Andrés önd er alltaf mín uppáhaldsönd Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 17. janúar 2015 12:00 „Hausinn á mér er fullur af myndum og alltaf bætist við,“ segir Sigrún Eldjárn. Vísir/Ernir Teiknaðir þú mikið þegar þú varst lítil, Sigrún? „Já, ég teiknaði alveg daginn út og daginn inn! Það var það allra skemmtilegasta sem ég gerði.“ Hvernig verkfæri notaðir þú? „Blýantar eru mín uppáhaldsverkfæri. Þeir eru töfratæki. En svo notaði ég alls konar liti líka, bæði vax-, tré- og tússliti.“ Var eitthvað sérstakt sem þú teiknaðir eða málaðir mest? „Líklega hef ég langmest teiknað krakka og skrípafígúrur – og geri enn! Ég reyndi mig samt við allt mögulegt. Eiginlega hvað sem er. Ég skoðaði mikið teiknimyndaseríur og var oft að líkja eftir þeim myndum. Til dæmis hefur Andrés Önd alltaf verið mín uppáhaldsönd.“ Hversu gömul varstu þegar þú ákvaðst að verða myndlistarmaður? „Ég man nú ekki eftir að hafa nokkurn tímann beinlínis ákveðið að verða myndlistarmaður. Það bara gerðist einhvern veginn. Ég var svo 13 ára þegar ég fór fyrst á námskeið í Myndlistarskólanum í Reykjavík og tvítug þegar ég fór í fullt myndlistarnám í Myndlista - og handíðaskóla Íslands. En alveg frá því ég var pínulítil hefur teikning verið stór hluti af lífi mínu og mun sjálfsagt verða það alla tíð.“ Hvernig byrjarðu á myndunum þínum? „Ég ydda blýant, klóra mér í hausnum, hugsa málið, horfi á blaðið, horfi inn í höfuðið á mér og svo hjálpumst við að, ég og blýanturinn, við að rissa eitthvað upp. Eitthvað sem kannski verður flott en kannski líka ómögulegt! En þá byrjar maður bara upp á nýtt.“ Er einhver litur í uppáhaldi? „Blátt hefur alltaf verið minn litur. En blátt er þó ekki bara blátt því það eru örugglega til þúsund bláir litir – eða milljón!“ Áttu þér eftirlætis karakter? „Ég held alltaf mest upp á þá sem ég er að skrifa um þá stundina. Núna er ég að skrifa þriðju bókina um strokubörnin á Skuggaskeri og því eru þeir ævintýrakrakkar aðalfólkið mitt núna. Bétveir er mikill vinur minn af því að hann er svo hrifinn af bókum. En ég hef gert langflestar sögur um strákinn Kugg og gömlu kerlingarnar, vinkonur hans, þær Málfríði og mömmu hennar. Þau eru uppátækjasöm og í næsta mánuði ætla þau að hoppa upp á leiksvið í Kúlu Þjóðleikhússins og leika þar leikrit fyrir alla krakka sem heitir KUGGUR OG LEIKHÚSVÉLIN.“ Þegar þú skrifar bækur, sérðu þær þá fyrir þér í myndum? „Já, hausinn á mér er fullur af myndum og alltaf bætist við. Margar þeirra komast á blað en aðrar bíða síns tíma þarna inni.“ Leitarðu að sögupersónum í kringum þig eða verða þær til í hugskoti þínu eða draumum? „Það er svolítið erfitt að greina þarna á milli. Sögupersónurnar mínar verða til í hugskoti mínu – en í hugskotinu leynast persónur bæði úr draumum og veruleika. Þetta blandast svo allt saman og úr verður alls konar skrítið og skemmtilegt fólk.“ Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
Teiknaðir þú mikið þegar þú varst lítil, Sigrún? „Já, ég teiknaði alveg daginn út og daginn inn! Það var það allra skemmtilegasta sem ég gerði.“ Hvernig verkfæri notaðir þú? „Blýantar eru mín uppáhaldsverkfæri. Þeir eru töfratæki. En svo notaði ég alls konar liti líka, bæði vax-, tré- og tússliti.“ Var eitthvað sérstakt sem þú teiknaðir eða málaðir mest? „Líklega hef ég langmest teiknað krakka og skrípafígúrur – og geri enn! Ég reyndi mig samt við allt mögulegt. Eiginlega hvað sem er. Ég skoðaði mikið teiknimyndaseríur og var oft að líkja eftir þeim myndum. Til dæmis hefur Andrés Önd alltaf verið mín uppáhaldsönd.“ Hversu gömul varstu þegar þú ákvaðst að verða myndlistarmaður? „Ég man nú ekki eftir að hafa nokkurn tímann beinlínis ákveðið að verða myndlistarmaður. Það bara gerðist einhvern veginn. Ég var svo 13 ára þegar ég fór fyrst á námskeið í Myndlistarskólanum í Reykjavík og tvítug þegar ég fór í fullt myndlistarnám í Myndlista - og handíðaskóla Íslands. En alveg frá því ég var pínulítil hefur teikning verið stór hluti af lífi mínu og mun sjálfsagt verða það alla tíð.“ Hvernig byrjarðu á myndunum þínum? „Ég ydda blýant, klóra mér í hausnum, hugsa málið, horfi á blaðið, horfi inn í höfuðið á mér og svo hjálpumst við að, ég og blýanturinn, við að rissa eitthvað upp. Eitthvað sem kannski verður flott en kannski líka ómögulegt! En þá byrjar maður bara upp á nýtt.“ Er einhver litur í uppáhaldi? „Blátt hefur alltaf verið minn litur. En blátt er þó ekki bara blátt því það eru örugglega til þúsund bláir litir – eða milljón!“ Áttu þér eftirlætis karakter? „Ég held alltaf mest upp á þá sem ég er að skrifa um þá stundina. Núna er ég að skrifa þriðju bókina um strokubörnin á Skuggaskeri og því eru þeir ævintýrakrakkar aðalfólkið mitt núna. Bétveir er mikill vinur minn af því að hann er svo hrifinn af bókum. En ég hef gert langflestar sögur um strákinn Kugg og gömlu kerlingarnar, vinkonur hans, þær Málfríði og mömmu hennar. Þau eru uppátækjasöm og í næsta mánuði ætla þau að hoppa upp á leiksvið í Kúlu Þjóðleikhússins og leika þar leikrit fyrir alla krakka sem heitir KUGGUR OG LEIKHÚSVÉLIN.“ Þegar þú skrifar bækur, sérðu þær þá fyrir þér í myndum? „Já, hausinn á mér er fullur af myndum og alltaf bætist við. Margar þeirra komast á blað en aðrar bíða síns tíma þarna inni.“ Leitarðu að sögupersónum í kringum þig eða verða þær til í hugskoti þínu eða draumum? „Það er svolítið erfitt að greina þarna á milli. Sögupersónurnar mínar verða til í hugskoti mínu – en í hugskotinu leynast persónur bæði úr draumum og veruleika. Þetta blandast svo allt saman og úr verður alls konar skrítið og skemmtilegt fólk.“
Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira