Bullandi í bílnum á blússandi ferð úr bænum Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 25. febrúar 2015 09:00 Loji lætur gamlan draum rætast og gefur út rafpoppplötu. Vísir/Pjetur Mynd- og tónlistarmaðurinn Loji Höskuldsson rær á ný mið og gefur út melódíska rafpoppplötu, Bullandi í bílnum, en fram til þessa hefur hann verið hvað þekktastur fyrir indí- og poppskotið rokk og ról. „Fólk setur sig oft inn í svona „mood“. Sumir vilja bara vera að gera tónlist um veturinn eða þegar þeir eru glaðir. Ég hugsaði bara um hvernig tónlist ég myndi vilja hlusta á í bílnum,“ segir Loji hress þegar hann er spurður að því hvaðan nafnið á plötunni og hugmyndin komi. „Þetta er svona tónlist sem ég persónulega væri til í að hlusta á keyrandi ógeðslega hratt upp í sveit á blasti,“ bætir hann við. Það má segja að með útgáfunni sé hann að láta gamlan draum rætast. „Mig hefur alltaf langað til þess að gera þetta en aldrei haft búnað, kunnáttu eða þor til þess að demba mér alveg í þetta.“ Hann lét til skarar skríða og er hægt að nálgast Bullandi í bílnum fríkeypis á Loji.bandcamp.com og vonast Loji einnig til að gefa hana út á vínyl. Þrátt fyrir skref út fyrir þægindarammann er hann ekki stressaður fyrir viðtökunum og ánægður með plötuna. „Ég er bara mjög sáttur, fyrir mér skiptir mestu máli að klára hlutina. Það gerist ekkert hræðilegt þegar þetta kemur út. Kannski verður einhver reiður, ég veit það ekki. En tilgangurinn er ekki að reyna að móðga neinn.“ Hér má hlusta á Bullandi í bílnum:Bullandi í bílnum by Loji Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Fleiri fréttir Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Sjá meira
Mynd- og tónlistarmaðurinn Loji Höskuldsson rær á ný mið og gefur út melódíska rafpoppplötu, Bullandi í bílnum, en fram til þessa hefur hann verið hvað þekktastur fyrir indí- og poppskotið rokk og ról. „Fólk setur sig oft inn í svona „mood“. Sumir vilja bara vera að gera tónlist um veturinn eða þegar þeir eru glaðir. Ég hugsaði bara um hvernig tónlist ég myndi vilja hlusta á í bílnum,“ segir Loji hress þegar hann er spurður að því hvaðan nafnið á plötunni og hugmyndin komi. „Þetta er svona tónlist sem ég persónulega væri til í að hlusta á keyrandi ógeðslega hratt upp í sveit á blasti,“ bætir hann við. Það má segja að með útgáfunni sé hann að láta gamlan draum rætast. „Mig hefur alltaf langað til þess að gera þetta en aldrei haft búnað, kunnáttu eða þor til þess að demba mér alveg í þetta.“ Hann lét til skarar skríða og er hægt að nálgast Bullandi í bílnum fríkeypis á Loji.bandcamp.com og vonast Loji einnig til að gefa hana út á vínyl. Þrátt fyrir skref út fyrir þægindarammann er hann ekki stressaður fyrir viðtökunum og ánægður með plötuna. „Ég er bara mjög sáttur, fyrir mér skiptir mestu máli að klára hlutina. Það gerist ekkert hræðilegt þegar þetta kemur út. Kannski verður einhver reiður, ég veit það ekki. En tilgangurinn er ekki að reyna að móðga neinn.“ Hér má hlusta á Bullandi í bílnum:Bullandi í bílnum by Loji
Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Fleiri fréttir Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Sjá meira