Get strítt þeim bestu á góðum degi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. febrúar 2015 06:00 Sævar vill keppa á ÓL í Suður-Kóreu árið 2018. Hér er hann á leikunum í Sotsjí í fyrra. fréttablaðið/getty Sævar Birgisson skíðagöngukappi er ekki ánægður með keppnistímabilið og árangurinn í sprettgöngu á HM í Falun í Svíþjóð, sem nú stendur yfir. Hann keppir á morgun í sprettboðgöngu ásamt Brynjari Leó Kristinssyni og verður það hans síðasta grein á mótinu. Sævar lenti í vandræðum í upphafi keppnistímabilsins vegna veikinda sem gerði það að verkum að punktastaða hans fyrir HM í Falun var slæm. Þar sem keppendum er raðað niður í rásröð eftir punktastöðu er erfitt að vinna sig upp en Sævari tókst þó að fara upp um þrettán sæti í undankeppninni á fimmtudag og hafnaði í 67. sæti. „Ég ákvað að lengja keppnistímabilið mitt í hinn endann fyrst byrjunin var svona hjá mér. Ég keppi á kanadíska meistaramótinu í mars og held svo jafnvel aftur til Svíþjóðar og Noregs og keppi meira þar, sem og á æfingamótum heima,“ sagði Sævar í samtali við Fréttablaðið. Hann er þegar byrjaður að hugsa um næstu Vetrarólympíuleika en þeir fara fram í Pyeongchang í Suður-Kóreu árið 2018. „Ég er ekki búinn að taka endanlega ákvörðun um hvað ég geri en stefni að því að gera það í apríl. Þá tek ég annað hvort þá ákvörðun að halda áfram í þessu í þrjú ár eða einfaldlega hætta. Annað hvort gerir maður þetta almennilega eða ekki enda vinnst ekki mikill tími til annars ef maður vill ná almennilegum árangri,“ segir hann. Sævar stefndi að því að keppa í 50 km göngu á HM í Falun en það vannst einfaldlega ekki tími til að ná lágmörkum fyrir greinina. „Því setti ég meiri áherslu á sprettgönguna og upphaflega var það markmið mitt að vera meðal 40-50 efstu. Þá hefði ég verið sáttur,“ segir Sævar sem veit að hann á mun meira inni en hann hefur sýnt. „Ég veit hvað ég get á mínum besta degi. Þá á ég að geta strítt mörgum af þeim bestu,“ segir hann. Sævar vonast til að hann og Brynjar, sem keppa saman í sprettboðgöngunni á morgun, hitti á góðan dag. „Ef við eigum báðir góðan dag getum við hangið í þessum bestu liðum. Við verðum að sjá hvað okkur tekst að gera það lengi.“- esá Íþróttir Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Fleiri fréttir Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Sjá meira
Sævar Birgisson skíðagöngukappi er ekki ánægður með keppnistímabilið og árangurinn í sprettgöngu á HM í Falun í Svíþjóð, sem nú stendur yfir. Hann keppir á morgun í sprettboðgöngu ásamt Brynjari Leó Kristinssyni og verður það hans síðasta grein á mótinu. Sævar lenti í vandræðum í upphafi keppnistímabilsins vegna veikinda sem gerði það að verkum að punktastaða hans fyrir HM í Falun var slæm. Þar sem keppendum er raðað niður í rásröð eftir punktastöðu er erfitt að vinna sig upp en Sævari tókst þó að fara upp um þrettán sæti í undankeppninni á fimmtudag og hafnaði í 67. sæti. „Ég ákvað að lengja keppnistímabilið mitt í hinn endann fyrst byrjunin var svona hjá mér. Ég keppi á kanadíska meistaramótinu í mars og held svo jafnvel aftur til Svíþjóðar og Noregs og keppi meira þar, sem og á æfingamótum heima,“ sagði Sævar í samtali við Fréttablaðið. Hann er þegar byrjaður að hugsa um næstu Vetrarólympíuleika en þeir fara fram í Pyeongchang í Suður-Kóreu árið 2018. „Ég er ekki búinn að taka endanlega ákvörðun um hvað ég geri en stefni að því að gera það í apríl. Þá tek ég annað hvort þá ákvörðun að halda áfram í þessu í þrjú ár eða einfaldlega hætta. Annað hvort gerir maður þetta almennilega eða ekki enda vinnst ekki mikill tími til annars ef maður vill ná almennilegum árangri,“ segir hann. Sævar stefndi að því að keppa í 50 km göngu á HM í Falun en það vannst einfaldlega ekki tími til að ná lágmörkum fyrir greinina. „Því setti ég meiri áherslu á sprettgönguna og upphaflega var það markmið mitt að vera meðal 40-50 efstu. Þá hefði ég verið sáttur,“ segir Sævar sem veit að hann á mun meira inni en hann hefur sýnt. „Ég veit hvað ég get á mínum besta degi. Þá á ég að geta strítt mörgum af þeim bestu,“ segir hann. Sævar vonast til að hann og Brynjar, sem keppa saman í sprettboðgöngunni á morgun, hitti á góðan dag. „Ef við eigum báðir góðan dag getum við hangið í þessum bestu liðum. Við verðum að sjá hvað okkur tekst að gera það lengi.“- esá
Íþróttir Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Fleiri fréttir Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Sjá meira