu 12 árin hækki lífeyrisaldurinn um tvo mánuði á ári en eftir það um einn mánuð á ári. Þá verði hægt að flýta eða seinka töku lífeyris þannig að hægt verði að fara á eftirlaun á aldursbilinu 65 til 75 ára. Ekki er ljóst hvaða áhrif það muni hafa á ríkissjóð að taka upp starfsgetumat og hækka lífeyristökualdur. Gylfi segir að sparnaður gæti hlotist af því að fleiri öryrkjar gætu farið undir 75 prósenta örorku. „Það væru kannski fleiri sem myndu sætta sig við hlutamatið og myndu þá vinna meira á móti,“ segir Gylfi.
Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira