Útilokar ekki Íslandsmetstilraun hjá Anítu í Mannheim Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. júní 2015 08:30 Aníta setti Íslandsmet í 800 m hlaupi á Junioren Gala-mótinu í Mannheim árið 2012. vísir/Stefán Hlaupadrottningin Aníta Hinriksdóttir er klár í slaginn fyrir Junioren Gala-mótið í Mannheim um helgina, en meiðslin sem komu í veg fyrir að hún gæti hlaupið 1.500 metrana á Evrópumóti landsliða um síðustu helgi eru ekki alvarleg. „Hún fékk í lærið fyrir mótið í Búlgaríu þannig það var ekki tekin áhætta á að láta hana hlaupa bæði laugardag og sunnudag,“ segir Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu, við Fréttablaðið. Hinn glaðbeitti Gunnar var einmitt staddur í Heiðmörk á æfingu með Anítu þegar blaðamaður náði í hann móðan og másandi. „Ég er ekki alveg í jafn góðu formi og hún,“ segir hann hlæjandi. Aðspurður hvað þau séu að gera í Heiðmörk svarar þjálfarinn: „Við notum mikið malarstígana hérna og það hef ég gert lengi. Það eru brekkur í Heiðmörk sem gefa styrk og svo er gott að vera ekki alltaf á harðri hlaupabrautinni.“ Gunnar Páll segir Anítu vera í góðu formi en meiðslin hafi komið í veg fyrir nokkrar „gæðaæfingar“ í aðdraganda Evrópumóts landsliða og það hjálpaði augljóslega ekki til við undirbúninginn. Aníta á góðar minningar frá mótinu í Mannheim en þar setti hún Íslandsmet sitt í 800 metra hlaupi (2:00,49 mínútur) fyrir þremur árum. Hún vann mótið síðast í fyrra. „Ég myndi segja að möguleikarnir væru 50-50,“ segir Gunnar Páll aðspurður hvort Aníta geti gert atlögu að Íslandsmetinu á sunnudaginn í Mannheim. „Hún var í metformi en svo gerðist þetta fyrir Evrópumótið og þá missti hún úr lykilæfingar. Ég útiloka ekki að allt geti gengið upp. Það hefur eflaust góð áhrif á Anítu að hlaupa þarna þar sem hún á góðar minningar frá þessum stað. Ef skrokkurinn er tilbúinn ætti það að gefa henni eitthvað auka,“ segir Gunnar Páll. Kuldakastið fyrir og í kringum Smáþjóðaleikana gerði æfingar Anítu ekkert betri. „Kuldakaflinn fór illa í okkar öll. Þegar maður verður að taka þessar gæðaæfingar í kulda og roki er maður bara að bjóða hættunni heim,“ segir Gunnar Páll. Eftir Mannheim taka við rúmar tvær vikur af stífum æfingum fyrir Evrópumót unglinga 19 ára og yngri sem fram fer í Svíþjóð. Aníta vann það mót nokkuð óvænt fyrir tveimur árum. „Hún er sigurstranglegust þar að þessu sinni og allir vilja vinna hana sem er eitthvað sem þarf að tækla. Ég sé ekki betur en að hún verði í súperformi í Svíþjóð en það er smá óvissa með Mannheim,“ segir Gunnar Páll Jóakimsson. Frjálsar íþróttir Mest lesið „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Körfubolti Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fótbolti „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Sport Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Körfubolti Dagskráin í dag: Málin brotin til mergjar í Körfuboltakvöldi Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Málin brotin til mergjar í Körfuboltakvöldi Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Donni öflugur í sigri á Spáni Annar sigur KR kom í Garðabæ Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Allt á hvolfi í NFL-deildinni Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Vekur reiði með þátttöku sinni á Steraleikunum Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Sjá meira
Hlaupadrottningin Aníta Hinriksdóttir er klár í slaginn fyrir Junioren Gala-mótið í Mannheim um helgina, en meiðslin sem komu í veg fyrir að hún gæti hlaupið 1.500 metrana á Evrópumóti landsliða um síðustu helgi eru ekki alvarleg. „Hún fékk í lærið fyrir mótið í Búlgaríu þannig það var ekki tekin áhætta á að láta hana hlaupa bæði laugardag og sunnudag,“ segir Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu, við Fréttablaðið. Hinn glaðbeitti Gunnar var einmitt staddur í Heiðmörk á æfingu með Anítu þegar blaðamaður náði í hann móðan og másandi. „Ég er ekki alveg í jafn góðu formi og hún,“ segir hann hlæjandi. Aðspurður hvað þau séu að gera í Heiðmörk svarar þjálfarinn: „Við notum mikið malarstígana hérna og það hef ég gert lengi. Það eru brekkur í Heiðmörk sem gefa styrk og svo er gott að vera ekki alltaf á harðri hlaupabrautinni.“ Gunnar Páll segir Anítu vera í góðu formi en meiðslin hafi komið í veg fyrir nokkrar „gæðaæfingar“ í aðdraganda Evrópumóts landsliða og það hjálpaði augljóslega ekki til við undirbúninginn. Aníta á góðar minningar frá mótinu í Mannheim en þar setti hún Íslandsmet sitt í 800 metra hlaupi (2:00,49 mínútur) fyrir þremur árum. Hún vann mótið síðast í fyrra. „Ég myndi segja að möguleikarnir væru 50-50,“ segir Gunnar Páll aðspurður hvort Aníta geti gert atlögu að Íslandsmetinu á sunnudaginn í Mannheim. „Hún var í metformi en svo gerðist þetta fyrir Evrópumótið og þá missti hún úr lykilæfingar. Ég útiloka ekki að allt geti gengið upp. Það hefur eflaust góð áhrif á Anítu að hlaupa þarna þar sem hún á góðar minningar frá þessum stað. Ef skrokkurinn er tilbúinn ætti það að gefa henni eitthvað auka,“ segir Gunnar Páll. Kuldakastið fyrir og í kringum Smáþjóðaleikana gerði æfingar Anítu ekkert betri. „Kuldakaflinn fór illa í okkar öll. Þegar maður verður að taka þessar gæðaæfingar í kulda og roki er maður bara að bjóða hættunni heim,“ segir Gunnar Páll. Eftir Mannheim taka við rúmar tvær vikur af stífum æfingum fyrir Evrópumót unglinga 19 ára og yngri sem fram fer í Svíþjóð. Aníta vann það mót nokkuð óvænt fyrir tveimur árum. „Hún er sigurstranglegust þar að þessu sinni og allir vilja vinna hana sem er eitthvað sem þarf að tækla. Ég sé ekki betur en að hún verði í súperformi í Svíþjóð en það er smá óvissa með Mannheim,“ segir Gunnar Páll Jóakimsson.
Frjálsar íþróttir Mest lesið „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Körfubolti Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fótbolti „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Sport Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Körfubolti Dagskráin í dag: Málin brotin til mergjar í Körfuboltakvöldi Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Málin brotin til mergjar í Körfuboltakvöldi Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Donni öflugur í sigri á Spáni Annar sigur KR kom í Garðabæ Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Allt á hvolfi í NFL-deildinni Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Vekur reiði með þátttöku sinni á Steraleikunum Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Sjá meira