Skora á stjórnvöld að tryggja vernd flóttabarna sem annarra barna Atli Ísleifsson skrifar 11. desember 2015 19:17 Í áskoruninni segir að öll börn, flóttabörn jafnt sem önnur börn, eigi ávallt að njóta réttinda og verndar. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/GVA Forsvarsmenn Þroskahjálpar, Barnaheilla, ADHD samtakanna, Sjónarhóls og Umhyggju hafa ritað undir áskorun til stjórnvalda um „að fara að lögum, virða mannréttindi og tryggja vernd allra barna, ekki síst flóttabarna, langveikra og fatlaðra barna.“ Í tilkynningu frá samtökunum er vísað í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem lögfestur var á Íslandi 2013, þar sem kveðið sé á um „afar mikilvæg mannréttindi sem öll börn skulu njóta sem og skyldur ríkja til að veita þeim vernd og forgangsraða í þágu barna.“ Samningurinn áréttar þá meginreglu sem einnig er viðurkennd í íslenskum lögum að stjórnvöld skuli í ákvörðunum sínum og aðgerðum sem varða börn ávallt hafa að leiðarljósi það sem er börnunum fyrir bestu. Samkvæmt sáttmálanum eiga börn sjálfstæð réttindi og ber yfirvöldum að virða þau. „Í 22. gr. Barnasáttmálans eru sérstök ákvæði varðandi skyldur ríkja til að tryggja börnum sem leita eftir réttarstöðu sem flóttamenn, hvort sem það er í fylgd foreldra eða annarra eða ekki. Þau eiga rétt á að fá „viðeigandi vernd og mannúðlega aðstoð við að nýta sér þau réttindi sem við eiga og kveðið er á um í samningi þessum og og öðrum alþjóðlegum löggerningum á sviði mannréttinda- eða mannúðarmála sem ríki þau er um ræðir eiga aðild að.“ Í 24. gr. barnasáttmálans er kveðið á um viðurkenningu ríkja á rétti barns „til að njóta besta heilsufars sem hægt er að tryggja, og aðstöðu til læknismeðferðar og endurhæfingar.“ Í 23. gr. barnasáttmálans er mælt fyrir um réttindi fatlaðra barna og skyldur ríkja til að veita þeim fullnægjandi vernd og stuðning. Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem íslenska ríkið vinnur nú að fullgildingu á, eru ýmis ákvæði er varða mannréttindi fatlaðra barna og skyldur ríkja til að veita þeim margvíslega og fullnægjandi vernd og stuðning. Í 7. gr. samningsins eru sérstaklega áréttuð ýmis réttindi fatlaðra barna og skyldur ríkja til að tryggja að þau fái notið þeirra. Við undirrituð skorum á hlutaðeigandi stjórnvöld að fara að lögum, virða ofangreind ákvæði og gæta sérstaklega að þeim skyldum sem af þeim leiða í allri meðferð mála og ákvarðanatöku er varðar börn. Samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem Ísland hefur lögfest skal ávallt hafa það sem barni er fyrir bestu að leiðarljósi þegar ákvarðanir eru teknar í málefnum þess. Öll börn, flóttabörn jafnt sem önnur börn, eiga ávallt að njóta þessara réttinda og verndar,“ segir í tilkynningunni. Undir áskorunina rita þau Bryndís Snæbjörndóttir, formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar, Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar, Elín H. Hinriksdóttir, formaður ADHD samtakanna, Þröstur Emilsson, framkvæmdastjóri ADHD samtakanna, María Hildiþórsdóttir, framkvæmdastjóri Sjónarhóls ráðgjafamiðstöðvar, Guðmundur Björgvin Gylfason, formaður Umhyggju, Ragna Marinósdóttir, framkvæmdastjóri Umhyggju, Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi og Kolbrún Baldursdóttir, formaður Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. Tengdar fréttir Útlendingastofnun: Gæði heilbrigðiskerfisins í Albaníu minni en í öðrum Evrópuríkjum Stofnunin hefur tekið saman gögn um heilbrigðiskerfið í Albaníu í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um aðstæður í Albaníu. 11. desember 2015 17:32 „Megum einfaldlega ekki senda fólk út í aðstæður sem eru lífshættulegar fyrir það“ Kristín María Gunnarsdóttir, staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar, segir ekkert benda til þess að meðferðir við þeim sjúkdómum sem tveir albanskir drengir glíma við séu ekki til staðar í heimalandi þeirra, en þeim var báðum vísað frá Íslandi í vikunni. 11. desember 2015 14:21 Aðstæður í Albaníu óboðlegar börnum Brottvísun tveggja albanskra fjölskyldna hefur vakið mikla reiði í samfélaginu síðastliðinn sólarhring. Sérstaklega vegna veikinda tveggja ungra drengja. Í annað sinn á hálfu ári er flugvél leigð undir hóp albanskra hælisleitenda til að senda þá úr landi. 11. desember 2015 14:00 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Forsvarsmenn Þroskahjálpar, Barnaheilla, ADHD samtakanna, Sjónarhóls og Umhyggju hafa ritað undir áskorun til stjórnvalda um „að fara að lögum, virða mannréttindi og tryggja vernd allra barna, ekki síst flóttabarna, langveikra og fatlaðra barna.“ Í tilkynningu frá samtökunum er vísað í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem lögfestur var á Íslandi 2013, þar sem kveðið sé á um „afar mikilvæg mannréttindi sem öll börn skulu njóta sem og skyldur ríkja til að veita þeim vernd og forgangsraða í þágu barna.“ Samningurinn áréttar þá meginreglu sem einnig er viðurkennd í íslenskum lögum að stjórnvöld skuli í ákvörðunum sínum og aðgerðum sem varða börn ávallt hafa að leiðarljósi það sem er börnunum fyrir bestu. Samkvæmt sáttmálanum eiga börn sjálfstæð réttindi og ber yfirvöldum að virða þau. „Í 22. gr. Barnasáttmálans eru sérstök ákvæði varðandi skyldur ríkja til að tryggja börnum sem leita eftir réttarstöðu sem flóttamenn, hvort sem það er í fylgd foreldra eða annarra eða ekki. Þau eiga rétt á að fá „viðeigandi vernd og mannúðlega aðstoð við að nýta sér þau réttindi sem við eiga og kveðið er á um í samningi þessum og og öðrum alþjóðlegum löggerningum á sviði mannréttinda- eða mannúðarmála sem ríki þau er um ræðir eiga aðild að.“ Í 24. gr. barnasáttmálans er kveðið á um viðurkenningu ríkja á rétti barns „til að njóta besta heilsufars sem hægt er að tryggja, og aðstöðu til læknismeðferðar og endurhæfingar.“ Í 23. gr. barnasáttmálans er mælt fyrir um réttindi fatlaðra barna og skyldur ríkja til að veita þeim fullnægjandi vernd og stuðning. Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem íslenska ríkið vinnur nú að fullgildingu á, eru ýmis ákvæði er varða mannréttindi fatlaðra barna og skyldur ríkja til að veita þeim margvíslega og fullnægjandi vernd og stuðning. Í 7. gr. samningsins eru sérstaklega áréttuð ýmis réttindi fatlaðra barna og skyldur ríkja til að tryggja að þau fái notið þeirra. Við undirrituð skorum á hlutaðeigandi stjórnvöld að fara að lögum, virða ofangreind ákvæði og gæta sérstaklega að þeim skyldum sem af þeim leiða í allri meðferð mála og ákvarðanatöku er varðar börn. Samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem Ísland hefur lögfest skal ávallt hafa það sem barni er fyrir bestu að leiðarljósi þegar ákvarðanir eru teknar í málefnum þess. Öll börn, flóttabörn jafnt sem önnur börn, eiga ávallt að njóta þessara réttinda og verndar,“ segir í tilkynningunni. Undir áskorunina rita þau Bryndís Snæbjörndóttir, formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar, Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar, Elín H. Hinriksdóttir, formaður ADHD samtakanna, Þröstur Emilsson, framkvæmdastjóri ADHD samtakanna, María Hildiþórsdóttir, framkvæmdastjóri Sjónarhóls ráðgjafamiðstöðvar, Guðmundur Björgvin Gylfason, formaður Umhyggju, Ragna Marinósdóttir, framkvæmdastjóri Umhyggju, Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi og Kolbrún Baldursdóttir, formaður Barnaheilla – Save the Children á Íslandi.
Tengdar fréttir Útlendingastofnun: Gæði heilbrigðiskerfisins í Albaníu minni en í öðrum Evrópuríkjum Stofnunin hefur tekið saman gögn um heilbrigðiskerfið í Albaníu í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um aðstæður í Albaníu. 11. desember 2015 17:32 „Megum einfaldlega ekki senda fólk út í aðstæður sem eru lífshættulegar fyrir það“ Kristín María Gunnarsdóttir, staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar, segir ekkert benda til þess að meðferðir við þeim sjúkdómum sem tveir albanskir drengir glíma við séu ekki til staðar í heimalandi þeirra, en þeim var báðum vísað frá Íslandi í vikunni. 11. desember 2015 14:21 Aðstæður í Albaníu óboðlegar börnum Brottvísun tveggja albanskra fjölskyldna hefur vakið mikla reiði í samfélaginu síðastliðinn sólarhring. Sérstaklega vegna veikinda tveggja ungra drengja. Í annað sinn á hálfu ári er flugvél leigð undir hóp albanskra hælisleitenda til að senda þá úr landi. 11. desember 2015 14:00 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Útlendingastofnun: Gæði heilbrigðiskerfisins í Albaníu minni en í öðrum Evrópuríkjum Stofnunin hefur tekið saman gögn um heilbrigðiskerfið í Albaníu í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um aðstæður í Albaníu. 11. desember 2015 17:32
„Megum einfaldlega ekki senda fólk út í aðstæður sem eru lífshættulegar fyrir það“ Kristín María Gunnarsdóttir, staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar, segir ekkert benda til þess að meðferðir við þeim sjúkdómum sem tveir albanskir drengir glíma við séu ekki til staðar í heimalandi þeirra, en þeim var báðum vísað frá Íslandi í vikunni. 11. desember 2015 14:21
Aðstæður í Albaníu óboðlegar börnum Brottvísun tveggja albanskra fjölskyldna hefur vakið mikla reiði í samfélaginu síðastliðinn sólarhring. Sérstaklega vegna veikinda tveggja ungra drengja. Í annað sinn á hálfu ári er flugvél leigð undir hóp albanskra hælisleitenda til að senda þá úr landi. 11. desember 2015 14:00