Kom út úr skápnum á Facebook: „Veit um tvo sem hafa komið út eftir myndbandið“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 23. september 2015 11:15 „Ef ég hefði sett inn einhvern langan status eða slíkt þá er ég ekkert viss um að þetta hefði náð til jafnmargra,“ segir Guðmundur Kári Þorgrímsson. Um helgina setti hann netið á hliðina er hann setti myndband inn á Facebook síðu sína þar sem hann tilkynnti að hann væri hommi. Guðmundur er sextán ára og hóf í haust nám við Verkmenntaskólann á Akureyri. Hann frá sveitabæ skammt frá Búðardal sem heitir Erpstaðir. Hann var gestur í Morgunþættinum á FM957 í morgun þar sem hann ræddi um myndbandið. „Ég vildi bara koma út og ég vildi líka að aðrir kæmu út og væru heiðarlegir við sjálfa sig,“ segir Guðmundur Kári. Áður en hann setti myndbandið á netið hafði hann aðeins sagt fjölskyldu og nánustu vinum sínum frá þessu. „Ein vinkona mín sagði reyndar að hún hefði eiginlega vitað þetta.“ Þegar þetta er skrifað hefur verið horft á myndbandið rúmlega 77 þúsund sinnum, ríflega 3.200 hafa líkað við það og 620 deilt því. Viðbrögðin segir hann að hafi verið gífurleg. „Ég er í losti. Þið getið ekki ímyndað ykkur hve margir hafa haft samband við mig og sagt bara „Gaur, hvernig fórstu að þessu? Mér líður nákvæmlega eins. Hvað á ég að gera?“ Síminn hjá mér hefur eiginlega ekki stoppað og ég veit um allavega tvo sem hafa ákveðið að koma út í kjölfar þessa,“ segir Guðmundur. Myndbandið sem hann setti á vefinn má sjá hér að neðan.ef þið viljið spjalla þá er snap: gummitviburiPosted by Guðmundur Kári Þorgrímsson on Friday, 18 September 2015 Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Fleiri fréttir Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjá meira
„Ef ég hefði sett inn einhvern langan status eða slíkt þá er ég ekkert viss um að þetta hefði náð til jafnmargra,“ segir Guðmundur Kári Þorgrímsson. Um helgina setti hann netið á hliðina er hann setti myndband inn á Facebook síðu sína þar sem hann tilkynnti að hann væri hommi. Guðmundur er sextán ára og hóf í haust nám við Verkmenntaskólann á Akureyri. Hann frá sveitabæ skammt frá Búðardal sem heitir Erpstaðir. Hann var gestur í Morgunþættinum á FM957 í morgun þar sem hann ræddi um myndbandið. „Ég vildi bara koma út og ég vildi líka að aðrir kæmu út og væru heiðarlegir við sjálfa sig,“ segir Guðmundur Kári. Áður en hann setti myndbandið á netið hafði hann aðeins sagt fjölskyldu og nánustu vinum sínum frá þessu. „Ein vinkona mín sagði reyndar að hún hefði eiginlega vitað þetta.“ Þegar þetta er skrifað hefur verið horft á myndbandið rúmlega 77 þúsund sinnum, ríflega 3.200 hafa líkað við það og 620 deilt því. Viðbrögðin segir hann að hafi verið gífurleg. „Ég er í losti. Þið getið ekki ímyndað ykkur hve margir hafa haft samband við mig og sagt bara „Gaur, hvernig fórstu að þessu? Mér líður nákvæmlega eins. Hvað á ég að gera?“ Síminn hjá mér hefur eiginlega ekki stoppað og ég veit um allavega tvo sem hafa ákveðið að koma út í kjölfar þessa,“ segir Guðmundur. Myndbandið sem hann setti á vefinn má sjá hér að neðan.ef þið viljið spjalla þá er snap: gummitviburiPosted by Guðmundur Kári Þorgrímsson on Friday, 18 September 2015
Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Fleiri fréttir Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjá meira