Þrjú um tvítugt í tveggja vikna einangrun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. október 2015 15:04 Þremenningarnir voru handteknir við Kirkjubæjarklaustur. Vísir/Pjetur Ungmennin þrjú sem lögregla á Suðurlandi handtók þann 8. október síðastliðinn vegna gruns um fjölda innbrota í tveggja daga leiðangri um Suðurlandið hafa verið úrskurðuð í gæsluvarðhald og einangrun til 23. október næstkomandi. Verjendur allra þriggja mótmæltu úrskurði Héraðsdómi Suðurlands og áfrýjuðu honum. Hæstiréttur hefur hins vegar staðfest gæsluvarðhaldið og einangrunina.Mennirnir eru nítján og tuttugu ára og voru handteknir á á Kirkjubæjarklaustri á stolnum pallbíl sem talið er að hafi verið notaður til að flytja þýfið í sumarbústað. Mikið magn þýfis fannst í bílnum og sömuleiðis í sumarbústað, skammt frá Kirkjubæjarklausti þar sem þriðji aðilinn, nítján ára stúlka, fannst sofandi. Þremenningarnir eru grunaðir um að hafa stolið bílnum í Reykjavík og lagt af stað þann 7. október í innbrotaleiðangur um Suðurland þar sem meðal annars var komið við í apótekinu á Hellu, Beinaverksmiðjunni í Flóanum fyrir austan Selfoss, hóteli í Drangshlíð, sjoppu við Landvegamót og sumarbústað við Kirkjubæjarklaustur.Pallbíllinn sem stolið var í Reykjavík.Enn berast ábendingar Ekki reyndist unnt að yfirheyra þremenningana daginn sem þau voru handtekin þar sem þau voru í vímu. Lögregla færir rök fyrir því í gæsluvarðhalds- og einangrunarkröfu sinni að rannsókn sé á frumstigi. Innbrotin hafi mörg hver verið í sumarbústaði og líkur séu á að um fleiri innbrot sé að ræða. Eigendur bústaðanna hafi hreinlega ekki áttað sig á þeim enn þá. Lögreglu berist enn ábendingar um innbrot. Telur lögregla að þremenningarnir geti skotið undan þýfi, samræmt framburð sinn og þannig torveldað rannsókninni. Öll eiga sakaferil að baki og hefur annar mannanna rofið skilorð með brotum sínum. Þykir ljóst að hann fái óskilorðsbundinn dóm verði hann fundinn sekur. Verjendur kröfðust þess allir að gæsluvarðhaldsúrskurðurinn yrði felldur úr gildi en til vara að gæsluvarðhaldi yrði markaður skemmri tími. Þurfa þau öll að sæta einangrun til 23. október. Tengdar fréttir Tveir menn handteknir grunaðir um innbrotafaraldur á Suðurlandi „Það er allt Suðurlandið sem liggur undir.“ 8. október 2015 15:31 Þrjú ungmenni í gæsluvarðhaldi grunuð um innbrotaleiðangur um Suðurland Fólkið er nítján og tuttugu ára. Lögreglu berast enn tilkynningar um innbrot á leið þremenninganna um Suðurlandið. 9. október 2015 19:31 Leita að stolnum bíl sem grunur leikur á að hafi verið notaður í innbrot Lögreglan á Suðurlandi lýsir eftir bíl sem stolið var í Reykajvík í nótt. 8. október 2015 13:50 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Ungmennin þrjú sem lögregla á Suðurlandi handtók þann 8. október síðastliðinn vegna gruns um fjölda innbrota í tveggja daga leiðangri um Suðurlandið hafa verið úrskurðuð í gæsluvarðhald og einangrun til 23. október næstkomandi. Verjendur allra þriggja mótmæltu úrskurði Héraðsdómi Suðurlands og áfrýjuðu honum. Hæstiréttur hefur hins vegar staðfest gæsluvarðhaldið og einangrunina.Mennirnir eru nítján og tuttugu ára og voru handteknir á á Kirkjubæjarklaustri á stolnum pallbíl sem talið er að hafi verið notaður til að flytja þýfið í sumarbústað. Mikið magn þýfis fannst í bílnum og sömuleiðis í sumarbústað, skammt frá Kirkjubæjarklausti þar sem þriðji aðilinn, nítján ára stúlka, fannst sofandi. Þremenningarnir eru grunaðir um að hafa stolið bílnum í Reykjavík og lagt af stað þann 7. október í innbrotaleiðangur um Suðurland þar sem meðal annars var komið við í apótekinu á Hellu, Beinaverksmiðjunni í Flóanum fyrir austan Selfoss, hóteli í Drangshlíð, sjoppu við Landvegamót og sumarbústað við Kirkjubæjarklaustur.Pallbíllinn sem stolið var í Reykjavík.Enn berast ábendingar Ekki reyndist unnt að yfirheyra þremenningana daginn sem þau voru handtekin þar sem þau voru í vímu. Lögregla færir rök fyrir því í gæsluvarðhalds- og einangrunarkröfu sinni að rannsókn sé á frumstigi. Innbrotin hafi mörg hver verið í sumarbústaði og líkur séu á að um fleiri innbrot sé að ræða. Eigendur bústaðanna hafi hreinlega ekki áttað sig á þeim enn þá. Lögreglu berist enn ábendingar um innbrot. Telur lögregla að þremenningarnir geti skotið undan þýfi, samræmt framburð sinn og þannig torveldað rannsókninni. Öll eiga sakaferil að baki og hefur annar mannanna rofið skilorð með brotum sínum. Þykir ljóst að hann fái óskilorðsbundinn dóm verði hann fundinn sekur. Verjendur kröfðust þess allir að gæsluvarðhaldsúrskurðurinn yrði felldur úr gildi en til vara að gæsluvarðhaldi yrði markaður skemmri tími. Þurfa þau öll að sæta einangrun til 23. október.
Tengdar fréttir Tveir menn handteknir grunaðir um innbrotafaraldur á Suðurlandi „Það er allt Suðurlandið sem liggur undir.“ 8. október 2015 15:31 Þrjú ungmenni í gæsluvarðhaldi grunuð um innbrotaleiðangur um Suðurland Fólkið er nítján og tuttugu ára. Lögreglu berast enn tilkynningar um innbrot á leið þremenninganna um Suðurlandið. 9. október 2015 19:31 Leita að stolnum bíl sem grunur leikur á að hafi verið notaður í innbrot Lögreglan á Suðurlandi lýsir eftir bíl sem stolið var í Reykajvík í nótt. 8. október 2015 13:50 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Tveir menn handteknir grunaðir um innbrotafaraldur á Suðurlandi „Það er allt Suðurlandið sem liggur undir.“ 8. október 2015 15:31
Þrjú ungmenni í gæsluvarðhaldi grunuð um innbrotaleiðangur um Suðurland Fólkið er nítján og tuttugu ára. Lögreglu berast enn tilkynningar um innbrot á leið þremenninganna um Suðurlandið. 9. október 2015 19:31
Leita að stolnum bíl sem grunur leikur á að hafi verið notaður í innbrot Lögreglan á Suðurlandi lýsir eftir bíl sem stolið var í Reykajvík í nótt. 8. október 2015 13:50