Tollar á fæði og klæði Emil B. Karlsson skrifar 5. júní 2015 08:00 Því hefur verið haldið fram að ferðavenjur Íslendinga muni breytast með afnámi tolla á föt og skó. Hvers vegna? Jú, í stað þess að verja tíma sínum við að leita uppi þekktar tískuverslanakeðjur í útlöndum gætu íslenskir ferðalangar notið menningar og lista í öðrum löndum og klárað fatainnkaupin hér heima í staðinn. Fyrri reynsla af afnámi tolla af nauðsynjum gefur fyrirheit um að sú ráðstöfun gæti orðið bæði neytendum og atvinnulífi til góðs. Ef sömu viðbrögð verða við niðurfellingu á tollum á fötum og skóm og urðu 2002 þegar felldir voru niður tollar á innflutt gróðurhúsagrænmeti má gera ráð fyrir afar hagstæðum áhrifum. Niðurfelling grænmetistollanna leiddi til þess að verð á grænmeti lækkaði umtalsvert (allt að 45%), sala á bæði innlendu og innfluttu grænmeti jókst og neysluaukning náði ekki bara til þess grænmetis sem tollar voru lækkaðir á, heldur einnig til annars grænmetis og jafnvel ávaxta. Neysluáhrif tollaafnámsins urðu því augljós. Á sama hátt og afnám tolla á grænmeti reyndist neysluhvetjandi má gera ráð fyrir hinu sama hvað varðar fatakaup.Kjarabót Samkvæmt könnun Hagstofunnar á útgjöldum heimilanna má ætla að meðalfjölskyldan verji um 270 þús. kr. til fata- og skókaupa á ári hér innanlands. Óljóst er hversu miklu fjölskyldurnar verja til kaupa á fötum í útlöndum en nefnt hefur verið að það geti numið allt að 40% af heildarfatakaupum. Með afnámi tolla á föt og skó má ætla að verð lækki um u.þ.b. 9%, þannig að ljóst er að þessi aðgerð hefði í för með sér töluverða kjarabót fyrir fjölskyldur. Sérstaklega ungar og barnmargar fjölskyldur sem er sá hópur sem ver hlutfallslega mestu til fata- og skókaupa og er að kljást við annan þungan framfærslukostnað. Barnafjölskyldur verja næstum 6% neysluútgjalda sinna til fata- og skókaupa. Þó tekjur ríkisins dragist saman vegna afnáms tolla kemur á móti að verslun gæti færst í auknum mæli inn í landið með auknum neyslusköttum, eflingu starfa og aukinni skattheimtu sem af því hlýst. Allt bendir til þess að fatakaup Íslendinga erlendis standi innlendri fataverslun að einhverju leyti fyrir þrifum. Nú er að sjá til hvort lækkun á verði hér heima breyti þessum innkaupavenjum eða hvort eitthvað það er innbyggt í þjóðarsálina sem gerir að landanum þykir skemmtilegra að kaupa föt í útlöndum en hér heima. Því fötin skapa manninn, ekki satt? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Því hefur verið haldið fram að ferðavenjur Íslendinga muni breytast með afnámi tolla á föt og skó. Hvers vegna? Jú, í stað þess að verja tíma sínum við að leita uppi þekktar tískuverslanakeðjur í útlöndum gætu íslenskir ferðalangar notið menningar og lista í öðrum löndum og klárað fatainnkaupin hér heima í staðinn. Fyrri reynsla af afnámi tolla af nauðsynjum gefur fyrirheit um að sú ráðstöfun gæti orðið bæði neytendum og atvinnulífi til góðs. Ef sömu viðbrögð verða við niðurfellingu á tollum á fötum og skóm og urðu 2002 þegar felldir voru niður tollar á innflutt gróðurhúsagrænmeti má gera ráð fyrir afar hagstæðum áhrifum. Niðurfelling grænmetistollanna leiddi til þess að verð á grænmeti lækkaði umtalsvert (allt að 45%), sala á bæði innlendu og innfluttu grænmeti jókst og neysluaukning náði ekki bara til þess grænmetis sem tollar voru lækkaðir á, heldur einnig til annars grænmetis og jafnvel ávaxta. Neysluáhrif tollaafnámsins urðu því augljós. Á sama hátt og afnám tolla á grænmeti reyndist neysluhvetjandi má gera ráð fyrir hinu sama hvað varðar fatakaup.Kjarabót Samkvæmt könnun Hagstofunnar á útgjöldum heimilanna má ætla að meðalfjölskyldan verji um 270 þús. kr. til fata- og skókaupa á ári hér innanlands. Óljóst er hversu miklu fjölskyldurnar verja til kaupa á fötum í útlöndum en nefnt hefur verið að það geti numið allt að 40% af heildarfatakaupum. Með afnámi tolla á föt og skó má ætla að verð lækki um u.þ.b. 9%, þannig að ljóst er að þessi aðgerð hefði í för með sér töluverða kjarabót fyrir fjölskyldur. Sérstaklega ungar og barnmargar fjölskyldur sem er sá hópur sem ver hlutfallslega mestu til fata- og skókaupa og er að kljást við annan þungan framfærslukostnað. Barnafjölskyldur verja næstum 6% neysluútgjalda sinna til fata- og skókaupa. Þó tekjur ríkisins dragist saman vegna afnáms tolla kemur á móti að verslun gæti færst í auknum mæli inn í landið með auknum neyslusköttum, eflingu starfa og aukinni skattheimtu sem af því hlýst. Allt bendir til þess að fatakaup Íslendinga erlendis standi innlendri fataverslun að einhverju leyti fyrir þrifum. Nú er að sjá til hvort lækkun á verði hér heima breyti þessum innkaupavenjum eða hvort eitthvað það er innbyggt í þjóðarsálina sem gerir að landanum þykir skemmtilegra að kaupa föt í útlöndum en hér heima. Því fötin skapa manninn, ekki satt?
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar