Leyndarhjúpur yfir fundi skoðaður sem öryggismál Sveinn Arnarsson skrifar 24. febrúar 2015 10:15 Guðni Einarsson segir að tekið hafi verið á móti sér í anddyri Ráðhúss Hafnarfjarðar og að fundurinn hafi farið fram á 2. hæð. Hann veit hins vegar ekki hverjir sátu fundinn með honum. Vísir/GVA „Hér með tilkynnist að til skoðunar er hvort tilefni er til að veita þér skriflega áminningu fyrir athafnir sem teljast ósæmilegar og óhæfilegar með því að hafa sagt samstarfsfólki, starfsmönnum stéttarfélags þíns og fleirum að bæjarstjóri hafi með óviðeigandi hætti rætt við þig um störf og fyrirkomulag starfa við höfnina á fundi sem þú hafir verið boðaður til í Ráðhúsi Hafnarfjarðar,“ segir í bréfi Unnar Láru Bryde, formanns hafnarstjórnar, til Guðna Einarssonar hafnarstarfsmanns, dagsettu 2. febrúar. Guðni hefur ekki getað greint frá því við bæjaryfirvöld hverjir hafi setið fund með honum í Ráðhúsi Hafnarfjarðar þann 15. nóvember í fyrra. Þetta kemur fram í greinargerð Hafnarfjarðarbæjar, dagsettri 22. janúar síðastliðinn. Í fyrstu hafi Guðni talið að hann hafi átt fund við Harald Líndal Haraldsson bæjarstjóra, en hann dró það til baka þann 8. desember á fundi með bæjarstjóra. Hafnarfjarðarbær hefur lagt mikla vinnu í að rannsaka málið með ýmsum hætti. Í greinargerð Kristjáns Sturlusonar, sviðsstjóra stjórnsýslu Hafnarfjarðarbæjar, kemur fram að Guðna hafi verið sýndar myndir af starfsmönnum bæjarins sem hafa aðgang að bæjarskrifstofum um helgar, en Guðni hafi ekki getað munað hverjir það voru sem sátu fundinn.Haraldur Líndal HaraldssonFélag skipstjórnarmanna gagnrýndi vinnubrögð bæjarins harðlega. Í bréfi frá lögmanni þeirra, dagsettu 6. febrúar, er því haldið fram að farið hafi verið offari gegn Guðna, málið valdið honum miklum óþægindum og óskað er eftir að málið verði fellt niður. „Er engin ástæða til að ætla, að hann fari hér vísvitandi með rangt mál varðandi umræddan fund,“ segir í bréfinu. Greinargerð bæjarins er einnig gagnrýnd harðlega og segir að rannsókn á persónulegum högum Guðna gefi honum alvarlegt tilefni til að skoða réttarstöðu sína. Guðni segir að tekið hafi verið á móti honum í forstofu ráðhússins og hann verið boðaður með símtali deginum áður. Eftir rannsókn Hafnarfjarðarbæjar á málinu er ljóst að ekki var hringt í hann úr síma bæjarins. „Guðni kveðst ekki hafa þekkt þá sem hann hitti á fundinum og ekki muna hvort þeir hafi kynnt sig með nafni. Hann segir að um hafi verið að ræða tvo karlmenn,“ segir í greinargerðinni. Einnig segir að vegna bilunar í gagnaskráningu aðgangskerfis Hafnarfjarðarbæjar sé ekki hægt að sjá hverjir það voru sem opnuðu dyr eftir klukkan átta um morguninn. Samstarfsmenn Guðna staðfesta að hann hafi farið frá í hálftíma á laugardeginum þegar fundurinn á að hafa átt sér stað. Þegar hann kom til starfa aftur sagði hann starfsmönnum hafnarinnar frá efni fundarins. Einnig segja þeir honum hafa verið brugðið. Bæjarstjóri vill ekki tjá sig um málið. Reynt var að ná í Unni Láru Bryde, formann hafnarstjórnar, við vinnslu fréttarinnar en án árangurs.Gunnar Axel AxelssonVerða að gera hreint fyrir sínum dyrum Gunnar Axel Axelsson, oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, telur að bæjarstjóri og oddviti meirihlutaflokkanna verði að skýra frá aðkomu sinni að málinu. Einnig telur hann óeðlilegt að kjörnir fulltrúar áminni einstaka starfsmenn bæjarins. „Ég held að það hljóti allir að sjá hversu öfugsnúið og rangt það er að kjörnir fulltrúar séu að hlutast til um málefni einstakra starfsmanna og hvað þá að þeir gangi svo langt að veita þeim áminningu. Þar eru aðilar komnir langt út fyrir umboð sitt. Bæjarstjóri verður að gera hreint fyrir sínum dyrum og forseti bæjarstjórnar og formaður bæjarráðs verða sömuleiðis að gera grein fyrir sinni aðkomu að þessu máli hafi hún einhver verið. Þau skulda bæjarstjórn og bæjarbúum skýringar.“ Tengdar fréttir Bæjarstjóri játar að hafa skoðað símtalaskrár Bæjarfulltrúar minnihlutans í Hafnarfirði segja skýringar bæjaryfirvalda ekki duga til þess að þeir kalli aftur kvörtun til Persónuverndar vegna skoðunar á símanotkun þeirra. Engin svör bárust frá bænum við spurningum Fréttablaðsins. 19. febrúar 2015 06:30 Yfirlýsing frá Hafnarfjarðarbæ: Könnuðu símnotkun á sex klukkustunda tímabili Þrír bæjarfulltúar hafa sent Persónuvernd kvörtun þar sem því er haldið fram að bæjaryfivöld hafi skoðað símatalaskrár þeirra án vitundar þeirra og samþykkis. 18. febrúar 2015 11:47 Bæjarstjóri skoðaði ekki símtalaskrár sjálfur "Sá texti sem vísað er til er úr emaili frá þeim starfsmanni bæjarins sem annaðist þessa skoðun og það var hann einn sem skoðað þessa skrá,“ segir bæjarstjóri Hafnarfjarðar. 19. febrúar 2015 14:45 Formaður segir bæjarstarfsmönnum brugðið Starfsmenn hjá Hafnarfjarðarbæ munu ráðgast við lögmann er Persónuvernd hefur lokið skoðun á símtalamálinu. Síminn segir að tilkynna þurfi starfsmönnum fyrirfram að fyrirtæki kunni að fygjast með símnotkun. 20. febrúar 2015 07:00 Könnuðu hverja kjörnir fulltrúar töluðu við í síma Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði skoðuðu símtalaskrár bæjarfulltrúa án vitundar og samþykkis þeirra. Þrír bæjarfulltrúar hafa sent Persónuvernd kvörtun vegna málsins. 18. febrúar 2015 07:00 Töldu sig hafa staðið rétt að því að kanna símtölin Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri í Hafnarfirði segir að það geti vel verið að upplýsa hefði átt bæjarfulltrúa um að símanúmer þeirra hefðu sætt rannsókn. 18. febrúar 2015 19:00 Hafði enga fyrirfram vitneskju í símamáli „Við höfðum enga fyrirfram vitneskju um þetta, ekki nokkra einustu,“ segir Guðlaug Kristjánsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar og forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði, um símtalamálið í Hafnarfirði. 20. febrúar 2015 07:00 Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
„Hér með tilkynnist að til skoðunar er hvort tilefni er til að veita þér skriflega áminningu fyrir athafnir sem teljast ósæmilegar og óhæfilegar með því að hafa sagt samstarfsfólki, starfsmönnum stéttarfélags þíns og fleirum að bæjarstjóri hafi með óviðeigandi hætti rætt við þig um störf og fyrirkomulag starfa við höfnina á fundi sem þú hafir verið boðaður til í Ráðhúsi Hafnarfjarðar,“ segir í bréfi Unnar Láru Bryde, formanns hafnarstjórnar, til Guðna Einarssonar hafnarstarfsmanns, dagsettu 2. febrúar. Guðni hefur ekki getað greint frá því við bæjaryfirvöld hverjir hafi setið fund með honum í Ráðhúsi Hafnarfjarðar þann 15. nóvember í fyrra. Þetta kemur fram í greinargerð Hafnarfjarðarbæjar, dagsettri 22. janúar síðastliðinn. Í fyrstu hafi Guðni talið að hann hafi átt fund við Harald Líndal Haraldsson bæjarstjóra, en hann dró það til baka þann 8. desember á fundi með bæjarstjóra. Hafnarfjarðarbær hefur lagt mikla vinnu í að rannsaka málið með ýmsum hætti. Í greinargerð Kristjáns Sturlusonar, sviðsstjóra stjórnsýslu Hafnarfjarðarbæjar, kemur fram að Guðna hafi verið sýndar myndir af starfsmönnum bæjarins sem hafa aðgang að bæjarskrifstofum um helgar, en Guðni hafi ekki getað munað hverjir það voru sem sátu fundinn.Haraldur Líndal HaraldssonFélag skipstjórnarmanna gagnrýndi vinnubrögð bæjarins harðlega. Í bréfi frá lögmanni þeirra, dagsettu 6. febrúar, er því haldið fram að farið hafi verið offari gegn Guðna, málið valdið honum miklum óþægindum og óskað er eftir að málið verði fellt niður. „Er engin ástæða til að ætla, að hann fari hér vísvitandi með rangt mál varðandi umræddan fund,“ segir í bréfinu. Greinargerð bæjarins er einnig gagnrýnd harðlega og segir að rannsókn á persónulegum högum Guðna gefi honum alvarlegt tilefni til að skoða réttarstöðu sína. Guðni segir að tekið hafi verið á móti honum í forstofu ráðhússins og hann verið boðaður með símtali deginum áður. Eftir rannsókn Hafnarfjarðarbæjar á málinu er ljóst að ekki var hringt í hann úr síma bæjarins. „Guðni kveðst ekki hafa þekkt þá sem hann hitti á fundinum og ekki muna hvort þeir hafi kynnt sig með nafni. Hann segir að um hafi verið að ræða tvo karlmenn,“ segir í greinargerðinni. Einnig segir að vegna bilunar í gagnaskráningu aðgangskerfis Hafnarfjarðarbæjar sé ekki hægt að sjá hverjir það voru sem opnuðu dyr eftir klukkan átta um morguninn. Samstarfsmenn Guðna staðfesta að hann hafi farið frá í hálftíma á laugardeginum þegar fundurinn á að hafa átt sér stað. Þegar hann kom til starfa aftur sagði hann starfsmönnum hafnarinnar frá efni fundarins. Einnig segja þeir honum hafa verið brugðið. Bæjarstjóri vill ekki tjá sig um málið. Reynt var að ná í Unni Láru Bryde, formann hafnarstjórnar, við vinnslu fréttarinnar en án árangurs.Gunnar Axel AxelssonVerða að gera hreint fyrir sínum dyrum Gunnar Axel Axelsson, oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, telur að bæjarstjóri og oddviti meirihlutaflokkanna verði að skýra frá aðkomu sinni að málinu. Einnig telur hann óeðlilegt að kjörnir fulltrúar áminni einstaka starfsmenn bæjarins. „Ég held að það hljóti allir að sjá hversu öfugsnúið og rangt það er að kjörnir fulltrúar séu að hlutast til um málefni einstakra starfsmanna og hvað þá að þeir gangi svo langt að veita þeim áminningu. Þar eru aðilar komnir langt út fyrir umboð sitt. Bæjarstjóri verður að gera hreint fyrir sínum dyrum og forseti bæjarstjórnar og formaður bæjarráðs verða sömuleiðis að gera grein fyrir sinni aðkomu að þessu máli hafi hún einhver verið. Þau skulda bæjarstjórn og bæjarbúum skýringar.“
Tengdar fréttir Bæjarstjóri játar að hafa skoðað símtalaskrár Bæjarfulltrúar minnihlutans í Hafnarfirði segja skýringar bæjaryfirvalda ekki duga til þess að þeir kalli aftur kvörtun til Persónuverndar vegna skoðunar á símanotkun þeirra. Engin svör bárust frá bænum við spurningum Fréttablaðsins. 19. febrúar 2015 06:30 Yfirlýsing frá Hafnarfjarðarbæ: Könnuðu símnotkun á sex klukkustunda tímabili Þrír bæjarfulltúar hafa sent Persónuvernd kvörtun þar sem því er haldið fram að bæjaryfivöld hafi skoðað símatalaskrár þeirra án vitundar þeirra og samþykkis. 18. febrúar 2015 11:47 Bæjarstjóri skoðaði ekki símtalaskrár sjálfur "Sá texti sem vísað er til er úr emaili frá þeim starfsmanni bæjarins sem annaðist þessa skoðun og það var hann einn sem skoðað þessa skrá,“ segir bæjarstjóri Hafnarfjarðar. 19. febrúar 2015 14:45 Formaður segir bæjarstarfsmönnum brugðið Starfsmenn hjá Hafnarfjarðarbæ munu ráðgast við lögmann er Persónuvernd hefur lokið skoðun á símtalamálinu. Síminn segir að tilkynna þurfi starfsmönnum fyrirfram að fyrirtæki kunni að fygjast með símnotkun. 20. febrúar 2015 07:00 Könnuðu hverja kjörnir fulltrúar töluðu við í síma Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði skoðuðu símtalaskrár bæjarfulltrúa án vitundar og samþykkis þeirra. Þrír bæjarfulltrúar hafa sent Persónuvernd kvörtun vegna málsins. 18. febrúar 2015 07:00 Töldu sig hafa staðið rétt að því að kanna símtölin Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri í Hafnarfirði segir að það geti vel verið að upplýsa hefði átt bæjarfulltrúa um að símanúmer þeirra hefðu sætt rannsókn. 18. febrúar 2015 19:00 Hafði enga fyrirfram vitneskju í símamáli „Við höfðum enga fyrirfram vitneskju um þetta, ekki nokkra einustu,“ segir Guðlaug Kristjánsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar og forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði, um símtalamálið í Hafnarfirði. 20. febrúar 2015 07:00 Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Bæjarstjóri játar að hafa skoðað símtalaskrár Bæjarfulltrúar minnihlutans í Hafnarfirði segja skýringar bæjaryfirvalda ekki duga til þess að þeir kalli aftur kvörtun til Persónuverndar vegna skoðunar á símanotkun þeirra. Engin svör bárust frá bænum við spurningum Fréttablaðsins. 19. febrúar 2015 06:30
Yfirlýsing frá Hafnarfjarðarbæ: Könnuðu símnotkun á sex klukkustunda tímabili Þrír bæjarfulltúar hafa sent Persónuvernd kvörtun þar sem því er haldið fram að bæjaryfivöld hafi skoðað símatalaskrár þeirra án vitundar þeirra og samþykkis. 18. febrúar 2015 11:47
Bæjarstjóri skoðaði ekki símtalaskrár sjálfur "Sá texti sem vísað er til er úr emaili frá þeim starfsmanni bæjarins sem annaðist þessa skoðun og það var hann einn sem skoðað þessa skrá,“ segir bæjarstjóri Hafnarfjarðar. 19. febrúar 2015 14:45
Formaður segir bæjarstarfsmönnum brugðið Starfsmenn hjá Hafnarfjarðarbæ munu ráðgast við lögmann er Persónuvernd hefur lokið skoðun á símtalamálinu. Síminn segir að tilkynna þurfi starfsmönnum fyrirfram að fyrirtæki kunni að fygjast með símnotkun. 20. febrúar 2015 07:00
Könnuðu hverja kjörnir fulltrúar töluðu við í síma Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði skoðuðu símtalaskrár bæjarfulltrúa án vitundar og samþykkis þeirra. Þrír bæjarfulltrúar hafa sent Persónuvernd kvörtun vegna málsins. 18. febrúar 2015 07:00
Töldu sig hafa staðið rétt að því að kanna símtölin Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri í Hafnarfirði segir að það geti vel verið að upplýsa hefði átt bæjarfulltrúa um að símanúmer þeirra hefðu sætt rannsókn. 18. febrúar 2015 19:00
Hafði enga fyrirfram vitneskju í símamáli „Við höfðum enga fyrirfram vitneskju um þetta, ekki nokkra einustu,“ segir Guðlaug Kristjánsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar og forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði, um símtalamálið í Hafnarfirði. 20. febrúar 2015 07:00