Ekki verður bókvitið í askana látið – eða hvað? Ágúst Hjörtur Ingþórsson skrifar 27. maí 2015 07:00 Það er samandregin niðurstaða flest allra rannsókna þar sem skoðuð er þróun menntunarstigs hjá þjóðum og efnahagsleg þróun þeirra að bókvit verði jú víst í askana látið. Því hærra menntunarstig, því meiri líkur eru á góðri efnahagslegri stöðu og jákvæðri þróun. Vitaskuld er margt fleira sem hefur áhrif, en menntunarstig þjóðarinnar ásamt fjárfestingum í þekkingaröflun og nýsköpunarkraftur þjóða hafa reynst drjúgir þættir til skýringar á því hvers vegna þjóðum gengur misvel. Þess vegna hafa margar þjóðir sett sér markmið um menntunarstig, rannsóknarútgjöld og stuðning við nýsköpun sem veigamikinn þátt í framtíðarsýn sinni. Það gildir einnig um okkar eigið Ísland. Nýlegar rannsóknir hafa einnig sýnt fram á að hvergi er menntun metin eins lítið til launa og á okkar eigin Íslandi. Þessi kjarastefna hefur tvíþættar afleiðingar sem mikilvægt er að benda á:Brottflutningur menntaðra eykst Í fyrsta lagi ýtir hún undir brottflutning þeirra sem eru menntaðir og eiga mesta möguleika á að fá atvinnu í öðrum löndum. Við erum núna í annarri hrinu brottflutninga fólks frá landinu, ef marka má tölur frá fyrsta fjórðungi þessa árs. Fólkið sem fer eru menntaðir Íslendingar en fólkið sem kemur eru ófaglærðir innflytjendur. Núverandi kjarastefna er því beint innlegg í innflytjendastefnu framtíðarinnar sem felur í sér æ færri menntaða Íslendinga. Er það framtíðarsýnin fyrir okkar eigið Ísland?Launamunur kynjanna eykst Í öðru lagi viðheldur núverandi kjarastefna kerfisbundnum launamun kynjanna og ýtir undir að þar verði vont jafnvel verra. Konur eru nú orðnar í meirihluta þeirra sem útskrifast með háskólapróf og í sumum greinum allt að tveimur þriðju útskrifaðra. Sumir hafa bent á þessa staðreynd sem eina skýringu á því af hverju launakjör tiltekinna menntaðra stétta hafa dregist aftur úr; þær eru orðnar kvennastéttir. Það er því augljóst að ein mjög skilvirk leið til að auka launajöfnuð kynjanna er að meta menntun til launa. Núverandi kjarastefna er þannig beinn og órjúfanlegur hluti af framkvæmd jafnréttisstefnu dagsins í dag og vísbending um hvert stefnir í framtíðinni. Óbreytt afstaða þýðir áframhaldandi kynjabundinn launamun á okkar eigin Íslandi, þar sem við teljum stundum jafnréttismálin vera í góðum farvegi. Er það framtíðarsýnin sem við viljum fyrir okkar eigið Ísland? Í stuttu máli þá eru það hagsmunir þjóðarinnar allrar að meta menntun til launa og það er réttlætismál að nýta kjarasamninga, sérstaklega þegar ríki og sveitarfélög eiga í hlut, til að spyrna fótum við kerfisbundnu launamisrétti. Ég er einn þeirra þverhausa sem enn vilja búa á okkar eigin Íslandi. Í barnahópnum mínum eru bæði strákar og stelpur og ég vona að einhver þeirra vilji halda áfram að byggja þetta land með mér. Þess vegna styð ég kröfuna í yfirstandandi kjarasamningum um að menntun sé metin til launa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Það er samandregin niðurstaða flest allra rannsókna þar sem skoðuð er þróun menntunarstigs hjá þjóðum og efnahagsleg þróun þeirra að bókvit verði jú víst í askana látið. Því hærra menntunarstig, því meiri líkur eru á góðri efnahagslegri stöðu og jákvæðri þróun. Vitaskuld er margt fleira sem hefur áhrif, en menntunarstig þjóðarinnar ásamt fjárfestingum í þekkingaröflun og nýsköpunarkraftur þjóða hafa reynst drjúgir þættir til skýringar á því hvers vegna þjóðum gengur misvel. Þess vegna hafa margar þjóðir sett sér markmið um menntunarstig, rannsóknarútgjöld og stuðning við nýsköpun sem veigamikinn þátt í framtíðarsýn sinni. Það gildir einnig um okkar eigið Ísland. Nýlegar rannsóknir hafa einnig sýnt fram á að hvergi er menntun metin eins lítið til launa og á okkar eigin Íslandi. Þessi kjarastefna hefur tvíþættar afleiðingar sem mikilvægt er að benda á:Brottflutningur menntaðra eykst Í fyrsta lagi ýtir hún undir brottflutning þeirra sem eru menntaðir og eiga mesta möguleika á að fá atvinnu í öðrum löndum. Við erum núna í annarri hrinu brottflutninga fólks frá landinu, ef marka má tölur frá fyrsta fjórðungi þessa árs. Fólkið sem fer eru menntaðir Íslendingar en fólkið sem kemur eru ófaglærðir innflytjendur. Núverandi kjarastefna er því beint innlegg í innflytjendastefnu framtíðarinnar sem felur í sér æ færri menntaða Íslendinga. Er það framtíðarsýnin fyrir okkar eigið Ísland?Launamunur kynjanna eykst Í öðru lagi viðheldur núverandi kjarastefna kerfisbundnum launamun kynjanna og ýtir undir að þar verði vont jafnvel verra. Konur eru nú orðnar í meirihluta þeirra sem útskrifast með háskólapróf og í sumum greinum allt að tveimur þriðju útskrifaðra. Sumir hafa bent á þessa staðreynd sem eina skýringu á því af hverju launakjör tiltekinna menntaðra stétta hafa dregist aftur úr; þær eru orðnar kvennastéttir. Það er því augljóst að ein mjög skilvirk leið til að auka launajöfnuð kynjanna er að meta menntun til launa. Núverandi kjarastefna er þannig beinn og órjúfanlegur hluti af framkvæmd jafnréttisstefnu dagsins í dag og vísbending um hvert stefnir í framtíðinni. Óbreytt afstaða þýðir áframhaldandi kynjabundinn launamun á okkar eigin Íslandi, þar sem við teljum stundum jafnréttismálin vera í góðum farvegi. Er það framtíðarsýnin sem við viljum fyrir okkar eigið Ísland? Í stuttu máli þá eru það hagsmunir þjóðarinnar allrar að meta menntun til launa og það er réttlætismál að nýta kjarasamninga, sérstaklega þegar ríki og sveitarfélög eiga í hlut, til að spyrna fótum við kerfisbundnu launamisrétti. Ég er einn þeirra þverhausa sem enn vilja búa á okkar eigin Íslandi. Í barnahópnum mínum eru bæði strákar og stelpur og ég vona að einhver þeirra vilji halda áfram að byggja þetta land með mér. Þess vegna styð ég kröfuna í yfirstandandi kjarasamningum um að menntun sé metin til launa.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun