Bjarni Benediktsson segir að endurskoða þurfi verklag við fjárlagagerðina Birgir Olgeirsson skrifar 20. desember 2015 14:05 Tillögur ríkisstjórnarinnar um breytingar á fjárlögum komu of seint inn í þingið og gögn voru of seint lögð fram. Þetta segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, en hann er á þeirri skoðun að endurskoða þurfi verklag við fjárlagagerðina í þinginu. Ekki sé eðlilegt að umræðan um fjárlagafrumvarpið hafi tekið jafn langan tíma og raun ber vitni. Fjárlagafrumvarpið var afgreitt að lokinni þriðju umræðu á sjöunda tímanum í gærkvöldi og þingstörfum lauk svo á áttunda tímanum og eru þingmenn farnir í jólafrí. Bjarni sagði undir þriðju umræðu um fjárlagafrumvarpið að ákveðin mistök hefðu verið gerð sem varð til þess að fjárlagavinnan dróst jafn mikið á langinn og raun ber vitni. „Tillögur ríkisstjórnarinnar komu of seint inn í þingið en það breytir því svo sem ekki að það hefði ekki þurft að hafa þau áhrif að umræðan yrði hundrað klukkustunda löng. Það er meira spurningum um samkomulag. Og það er með svo margt hérna í þinginu að við getum skrifað okkur frá hlutum endalaust og sett reglur, skrifað inn í þingsköpin hvernig hlutirnir eiga að ganga fram en þegar allt kemur til alls þá er það viljinn til þess að halda utan um ákveðna hluti, eins og þessa sem ræður úrslitum.“ Bjarni sagðist ekki neita því að gögn hefðu komið of seint fram en breyta þyrfti verklagi í þinginu. „Ég nefni hér sem dæmi atkvæðaskýringar við aðra umræðu. Ég held að þingflokkarnir ættu að tala sig betur saman um það fyrir atkvæðagreiðsluna þannig að hún taki ekki átta klukkutíma eða sex, sjö klukkustundir eins og hún gerði að þessu sinni. Það er algjörlega óeðlilegt og það er óþarfi.“ Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Sjá meira
Tillögur ríkisstjórnarinnar um breytingar á fjárlögum komu of seint inn í þingið og gögn voru of seint lögð fram. Þetta segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, en hann er á þeirri skoðun að endurskoða þurfi verklag við fjárlagagerðina í þinginu. Ekki sé eðlilegt að umræðan um fjárlagafrumvarpið hafi tekið jafn langan tíma og raun ber vitni. Fjárlagafrumvarpið var afgreitt að lokinni þriðju umræðu á sjöunda tímanum í gærkvöldi og þingstörfum lauk svo á áttunda tímanum og eru þingmenn farnir í jólafrí. Bjarni sagði undir þriðju umræðu um fjárlagafrumvarpið að ákveðin mistök hefðu verið gerð sem varð til þess að fjárlagavinnan dróst jafn mikið á langinn og raun ber vitni. „Tillögur ríkisstjórnarinnar komu of seint inn í þingið en það breytir því svo sem ekki að það hefði ekki þurft að hafa þau áhrif að umræðan yrði hundrað klukkustunda löng. Það er meira spurningum um samkomulag. Og það er með svo margt hérna í þinginu að við getum skrifað okkur frá hlutum endalaust og sett reglur, skrifað inn í þingsköpin hvernig hlutirnir eiga að ganga fram en þegar allt kemur til alls þá er það viljinn til þess að halda utan um ákveðna hluti, eins og þessa sem ræður úrslitum.“ Bjarni sagðist ekki neita því að gögn hefðu komið of seint fram en breyta þyrfti verklagi í þinginu. „Ég nefni hér sem dæmi atkvæðaskýringar við aðra umræðu. Ég held að þingflokkarnir ættu að tala sig betur saman um það fyrir atkvæðagreiðsluna þannig að hún taki ekki átta klukkutíma eða sex, sjö klukkustundir eins og hún gerði að þessu sinni. Það er algjörlega óeðlilegt og það er óþarfi.“
Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Sjá meira