Tollar á fæði og klæði Emil B. Karlsson skrifar 5. júní 2015 08:00 Því hefur verið haldið fram að ferðavenjur Íslendinga muni breytast með afnámi tolla á föt og skó. Hvers vegna? Jú, í stað þess að verja tíma sínum við að leita uppi þekktar tískuverslanakeðjur í útlöndum gætu íslenskir ferðalangar notið menningar og lista í öðrum löndum og klárað fatainnkaupin hér heima í staðinn. Fyrri reynsla af afnámi tolla af nauðsynjum gefur fyrirheit um að sú ráðstöfun gæti orðið bæði neytendum og atvinnulífi til góðs. Ef sömu viðbrögð verða við niðurfellingu á tollum á fötum og skóm og urðu 2002 þegar felldir voru niður tollar á innflutt gróðurhúsagrænmeti má gera ráð fyrir afar hagstæðum áhrifum. Niðurfelling grænmetistollanna leiddi til þess að verð á grænmeti lækkaði umtalsvert (allt að 45%), sala á bæði innlendu og innfluttu grænmeti jókst og neysluaukning náði ekki bara til þess grænmetis sem tollar voru lækkaðir á, heldur einnig til annars grænmetis og jafnvel ávaxta. Neysluáhrif tollaafnámsins urðu því augljós. Á sama hátt og afnám tolla á grænmeti reyndist neysluhvetjandi má gera ráð fyrir hinu sama hvað varðar fatakaup.Kjarabót Samkvæmt könnun Hagstofunnar á útgjöldum heimilanna má ætla að meðalfjölskyldan verji um 270 þús. kr. til fata- og skókaupa á ári hér innanlands. Óljóst er hversu miklu fjölskyldurnar verja til kaupa á fötum í útlöndum en nefnt hefur verið að það geti numið allt að 40% af heildarfatakaupum. Með afnámi tolla á föt og skó má ætla að verð lækki um u.þ.b. 9%, þannig að ljóst er að þessi aðgerð hefði í för með sér töluverða kjarabót fyrir fjölskyldur. Sérstaklega ungar og barnmargar fjölskyldur sem er sá hópur sem ver hlutfallslega mestu til fata- og skókaupa og er að kljást við annan þungan framfærslukostnað. Barnafjölskyldur verja næstum 6% neysluútgjalda sinna til fata- og skókaupa. Þó tekjur ríkisins dragist saman vegna afnáms tolla kemur á móti að verslun gæti færst í auknum mæli inn í landið með auknum neyslusköttum, eflingu starfa og aukinni skattheimtu sem af því hlýst. Allt bendir til þess að fatakaup Íslendinga erlendis standi innlendri fataverslun að einhverju leyti fyrir þrifum. Nú er að sjá til hvort lækkun á verði hér heima breyti þessum innkaupavenjum eða hvort eitthvað það er innbyggt í þjóðarsálina sem gerir að landanum þykir skemmtilegra að kaupa föt í útlöndum en hér heima. Því fötin skapa manninn, ekki satt? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Línurnar skýrast Jóhanna Sigurðardóttir Fastir pennar Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Meirihluti telur Ísland á réttri leið Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Því hefur verið haldið fram að ferðavenjur Íslendinga muni breytast með afnámi tolla á föt og skó. Hvers vegna? Jú, í stað þess að verja tíma sínum við að leita uppi þekktar tískuverslanakeðjur í útlöndum gætu íslenskir ferðalangar notið menningar og lista í öðrum löndum og klárað fatainnkaupin hér heima í staðinn. Fyrri reynsla af afnámi tolla af nauðsynjum gefur fyrirheit um að sú ráðstöfun gæti orðið bæði neytendum og atvinnulífi til góðs. Ef sömu viðbrögð verða við niðurfellingu á tollum á fötum og skóm og urðu 2002 þegar felldir voru niður tollar á innflutt gróðurhúsagrænmeti má gera ráð fyrir afar hagstæðum áhrifum. Niðurfelling grænmetistollanna leiddi til þess að verð á grænmeti lækkaði umtalsvert (allt að 45%), sala á bæði innlendu og innfluttu grænmeti jókst og neysluaukning náði ekki bara til þess grænmetis sem tollar voru lækkaðir á, heldur einnig til annars grænmetis og jafnvel ávaxta. Neysluáhrif tollaafnámsins urðu því augljós. Á sama hátt og afnám tolla á grænmeti reyndist neysluhvetjandi má gera ráð fyrir hinu sama hvað varðar fatakaup.Kjarabót Samkvæmt könnun Hagstofunnar á útgjöldum heimilanna má ætla að meðalfjölskyldan verji um 270 þús. kr. til fata- og skókaupa á ári hér innanlands. Óljóst er hversu miklu fjölskyldurnar verja til kaupa á fötum í útlöndum en nefnt hefur verið að það geti numið allt að 40% af heildarfatakaupum. Með afnámi tolla á föt og skó má ætla að verð lækki um u.þ.b. 9%, þannig að ljóst er að þessi aðgerð hefði í för með sér töluverða kjarabót fyrir fjölskyldur. Sérstaklega ungar og barnmargar fjölskyldur sem er sá hópur sem ver hlutfallslega mestu til fata- og skókaupa og er að kljást við annan þungan framfærslukostnað. Barnafjölskyldur verja næstum 6% neysluútgjalda sinna til fata- og skókaupa. Þó tekjur ríkisins dragist saman vegna afnáms tolla kemur á móti að verslun gæti færst í auknum mæli inn í landið með auknum neyslusköttum, eflingu starfa og aukinni skattheimtu sem af því hlýst. Allt bendir til þess að fatakaup Íslendinga erlendis standi innlendri fataverslun að einhverju leyti fyrir þrifum. Nú er að sjá til hvort lækkun á verði hér heima breyti þessum innkaupavenjum eða hvort eitthvað það er innbyggt í þjóðarsálina sem gerir að landanum þykir skemmtilegra að kaupa föt í útlöndum en hér heima. Því fötin skapa manninn, ekki satt?
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar