Innlent

Tímabili olíu og kola að ljúka

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Markmið bandalagsins er að halda hlýnun innan við 1,5 gráður.
Markmið bandalagsins er að halda hlýnun innan við 1,5 gráður. Fréttablaðið/GVA
Nýr loftlagssamningur boðar að tímabili olíu og kola er að ljúka og endurnýjanlegir orkugjafar verða að leysa mengandi orkugjafa af hólmi. Þetta segir formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands og að strax á næsta ári verði byrjað að vinna að markmiðum samningsins.

Sögulegt samkomulag náðist á loftlagsráðstefnunni í París í Frakklandi í gær þegar nýr loftlagssamningur var samþykktur. Eitt hundrað níutíu og fimm þjóðir samþykktu samninginn en tilgangur hans er að reyna að stemma stigu við hlýnun jarðar. Þannig felur samningurinn í sér að halda á hlýnun jarðar innan við 2 gráður og helst ekki meiri en 1,5 gráða. Þá á útblástur gróðurhúsalofttegunda að ná hámarki sem fyrst og í framhaldinu á að draga hratt úr honum.

„Þetta boðar það fyrir fyrir bæði fyrirtæki og einstök lönd að tímabil olíu og kola er á leiðinni út. Það verða að koma til sögunnar endurnýjanlegir orkugjafar til þess að leysa þessa mengandi orkugjafa af hólmi og fyrirtæki sérstaklega verða nú að sjá fyrir sér framtíð þar sem þau leggja sitt til. Það er ekki hægt að halda áfram eins og þau hafa gert með nýtingu olíu og kola,“ segir Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands er í París. Þá segir að hann strax á nýju ári verði farið að vinna að markmiðum samningsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×