Telja að Ístex sitji að milljónatuga ríkisstyrk Ingvar Haraldsson skrifar 16. nóvember 2015 07:00 Ístex vinnur nær alla ull sem fæst af sauðfé hér á landi. vísir/gva Ríkisstuðningur sem fyrirtækið Ístex hefur fengið fyrir að safna ull frá sauðfjárbændum er gagnrýndur í nýrri skýrslu um sauðfjárræktarsamninginn. Styrkir til Ístex frá ríkinu hafa numið tæplega 200 milljónum króna á árunum 2013 til 2015. Upphæðin nemur 15% af þeim styrkjum sem ríkið úthlutar vegna ullarnýtingar, um 440 milljónum króna á fjárlögum þessa árs. Styrkirnir eru auglýstir til umsóknar einu sinni á ári en skilyrðin fyrir veitingu þeirra eru sögð svo þröng að það gefi ástæðu til að álykta að þau séu beinlínis ætluð til að halda öðrum frá en Ístex. Til að eiga möguleika á styrknum þarf fyrirtækið að bjóðast til að kaupa alla ull af íslenskum sauðfjárbændum, þvo að lágmarki 30 prósent hennar hér á landi og búa til úr þeim hluta band eða lopa. „Nýtt fyrirtæki þyrfti t.d. að hafa aðgang að ullarþvottastöð hérlendis en ein er starfandi og er í eigu Ístex,“ segir í skýrslunni sem Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri vann fyrir atvinnuvegaráðuneytið. Guðjón Kristinsson, framkvæmdastjóri Ístex, segir bændur ekki skylduga til að selja fyrirtækinu ull. Þá geti hver sem er komið sér upp sömu tólum og tækjum og Ístex. „Ef þú kemur þér upp aðstöðu til þess að vinna úr ullinni þá getur hver sem er gert það,“ segir Guðjón. Hann segir tilgang fyrirkomulagsins hafa vera að tryggja að ullariðnaðurinn fái nýtilegt hráefni.Guðjón Kristinsson framkvæmdastjóri ÍstexÍstex er eina fyrirtækið sem sótt hefur um styrkinn frá því að núverandi fyrirkomulagi var komið á árið 2013. Í skýrslunni er bent á að ekki sé hægt að útiloka að önnur fyrirtæki hafi áhuga á að taka við ull frá bændum á hluta landsins og vinna hana hér á landi eða flytja úr landi til vinnslu. Í skýrslunni er lagt til að ríkið styrki bændur beint og þeir selji afurðir sínar svo á markaði. Því fé sem nú renni til Ístex mætti bæta við stuðninginn til bænda. Þetta hugnast Guðjóni illa. „Stuðningurinn þarf að fara eftir þeim gæðum sem bóndinn skilar. Ef þeir eiga að fá ríkisstuðning vegna ullarviðskipta óháð gæðum þá segir það sig sjálft að það myndi enginn hugsa um gæðin lengur,“ segir hann. Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Ríkisstuðningur sem fyrirtækið Ístex hefur fengið fyrir að safna ull frá sauðfjárbændum er gagnrýndur í nýrri skýrslu um sauðfjárræktarsamninginn. Styrkir til Ístex frá ríkinu hafa numið tæplega 200 milljónum króna á árunum 2013 til 2015. Upphæðin nemur 15% af þeim styrkjum sem ríkið úthlutar vegna ullarnýtingar, um 440 milljónum króna á fjárlögum þessa árs. Styrkirnir eru auglýstir til umsóknar einu sinni á ári en skilyrðin fyrir veitingu þeirra eru sögð svo þröng að það gefi ástæðu til að álykta að þau séu beinlínis ætluð til að halda öðrum frá en Ístex. Til að eiga möguleika á styrknum þarf fyrirtækið að bjóðast til að kaupa alla ull af íslenskum sauðfjárbændum, þvo að lágmarki 30 prósent hennar hér á landi og búa til úr þeim hluta band eða lopa. „Nýtt fyrirtæki þyrfti t.d. að hafa aðgang að ullarþvottastöð hérlendis en ein er starfandi og er í eigu Ístex,“ segir í skýrslunni sem Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri vann fyrir atvinnuvegaráðuneytið. Guðjón Kristinsson, framkvæmdastjóri Ístex, segir bændur ekki skylduga til að selja fyrirtækinu ull. Þá geti hver sem er komið sér upp sömu tólum og tækjum og Ístex. „Ef þú kemur þér upp aðstöðu til þess að vinna úr ullinni þá getur hver sem er gert það,“ segir Guðjón. Hann segir tilgang fyrirkomulagsins hafa vera að tryggja að ullariðnaðurinn fái nýtilegt hráefni.Guðjón Kristinsson framkvæmdastjóri ÍstexÍstex er eina fyrirtækið sem sótt hefur um styrkinn frá því að núverandi fyrirkomulagi var komið á árið 2013. Í skýrslunni er bent á að ekki sé hægt að útiloka að önnur fyrirtæki hafi áhuga á að taka við ull frá bændum á hluta landsins og vinna hana hér á landi eða flytja úr landi til vinnslu. Í skýrslunni er lagt til að ríkið styrki bændur beint og þeir selji afurðir sínar svo á markaði. Því fé sem nú renni til Ístex mætti bæta við stuðninginn til bænda. Þetta hugnast Guðjóni illa. „Stuðningurinn þarf að fara eftir þeim gæðum sem bóndinn skilar. Ef þeir eiga að fá ríkisstuðning vegna ullarviðskipta óháð gæðum þá segir það sig sjálft að það myndi enginn hugsa um gæðin lengur,“ segir hann.
Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira