
Þetta er í fyrsta sinn sem Erling tekur þátt í verkefni líkt og Bleika slaufan er og segir hann að í byrjun hafi hann ekki verið viss um að rétt hugmynd myndi koma til hans. „Svo í mikilli golu einn daginn gekk ég fyrir horn og hugmyndin var allt í einu mætt. Slaufan sem ég hannaði táknar okkur öll sem getum auðvitað þurft á aðstoð að halda þegar á móti blæs“, segir hann.
Sala á bleiku slaufunni hefst á morgun og eins verður Bleika boðið í Hafnarhúsinu Listasafni Íslands annað kvöld. Frekari upplýsingar um boðið má finna hér.