Þorir enginn að berjast? - Allir skíthræddir við víkingana í Mjölni Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. febrúar 2015 09:00 Bjarki Ómarsson, Sunna Rannveig Davíðsdóttir og Diego Björn Valencia eru allir bardagakappar hjá Mjölni. Haraldur Dean Nelson er framkvæmdastjórinn og Gunnar Nelson aðalstjarnan. vísir/getty/jón viðar arnþórsson „Ég verð bara að segja, að það er alveg fáránlegt hversu mörg MMA-félög eru bara að leita að auðveldum bardögum fyrir bardagakappana sína og ætla sér í raun aldrei að berjast þegar þeir hafa samþykkt að berjast.“ Þetta segir Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður bardagastjörnunnar Gunnars Nelson, í löngum reiðipistli á Facebook-síðu sinni sem MMA-vefsíðan Fightland tekur upp. Haraldur kvartar sáran yfir því að fá enga bardaga fyrir íslensku krakkana í Mjölni og segir mörg MMA-félög einfaldlega vera að leita að bardögum sem þeirra kappar vinni örugglega. „Félög hafa verið að biðja um mun reyndari bardagamenn en þá sem við bjóðum upp á en samt sem áður þora þeir ekki að berjast. Til dæmis lenti Sunna Rannveig Davíðsdóttir fimm sinnum í því á síðasta ári að sá sem hún átti að berjast við hætti við,“ segir Haraldur. „Þetta er mjög pirrandi fyrir okkur hérna á Íslandi því við erum ekkert að keyra í næsta bæ til að berjast. Við þurfum að panta flugmiða fyrir bardagafólkið okkar og þeir eru dýrir jafnvel þó maður panti með góðum fyrirvara.“Gunnar Nelson hefur náð miklum árangri og orðspor hans og Mjölnis gerir aðra hrædda.vísir/gettyMjölnir hefur náð miklum árangri sem bardagafélag á skömmum tíma, en þar æfa nú 1.200 manns. Aðalstjarnan er vitaskuld Gunnar Nelson sem er á meðal bestu veltivigtarbardagakappa heims. Haraldur birtir á Facebook-síðu sinni nokkur nafnlaus skilaboð frá mönnum sem vilja fá íslensku kappana í Mjölni til að berjast á sínum bardagakvöldum. „Sæll vinur, gengur svolítið illa með þetta. Ekkert félag vill berjast við þína menn,“ segir einn. „Já, bróðir. Þetta er alveg galið en þegar ég minnist á Mjölni er eins og menn skelli bara á,“ segir annar. „Sæll, Halli. Það hafa nokkrir verið að gæla við að bóka þína menn en þeir lenda í sömu vandræðum og við þegar minnst er á Mjölni. Önnur félög vilja ekki berjast við víkingana frá Íslandi,“ segir enn annar og hann er ekki sá einni sem talar um víkingana. „Öll félög sem ég hef talað við virðast bara vera að leita að auðveldum bardögum. Þeir eru allavega skíthræddir við víkingana í Mjölni.“ Danny Mitchell, breskur bardagakappi sem sér um að bóka menn á bardagakvöld, segir mikið til í orðum Haraldar. Hann hefur lent í miklum vandræðum með að finna menn til að berjast við Mjölnisfólkið. „Baradagafélög fá á sig visst orðspor og menn vilja ekki berjast gegn svona ógnvekjandi félögum. Þeir búa til afsakanir. Þeir vilja bara auðvelda bardaga og vilja ekki að berjast gegn bardagamönnum frá félögum með gott orðspor,“ segir Mitchell við Fightland. „Þeir horfa á Gunnar Nelson og halda að allir sem æfa hjá Mjölni séu einhverskonar spegilmynd af honum sem verða ekki stöðvaðir. Ég hef lent í þessu með mitt fólk líka. Þetta er leiðinlegt.“ Svo virðist þó sem bardagar gætu verið handan við hornið hjá Mjölnisfólkinu því Finni að nafni Joona Pylkäs svarar Haraldi Nelson á Facebook og segir: „Halli, vinsamlegast sendu mér lista yfir bardagakappana hjá Mjölni. Við skulum reyna að finna bardaga fyrir ykkar fólk hérna. MMA Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Fleiri fréttir Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust Sjá meira
„Ég verð bara að segja, að það er alveg fáránlegt hversu mörg MMA-félög eru bara að leita að auðveldum bardögum fyrir bardagakappana sína og ætla sér í raun aldrei að berjast þegar þeir hafa samþykkt að berjast.“ Þetta segir Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður bardagastjörnunnar Gunnars Nelson, í löngum reiðipistli á Facebook-síðu sinni sem MMA-vefsíðan Fightland tekur upp. Haraldur kvartar sáran yfir því að fá enga bardaga fyrir íslensku krakkana í Mjölni og segir mörg MMA-félög einfaldlega vera að leita að bardögum sem þeirra kappar vinni örugglega. „Félög hafa verið að biðja um mun reyndari bardagamenn en þá sem við bjóðum upp á en samt sem áður þora þeir ekki að berjast. Til dæmis lenti Sunna Rannveig Davíðsdóttir fimm sinnum í því á síðasta ári að sá sem hún átti að berjast við hætti við,“ segir Haraldur. „Þetta er mjög pirrandi fyrir okkur hérna á Íslandi því við erum ekkert að keyra í næsta bæ til að berjast. Við þurfum að panta flugmiða fyrir bardagafólkið okkar og þeir eru dýrir jafnvel þó maður panti með góðum fyrirvara.“Gunnar Nelson hefur náð miklum árangri og orðspor hans og Mjölnis gerir aðra hrædda.vísir/gettyMjölnir hefur náð miklum árangri sem bardagafélag á skömmum tíma, en þar æfa nú 1.200 manns. Aðalstjarnan er vitaskuld Gunnar Nelson sem er á meðal bestu veltivigtarbardagakappa heims. Haraldur birtir á Facebook-síðu sinni nokkur nafnlaus skilaboð frá mönnum sem vilja fá íslensku kappana í Mjölni til að berjast á sínum bardagakvöldum. „Sæll vinur, gengur svolítið illa með þetta. Ekkert félag vill berjast við þína menn,“ segir einn. „Já, bróðir. Þetta er alveg galið en þegar ég minnist á Mjölni er eins og menn skelli bara á,“ segir annar. „Sæll, Halli. Það hafa nokkrir verið að gæla við að bóka þína menn en þeir lenda í sömu vandræðum og við þegar minnst er á Mjölni. Önnur félög vilja ekki berjast við víkingana frá Íslandi,“ segir enn annar og hann er ekki sá einni sem talar um víkingana. „Öll félög sem ég hef talað við virðast bara vera að leita að auðveldum bardögum. Þeir eru allavega skíthræddir við víkingana í Mjölni.“ Danny Mitchell, breskur bardagakappi sem sér um að bóka menn á bardagakvöld, segir mikið til í orðum Haraldar. Hann hefur lent í miklum vandræðum með að finna menn til að berjast við Mjölnisfólkið. „Baradagafélög fá á sig visst orðspor og menn vilja ekki berjast gegn svona ógnvekjandi félögum. Þeir búa til afsakanir. Þeir vilja bara auðvelda bardaga og vilja ekki að berjast gegn bardagamönnum frá félögum með gott orðspor,“ segir Mitchell við Fightland. „Þeir horfa á Gunnar Nelson og halda að allir sem æfa hjá Mjölni séu einhverskonar spegilmynd af honum sem verða ekki stöðvaðir. Ég hef lent í þessu með mitt fólk líka. Þetta er leiðinlegt.“ Svo virðist þó sem bardagar gætu verið handan við hornið hjá Mjölnisfólkinu því Finni að nafni Joona Pylkäs svarar Haraldi Nelson á Facebook og segir: „Halli, vinsamlegast sendu mér lista yfir bardagakappana hjá Mjölni. Við skulum reyna að finna bardaga fyrir ykkar fólk hérna.
MMA Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Fleiri fréttir Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust Sjá meira