Atli Rafn tók farsíma af áhorfanda: "Spurði hana hvort henni þætti ekki meira viðeigandi að horfa á okkur“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 1. apríl 2015 11:15 Leikararnir fimm sem rætt var við. Leikarar finna fyrir mikilli truflun af notkun síma á leiksýningum. Hringjandi símar, bjartir skjáir og flass af myndavélum eru dæmi um hvað getur fipað leikara og áhorfendur og spillt fyrir upplifun allra í salnum. Verndun höfundaréttar er einnig orðið áhyggjuefni fyrir aðstandendur leikrita, því dæmi eru um að fólk gerir tilraunir til að taka upp heilu sýningarnar á myndband. Björn Thors sem Kenneth Mánimynd/grímur bjarnasonLjósið truflar „Vissulega trufla símar þegar þeir hringja, en mér finnst eiginlega vera orðin meiri truflun af ljósum frá símanum,“ segir Björn Thors leikari. Hann segist iðulega lenda í því að símar hringi hjá áhorfendum á einleiknum um Kenneth Mána. Björn hefur brugðið á það ráð að láta Kenneth Mána hafa orð á því þegar áhorfendur taka símann upp á sýningunni. Nína Filippusdóttir leikkona er sammála Birni, hún segir ljósin trufla áhorfendur og leikara. „Þetta er líka svona á tónleikum. Ég var gestur á tónleikum í Hörpu fyrir skömmu og þurfti að biðja unga stúlku um að setja símann niður, því hún þurfti að taka myndband af öllu og það truflaði okkur hin sem vorum í kringum hana.“ „Við erum öll að breytast. Við erum að verða einhver vélmenni,“ segir Þórir Sæmundsson, sem segist einnig finna fyrir truflun af símum. Hann segist þó ekki vera öðruvísi en aðrir þegar kemur að símanotkun. „Ég er að grípa sjálfan mig í að kíkja á símann í alls kyns aðstæðum,“ útskýrir hann.Alexía Björg Jóhannesdóttirvísir/antonUpplifun fer forgörðum „Í leikhúsi er mikilvægt að vera í mómentinu. Þarna er fólk að upplifa hluti saman. Því er ekki æskilegt að fólk sé í símanum við þannig aðstæður,“ segir Alexía Björg Jóhannesdóttir, leikkona og kynningarfulltrúi Borgarleikhússins. Atli Rafn Sigurðsson leikari tekur í sama streng. „Heildrænar upplifanir fara forgörðum þegar einhver hluti áhorfenda er í símanum. Leikhús er staður þar sem allir eru saman. Þetta er sameiginleg upplifun leikenda og áhorfenda. Því skemmir það fyrir þegar einhver fer að gera áþreifanlega annað það sem er í gangi í salnum og það hefur áhrif á alla aðra. En ég vil samt ekki fara að stjórna fólki neitt. Ég mæli bara með því að fólk, sem borgar kannski fimm þúsund krónur fyrir leikhúsmiðann, reyni að fylgjast með því sem er í gangi á sviðinu!“ Vísir fékk leikarana til að rifja upp sögur af því þegar símanotkun áhorfenda truflaði störf þeirra.Atli Rafn Sigurðssonvísir/gvaTók símann af konu í miðri sýningu Atli Rafn Sigurðsson þarf ekki að leita langt aftur þegar hann er beðinn um að rifja upp sögu af því þegar símar höfðu áhrif á störf hans sem leikara. Um helgina ákvað hann nefnilega að taka símann af konu á fremsta bekk. „Þetta var við sýningu á Sjálfstæðu fólki. Við leikararnir sátum þarna alveg fremst á sviðinu, þannig að fætur okkar voru fram af. Í atriðinu var Ástu Sóllilju sýnt myndband á farsíma.“ „Þá ákvað einhver kona á fremsta bekk að þetta væri gott tilefni til að taka upp myndband. Hún var mjög nálægt okkur með símann uppi, þannig að ég ákvað bara að taka símann af henni og spurði hvort hún væri líka að skoða myndband eins og við. Síðan spurði ég hana hvort henni þætti ekki meira viðeigandi að hlusta á okkur. Að lokum afhenti ég henni símann aftur og enginn annar tók upp símann á sýningunni,“ rifjar hann upp. Annars segir Atli Rafn að hann vilji ekki vera með boð og bönn í leikhúsunum. Hann hvetur fólk til þess að einbeita sér að leiksýningum og segir að þótt fólk haldi að símar þess trufli ekki þá geti þeir hæglega gert það, bæði aðra áhorfendur sem og leikara.Þórir Sæmundssonvísir/pjeturSími hringdi á hápunkti sýningarinnar Þórir Sæmundsson segist sjálfur grípa sig við að athuga símann sinn við hinar ýmsu aðstæður. Hann segir það frelsandi að vera í leikhúsinu og komast ekki í símann. Eitt sinn, þegar hann lék í Eldhafinu, hinu hádramatíska verki sem sýnt var í Borgarleikhúsinu, hringdi síminn á hápunkti sýningarinnar. „Eldhafið var auðvitað svakalegt stykki. Fullorðið fólk fór grátbólgið út af sýningunni, sem var mjög svo áhrifamikil. Verkið fjallaði um tvíburasystkin sem voru nýbúin að missa móður sína. Þeim er falið að láta föður sinn og eldri bróður fá sitt bréfið hvorn. Síðar kemur í ljós að móðir þeirra hafði verið í borgarstríðinu í Líbanon og verið tekin höndum af stjórnarhernum og Ísraelsmönnum. Þar var henni nauðgað og sætti hún pyntingum. Hún eignaðist tvíburana í fangabúðum, í kjölfar nauðgunar. Í sýningunni læra áhorfendur að eldri bróðir systkinanna hafi verið tekinn frá móður þeirra og ólst hann upp á munaðarleysingjahæli.“ „Til að gera langa sögu stutta þá var bróðir þeirra innlimaður í stjórnarherinn og stóð í því að pynta fólk. Það kemur svo í ljós að sonur konunnar hafði tekið þátt í að pynta hana, ekki vitandi að þetta var móðir hans. Hann tók einnig þátt í að nauðga henni og þegar það kemur í ljós að hann er í senn eldri bróðir systkinanna og faðir þeirra verður sýningin gjörsamlega magnþrungin. Í eitt sinn hringdi síminn þegar ég, í hlutverki sonarins, var að lesa bréfin og komast að þessu öllu saman. Þá fór mómentið gjörsamlega. Þetta drap sýninguna alveg. Það er svo mikil einbeiting sem fer. Og þetta skemmdi mikið út frá sér,“ rifjar Þórir upp.Nína Dögg Filippusdóttirvísir/vilhelmSprungum úr hlátri Nína Filippusdóttir segir að fyrsta sagan sem komi upp í huga hennar þegar símanotkun truflaði störf hennar sé af henni og Guðjóni Davíð Karlssyni, eða Góa eins og hann er gjarnan kallaður. „Þetta var við sýningar á leikritinu Á sama tíma að ári. Þá hringdi sími hjá einhverjum áhorfanda. Við stoppuðum þegar síminn byrjaði að hringja. Áhorfandinn áttaði sig ekki á því að þetta var síminn hans sem var að hringja og á endanum sprungum við Gói úr hlátri. Auðvitað trufla símarnir mann mismikið. Mér finnst Snapchat-forritið vera mikil truflun. Fólk er að taka allt upp á myndband og þá kemur ljós frá skjánum og svo heyrast gjarnan aukahljóð með sem trufla út frá sér,“ útskýrir Nína.Leikhúsið snýst um að vera í mómentinuAlexía Björg Jóhannesdóttir, kynningarstjóri hjá Borgarleikhúsinu, segir að hún finni mikið fyrir því að símar hafi truflandi áhrif á störfin í leikhúsinu. „Það gerist nánast hverja helgi að fólk þarf að fara út úr salnum til að svara símanum. Þetta er auðvitað mjög truflandi fyrir leikarana. Þetta snýst oft bara um að fólk gleymir sér. Gleymir að slökkva á símunum og gerir sér ekki grein fyrir því að sími þess hringir.“ „Einnig hafa ljósin frá símunum áhrif. Maður tekur alltaf eftir því þegar fólk fer að laumast í símana. Þetta snýst kannski að einhverju leyti um að fólk eigi erfitt með að vera í núinu. Leikhúsið er staðurinn þar sem maður upplifir augnablikin, í staðinn fyrir að taka þau upp á myndband eða mynd. Þetta er farið að hafa áhrif á listina. Þetta er eitthvað sem við getum hæglega bætt. Ég held að þetta sé bara spurning um að kunna að njóta.“ Mest lesið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Lífið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
Leikarar finna fyrir mikilli truflun af notkun síma á leiksýningum. Hringjandi símar, bjartir skjáir og flass af myndavélum eru dæmi um hvað getur fipað leikara og áhorfendur og spillt fyrir upplifun allra í salnum. Verndun höfundaréttar er einnig orðið áhyggjuefni fyrir aðstandendur leikrita, því dæmi eru um að fólk gerir tilraunir til að taka upp heilu sýningarnar á myndband. Björn Thors sem Kenneth Mánimynd/grímur bjarnasonLjósið truflar „Vissulega trufla símar þegar þeir hringja, en mér finnst eiginlega vera orðin meiri truflun af ljósum frá símanum,“ segir Björn Thors leikari. Hann segist iðulega lenda í því að símar hringi hjá áhorfendum á einleiknum um Kenneth Mána. Björn hefur brugðið á það ráð að láta Kenneth Mána hafa orð á því þegar áhorfendur taka símann upp á sýningunni. Nína Filippusdóttir leikkona er sammála Birni, hún segir ljósin trufla áhorfendur og leikara. „Þetta er líka svona á tónleikum. Ég var gestur á tónleikum í Hörpu fyrir skömmu og þurfti að biðja unga stúlku um að setja símann niður, því hún þurfti að taka myndband af öllu og það truflaði okkur hin sem vorum í kringum hana.“ „Við erum öll að breytast. Við erum að verða einhver vélmenni,“ segir Þórir Sæmundsson, sem segist einnig finna fyrir truflun af símum. Hann segist þó ekki vera öðruvísi en aðrir þegar kemur að símanotkun. „Ég er að grípa sjálfan mig í að kíkja á símann í alls kyns aðstæðum,“ útskýrir hann.Alexía Björg Jóhannesdóttirvísir/antonUpplifun fer forgörðum „Í leikhúsi er mikilvægt að vera í mómentinu. Þarna er fólk að upplifa hluti saman. Því er ekki æskilegt að fólk sé í símanum við þannig aðstæður,“ segir Alexía Björg Jóhannesdóttir, leikkona og kynningarfulltrúi Borgarleikhússins. Atli Rafn Sigurðsson leikari tekur í sama streng. „Heildrænar upplifanir fara forgörðum þegar einhver hluti áhorfenda er í símanum. Leikhús er staður þar sem allir eru saman. Þetta er sameiginleg upplifun leikenda og áhorfenda. Því skemmir það fyrir þegar einhver fer að gera áþreifanlega annað það sem er í gangi í salnum og það hefur áhrif á alla aðra. En ég vil samt ekki fara að stjórna fólki neitt. Ég mæli bara með því að fólk, sem borgar kannski fimm þúsund krónur fyrir leikhúsmiðann, reyni að fylgjast með því sem er í gangi á sviðinu!“ Vísir fékk leikarana til að rifja upp sögur af því þegar símanotkun áhorfenda truflaði störf þeirra.Atli Rafn Sigurðssonvísir/gvaTók símann af konu í miðri sýningu Atli Rafn Sigurðsson þarf ekki að leita langt aftur þegar hann er beðinn um að rifja upp sögu af því þegar símar höfðu áhrif á störf hans sem leikara. Um helgina ákvað hann nefnilega að taka símann af konu á fremsta bekk. „Þetta var við sýningu á Sjálfstæðu fólki. Við leikararnir sátum þarna alveg fremst á sviðinu, þannig að fætur okkar voru fram af. Í atriðinu var Ástu Sóllilju sýnt myndband á farsíma.“ „Þá ákvað einhver kona á fremsta bekk að þetta væri gott tilefni til að taka upp myndband. Hún var mjög nálægt okkur með símann uppi, þannig að ég ákvað bara að taka símann af henni og spurði hvort hún væri líka að skoða myndband eins og við. Síðan spurði ég hana hvort henni þætti ekki meira viðeigandi að hlusta á okkur. Að lokum afhenti ég henni símann aftur og enginn annar tók upp símann á sýningunni,“ rifjar hann upp. Annars segir Atli Rafn að hann vilji ekki vera með boð og bönn í leikhúsunum. Hann hvetur fólk til þess að einbeita sér að leiksýningum og segir að þótt fólk haldi að símar þess trufli ekki þá geti þeir hæglega gert það, bæði aðra áhorfendur sem og leikara.Þórir Sæmundssonvísir/pjeturSími hringdi á hápunkti sýningarinnar Þórir Sæmundsson segist sjálfur grípa sig við að athuga símann sinn við hinar ýmsu aðstæður. Hann segir það frelsandi að vera í leikhúsinu og komast ekki í símann. Eitt sinn, þegar hann lék í Eldhafinu, hinu hádramatíska verki sem sýnt var í Borgarleikhúsinu, hringdi síminn á hápunkti sýningarinnar. „Eldhafið var auðvitað svakalegt stykki. Fullorðið fólk fór grátbólgið út af sýningunni, sem var mjög svo áhrifamikil. Verkið fjallaði um tvíburasystkin sem voru nýbúin að missa móður sína. Þeim er falið að láta föður sinn og eldri bróður fá sitt bréfið hvorn. Síðar kemur í ljós að móðir þeirra hafði verið í borgarstríðinu í Líbanon og verið tekin höndum af stjórnarhernum og Ísraelsmönnum. Þar var henni nauðgað og sætti hún pyntingum. Hún eignaðist tvíburana í fangabúðum, í kjölfar nauðgunar. Í sýningunni læra áhorfendur að eldri bróðir systkinanna hafi verið tekinn frá móður þeirra og ólst hann upp á munaðarleysingjahæli.“ „Til að gera langa sögu stutta þá var bróðir þeirra innlimaður í stjórnarherinn og stóð í því að pynta fólk. Það kemur svo í ljós að sonur konunnar hafði tekið þátt í að pynta hana, ekki vitandi að þetta var móðir hans. Hann tók einnig þátt í að nauðga henni og þegar það kemur í ljós að hann er í senn eldri bróðir systkinanna og faðir þeirra verður sýningin gjörsamlega magnþrungin. Í eitt sinn hringdi síminn þegar ég, í hlutverki sonarins, var að lesa bréfin og komast að þessu öllu saman. Þá fór mómentið gjörsamlega. Þetta drap sýninguna alveg. Það er svo mikil einbeiting sem fer. Og þetta skemmdi mikið út frá sér,“ rifjar Þórir upp.Nína Dögg Filippusdóttirvísir/vilhelmSprungum úr hlátri Nína Filippusdóttir segir að fyrsta sagan sem komi upp í huga hennar þegar símanotkun truflaði störf hennar sé af henni og Guðjóni Davíð Karlssyni, eða Góa eins og hann er gjarnan kallaður. „Þetta var við sýningar á leikritinu Á sama tíma að ári. Þá hringdi sími hjá einhverjum áhorfanda. Við stoppuðum þegar síminn byrjaði að hringja. Áhorfandinn áttaði sig ekki á því að þetta var síminn hans sem var að hringja og á endanum sprungum við Gói úr hlátri. Auðvitað trufla símarnir mann mismikið. Mér finnst Snapchat-forritið vera mikil truflun. Fólk er að taka allt upp á myndband og þá kemur ljós frá skjánum og svo heyrast gjarnan aukahljóð með sem trufla út frá sér,“ útskýrir Nína.Leikhúsið snýst um að vera í mómentinuAlexía Björg Jóhannesdóttir, kynningarstjóri hjá Borgarleikhúsinu, segir að hún finni mikið fyrir því að símar hafi truflandi áhrif á störfin í leikhúsinu. „Það gerist nánast hverja helgi að fólk þarf að fara út úr salnum til að svara símanum. Þetta er auðvitað mjög truflandi fyrir leikarana. Þetta snýst oft bara um að fólk gleymir sér. Gleymir að slökkva á símunum og gerir sér ekki grein fyrir því að sími þess hringir.“ „Einnig hafa ljósin frá símunum áhrif. Maður tekur alltaf eftir því þegar fólk fer að laumast í símana. Þetta snýst kannski að einhverju leyti um að fólk eigi erfitt með að vera í núinu. Leikhúsið er staðurinn þar sem maður upplifir augnablikin, í staðinn fyrir að taka þau upp á myndband eða mynd. Þetta er farið að hafa áhrif á listina. Þetta er eitthvað sem við getum hæglega bætt. Ég held að þetta sé bara spurning um að kunna að njóta.“
Mest lesið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Lífið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“