Innlent

Afstaða Framsóknar og flugvallarvina óbreytt

Samúel Karl Ólason skrifar
„Það er miður að hlutverk Rögnunefndarinnar hafi ekki verið að leggja mat á hagkvæmni þess að halda Reykjavíkurflugvelli í núverandi mynd.“
„Það er miður að hlutverk Rögnunefndarinnar hafi ekki verið að leggja mat á hagkvæmni þess að halda Reykjavíkurflugvelli í núverandi mynd.“ Vísir/Pjetur
Framsókn og flugvallarvinir segja afstöðu sína til Reykjavíkurflugvallar vera jafnskýra nú sem áður. Þau styðji áframhaldandi veru Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýrinni í óbreyttri mynd.

„Það er miður að hlutverk Rögnunefndarinnar hafi ekki verið að leggja mat á hagkvæmni þess að halda Reykjavíkurflugvelli í núverandi mynd, heldur aðeins að athuga hvort að önnur flugvallarstæði eða flugvöllur í Vatnsmýri í breyttri mynd kæmu til greina fyrir rekstur innanlandsflugs á höfuðborgarsvæðinu.“

Í tilkynningu frá Framsókn og flugvallarvinum segir að athugun stýrihópsins hafi ekki náð til óbreytts flugvallar í Vatnsmýri. Það hafi verið utan skilgreinds verksviðs nefndarinnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×