Íslenska íshokkílandsliðið á uppleið | Fyrsti leikurinn í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. apríl 2015 15:30 Mynd/Íshokkísamband Íslands Íslenska landsliðið í íshokkí spilar í kvöld sinn fyrsta leik í A-riðli 2. deildar á heimsmeistaramóti karla en mótið fer fram í Skautahöllinni í Laugardal dagana 13. til 19. apríl. Íslenska liðið mætir Belgum klukkan 20.00 í kvöld en á næstu dögum munu strákarnir síðan spila við Rúmeníu, Serbíu, Ástralíu og Spán. Það er búist við góðri mætingu og stemmningu á fyrsta leiknum í kvöld en margir spenntir að sjá íslenska liðið. Það er nefnilega mikil bjartsýni í herbúðum íslenska liðsins en íslenska landsliðið í íshokkí hefur bætt árangur sinn jafnt og þétt á heimsmeistaramótum á undanförnum árum. Það hefur því mikið breyst frá því að liðið byrjaði í neðstu deild á sínu fyrsta móti. Íslenska liðið endaði þá í 9.sæti, sem var jafnframt neðsta sætið í riðlinum. Árið 2006 vann íslenska liðið sig upp úr 3.deild. Allt fram á tímabilið 2010-11 voru tveir jafnsterkir sex liða riðlar í 2. deild. IIHF tók þá hinsvegar upp nýtt kerfi og nú er riðlunum raðað eftir styrkleika, þ.e. vinna þarf B riðil til að komast upp í A riðil. Íslenska liðið hefur smátt og smátt unnið sig upp riðla og deildir og á síðasta tímabili náðist besti árangur íslenska liðsins þegar það vann til silfurverðlauna í A.riðli 2.deildar sem fram fór í Belgrad í Serbíu. Tvær landsliðsbúðir voru haldnar á tímabilinu á Íslandi og um páskana hélt liðið til Furudals í Svíþjóð þar sem æft var í fjóra daga ásamt því að spilaðir voru tveir æfingaleikir við lið sem var samansett af sterkum leikmönnum úr nágrenni Furudals. Íslenska hópinn skipa 22 leikmenn þ.e. 12 framherjar, 8 varnarmenn og 2 markmenn. Einn nýliði er í hópnum, Steindór Ingason. Fyrirliði liðsins er Ingvar Þór Jónsson en aðstoðarfyrirliðar þeir Emil Alengaard og Jón Benedikt Gíslason. Þjálfari liðsins er Tim Brithén en honum til aðstoðar er Gunnlaugar Björnsson.Landslið Íslands á heimsmeistaramót í íshokkí á Íslandi:Framherjar Emil Alengard Jón Gíslason Robin Hedström Björn Róbert Sigurðarson Jóhann Már Leifsson Egill Þormóðsson Jónas Breki Magnússon Brynjar Bergmann Úlfar Andrésson Arnþór Bjarnason Pétur Maack Andri Már MikaelssonVarnarmenn Ingvar Þór Jónsson Andri Helgason Björn Már Jakobsson Ingólfur Elíasson Birkir Árnason Orri Blöndal Steindór Ingason Ingþór ÁrnasonMarkmenn Snorri Sigurbergsson Dennis HedströmDagskrá mótsins er eftirfarandi:13. apríl 13:00 Spánn - Ástralía 16:30 Serbía - Rúmenía20:00 Ísland - Belgía14. apríl 13:00 Rúmenía - Ástralía 16:30 Belgía - Spánn20:00 Ísland - Serbía16. apríl 13:00 Rúmenía - Belgía 16:30 Serbía - Ástralía20:00 Ísland - Spánn17. apríl 13:00 Belgía - Serbía 16:30 Spánn - Rúmenía20:00 Ástralía - Ísland19. apríl 13:00 Serbía - Spánn 16:30 Ástralía - Belgía20:00 Rúmenía - Ísland Íþróttir Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Sport Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira
Íslenska landsliðið í íshokkí spilar í kvöld sinn fyrsta leik í A-riðli 2. deildar á heimsmeistaramóti karla en mótið fer fram í Skautahöllinni í Laugardal dagana 13. til 19. apríl. Íslenska liðið mætir Belgum klukkan 20.00 í kvöld en á næstu dögum munu strákarnir síðan spila við Rúmeníu, Serbíu, Ástralíu og Spán. Það er búist við góðri mætingu og stemmningu á fyrsta leiknum í kvöld en margir spenntir að sjá íslenska liðið. Það er nefnilega mikil bjartsýni í herbúðum íslenska liðsins en íslenska landsliðið í íshokkí hefur bætt árangur sinn jafnt og þétt á heimsmeistaramótum á undanförnum árum. Það hefur því mikið breyst frá því að liðið byrjaði í neðstu deild á sínu fyrsta móti. Íslenska liðið endaði þá í 9.sæti, sem var jafnframt neðsta sætið í riðlinum. Árið 2006 vann íslenska liðið sig upp úr 3.deild. Allt fram á tímabilið 2010-11 voru tveir jafnsterkir sex liða riðlar í 2. deild. IIHF tók þá hinsvegar upp nýtt kerfi og nú er riðlunum raðað eftir styrkleika, þ.e. vinna þarf B riðil til að komast upp í A riðil. Íslenska liðið hefur smátt og smátt unnið sig upp riðla og deildir og á síðasta tímabili náðist besti árangur íslenska liðsins þegar það vann til silfurverðlauna í A.riðli 2.deildar sem fram fór í Belgrad í Serbíu. Tvær landsliðsbúðir voru haldnar á tímabilinu á Íslandi og um páskana hélt liðið til Furudals í Svíþjóð þar sem æft var í fjóra daga ásamt því að spilaðir voru tveir æfingaleikir við lið sem var samansett af sterkum leikmönnum úr nágrenni Furudals. Íslenska hópinn skipa 22 leikmenn þ.e. 12 framherjar, 8 varnarmenn og 2 markmenn. Einn nýliði er í hópnum, Steindór Ingason. Fyrirliði liðsins er Ingvar Þór Jónsson en aðstoðarfyrirliðar þeir Emil Alengaard og Jón Benedikt Gíslason. Þjálfari liðsins er Tim Brithén en honum til aðstoðar er Gunnlaugar Björnsson.Landslið Íslands á heimsmeistaramót í íshokkí á Íslandi:Framherjar Emil Alengard Jón Gíslason Robin Hedström Björn Róbert Sigurðarson Jóhann Már Leifsson Egill Þormóðsson Jónas Breki Magnússon Brynjar Bergmann Úlfar Andrésson Arnþór Bjarnason Pétur Maack Andri Már MikaelssonVarnarmenn Ingvar Þór Jónsson Andri Helgason Björn Már Jakobsson Ingólfur Elíasson Birkir Árnason Orri Blöndal Steindór Ingason Ingþór ÁrnasonMarkmenn Snorri Sigurbergsson Dennis HedströmDagskrá mótsins er eftirfarandi:13. apríl 13:00 Spánn - Ástralía 16:30 Serbía - Rúmenía20:00 Ísland - Belgía14. apríl 13:00 Rúmenía - Ástralía 16:30 Belgía - Spánn20:00 Ísland - Serbía16. apríl 13:00 Rúmenía - Belgía 16:30 Serbía - Ástralía20:00 Ísland - Spánn17. apríl 13:00 Belgía - Serbía 16:30 Spánn - Rúmenía20:00 Ástralía - Ísland19. apríl 13:00 Serbía - Spánn 16:30 Ástralía - Belgía20:00 Rúmenía - Ísland
Íþróttir Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Sport Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira