Innlent

Efast um lögmæti ákvörðunar ráðherra

Sveinn Arnarsson skrifar
Bæjarráð ítrekar að ráðherra svari spurningum um iðnnám í Hafnarfirði sem bæjaryfirvöld hafa sent honum.
Bæjarráð ítrekar að ráðherra svari spurningum um iðnnám í Hafnarfirði sem bæjaryfirvöld hafa sent honum. vísir/stefán
Fulltrúar bæjarráðs Hafnarfjarðar efast um lögmæti ákvörðunar Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra, um að sameina Tækniskólann – skóla atvinnulífsins og Iðnskólann í Hafnarfirði. Hefur ráðið falið bæjarstjóra að óska eftir áliti lögfræðings á lögmæti ákvörðunarinnar.

Stefnt er að sameiningu Tækniskólans – skóla atvinnulífsins og Iðnskólans í Hafnarfirði á næstu misserum og er unnið að sameiningunni þannig að Iðnskólinn rennur inn í Tækniskólann. Fulltrúar stjórnvalda í Hafnarfirði óttast að með sameiningunni verði iðnnám í Hafnarfirði hvorki fugl né fiskur og verið sé að leggja niður Iðnskólann í þeirri mynd sem hann starfar í í dag.

Bendir Hafnarfjarðarbær á að ákvörðun um að leggja Iðnskólann niður og fela Tækniskólanum rekstur skólans verði ekki tekin einhliða af ráðuneytinu. Fjölmargir samningar eru milli sveitarfélagsins og hins opinbera um þátttöku sveitarfélagsins í rekstri húsnæðis skólans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×