Þrír ættliðir í Gilinu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 7. mars 2015 13:00 „Trönur og litir voru sjálfsagðir hlutir í stofunni hjá okkur,“ segir Eiríkur Örn þegar hann hugsar til baka til æskuáranna með mömmu sinni, Iðunni Ágústsdóttur. Mynd/Auðunn Níelsson Yfirlitssýning Iðunnar Ágústsdóttur verður opnuð í dag í Listasafninu á Akureyri, í tilefni 75 ára afmælis hennar, og sýning sonar hennar, Eiríks Arnar Magnússonar, í Mjólkurbúðinni. Sýningu á verkum móður Iðunnar, Elísabetar Geirmundsdóttur, lýkur á morgun. „Aðal sýningarinnar er að við erum hér þrír ættliðir að sýna í Gilinu á sama tíma, ég, mamma og amma,“ segir Eiríkur Arnar Magnússon, myndlistarmaður, sem opnar sýningu á eigin verkum í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri í dag klukkan 16. „Ég gerði portrett af mömmu, ömmu og mér sem ég síðan klippti reyndar niður og saumaði saman aftur. Það er hugmynd sem ég er búinn að ganga með lengi að mála voða falleg portrett, klippa þau niður og setja saman aftur.“ Eiríkur kveðst ekki setja bútana saman í réttri röð heldur taka þá úr samhengi. „Persónurnar halda samt einkennum sínum þannig að áhorfandinn getur séð af hverjum hver mynd er,“ fullyrðir hann kankvís. Eiríkur Arnar hefur líka sett upp yfirlitssýningu móður sinnar, Iðunnar Ágústsdóttur myndlistarkonu í Listasafninu á Akureyri og leggur þar áherslu á olíu- og krítarverk. Helstu viðfangsefnin eru landslagið, náttúran, fólk og hið dulræna. „Ég ólst upp við trönur og olíuterpentínulykt í stofunni hjá mömmu. Það er sterkt í minningunni og manni fannst það ósköp eðlilegur hlutur,“ segir hann.Af sýningu Eiríks Arnar „Portrett af móður minni,“ segir listamaðurinn.Spurður hvort það hafi verið sjálfsagt í framhaldinu að gera myndlistina að sínu starfi svarar Eiríkur Arnar. „Já, það var eiginlega óhjákvæmilegt. Ég reyndi á tímabili að komast hjá þessum örlögum en gafst að lokum upp og skellti mér í Listaháskólann. Nú vinn ég með málverk og bókverk.“ Amma Eiríks Arnar var Elísabet Geirmundsdóttir. Sýningin Listakonan í fjörunni með verkum hennar hefur verið í Listasafninu á Akureyri frá 10. janúar en henni lýkur á morgun. Í tilefni af síðustu sýningarhelginni verður boðið til söngveislu í austursal Listasafnsins klukkan 14 í dag. Nemendur Tónlistarskólans á Akureyri og Kór Akureyrarkirkju munu flytja söngdagskrá með lögum og ljóðum Elísabetar. Aðgangur er ókeypis. Eiríkur hitti aldrei þessa ömmu sína. „Hún dó 1959 en ég fæddist ekki fyrr en 1975,“ útskýrir hann. „Þannig að ég nálgast hana bara gegnum verkin hennar." Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Taylor Swift trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Sjá meira
Yfirlitssýning Iðunnar Ágústsdóttur verður opnuð í dag í Listasafninu á Akureyri, í tilefni 75 ára afmælis hennar, og sýning sonar hennar, Eiríks Arnar Magnússonar, í Mjólkurbúðinni. Sýningu á verkum móður Iðunnar, Elísabetar Geirmundsdóttur, lýkur á morgun. „Aðal sýningarinnar er að við erum hér þrír ættliðir að sýna í Gilinu á sama tíma, ég, mamma og amma,“ segir Eiríkur Arnar Magnússon, myndlistarmaður, sem opnar sýningu á eigin verkum í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri í dag klukkan 16. „Ég gerði portrett af mömmu, ömmu og mér sem ég síðan klippti reyndar niður og saumaði saman aftur. Það er hugmynd sem ég er búinn að ganga með lengi að mála voða falleg portrett, klippa þau niður og setja saman aftur.“ Eiríkur kveðst ekki setja bútana saman í réttri röð heldur taka þá úr samhengi. „Persónurnar halda samt einkennum sínum þannig að áhorfandinn getur séð af hverjum hver mynd er,“ fullyrðir hann kankvís. Eiríkur Arnar hefur líka sett upp yfirlitssýningu móður sinnar, Iðunnar Ágústsdóttur myndlistarkonu í Listasafninu á Akureyri og leggur þar áherslu á olíu- og krítarverk. Helstu viðfangsefnin eru landslagið, náttúran, fólk og hið dulræna. „Ég ólst upp við trönur og olíuterpentínulykt í stofunni hjá mömmu. Það er sterkt í minningunni og manni fannst það ósköp eðlilegur hlutur,“ segir hann.Af sýningu Eiríks Arnar „Portrett af móður minni,“ segir listamaðurinn.Spurður hvort það hafi verið sjálfsagt í framhaldinu að gera myndlistina að sínu starfi svarar Eiríkur Arnar. „Já, það var eiginlega óhjákvæmilegt. Ég reyndi á tímabili að komast hjá þessum örlögum en gafst að lokum upp og skellti mér í Listaháskólann. Nú vinn ég með málverk og bókverk.“ Amma Eiríks Arnar var Elísabet Geirmundsdóttir. Sýningin Listakonan í fjörunni með verkum hennar hefur verið í Listasafninu á Akureyri frá 10. janúar en henni lýkur á morgun. Í tilefni af síðustu sýningarhelginni verður boðið til söngveislu í austursal Listasafnsins klukkan 14 í dag. Nemendur Tónlistarskólans á Akureyri og Kór Akureyrarkirkju munu flytja söngdagskrá með lögum og ljóðum Elísabetar. Aðgangur er ókeypis. Eiríkur hitti aldrei þessa ömmu sína. „Hún dó 1959 en ég fæddist ekki fyrr en 1975,“ útskýrir hann. „Þannig að ég nálgast hana bara gegnum verkin hennar."
Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Taylor Swift trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Sjá meira