Stolt móðir í Reykjavík: „Kári var alveg viss í sinni sök“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. nóvember 2015 12:45 Mæðginin Hildur og Kári á góðri stundu. „Hann tekur mjög vel eftir, bara almennt, svo þetta kom mér svo sem ekki á óvart,“ segir Hildur Einarsdóttir hönnuður og líklega stoltasta mamman í Reykjavík. Eftirtektarsemi sjö ára sonar hennar, Kára Hlíðberg, varð til þess að betur fór en á horfðist þegar eldur kom upp í mannlausri íbúð í fjögurra hæða fjölbýlishúsi við Bergstaðastræti á sjöunda tímanum í gærkvöld.Mæðginin voru á leið í heimsókn á Bergstaðastræti og voru að ganga upp tröppurnar í húsi gegnt húsinu þar sem eldurinn kom upp. „Kári leit út um gluggann og sá að það var eitthvað óvenjulegt,“ segir Hildur. Í viðtali við RÚV sagði sjö ára kappinn frá upplifun sinni. „Svo kom bara sprenging og þá öskraði ég bara: Eldur!“ Hildur bendir á að þótt Kári hafi vissulega staðið sig vel gildi hið sama um fleiri börn í stigaganginum þar sem Kári tók eftir sprengingunni. Allir hafi lagt hönd á plóg og hjálpast að.Fjölmennt lið slökkviliðsmanna var sent á vettvang og gekk greiðlega að slökkva eldinn þökk sé því hve athugull Kári var.Vísir/Anton BrinkÓnothæfir símar Hildur segir þau hin sem þarna voru stödd hafa orðið aðeins óviss um hvað gerst hefði en Kári hefði séð blossann. Þau stóðu við gluggann og rýndu betur í málin. „Kári var alveg viss í sinni sök.“ Í kjölfarið hlupu þau út og hringdu öllum bjöllum í húsinu en ekkert svar barst. Hildur og mamman sem þau mæðginin voru að heimsækja voru hvorug með nothæfan síma. „Sú sem ég var að heimsækja gleymdi sínum síma í vinnunni og ég var með batteríslausan síma. Þetta voru svolítið skrýtnar aðstæður að vera ekki í stöðu til að hringja,“ segir Hildur. Sem betur fer kom þriðja móðirin heim til sín á þessum sama tíma, með símann á sér og rafhlöðu. Var hringt í slökkviliðið um leið.Kári var viss í sinni sök þegar hann horfði út um gluggann og yfir í húsið þar sem eldurinn kviknaði.Fékk tár í augun fyrir hönd íbúanna Kári, sem varð sjö ára í september, fór í viðtal við RÚV í gærkvöld. Óhætt er að segja að hann hafi farið létt með það en sumir eiga það til að verða stressaðir fyrir framan skjáinn og skiptir þá engu á hvaða aldri fólk er. „Ég fékk smá tár í augun og svoleiðis, var leiður fyrir þeirra hönd sem bjuggu þarna,“ sagði Kári í viðtalinu á RÚV. Hildur viðurkennir að hún sé stolt af sínum strák. „Hann kom mér eiginlega á óvart en hann bara lifði sig svo inn í þessa upplifun. Þetta var auðvitað þvílík upplifun fyrir okkur öll,“ segir Hildur. Lærdómur þeirra sé sá að hringja alltaf ef grunur vaknar um að eitthvað óeðlilegt eigi sér stað, líkt og í gærkvöldi. Það hafi þau rætt saman í gærkvöldi þegar slökkvistarfi var lokið. Slökkviliðið kom á vettvang á augabragði eftir að símtalið barst og sem betur fer hafði eldurinn ekki náð mikilli útbreiðslu. Var hann slökktur um klukkan hálf sjö og eru skemmdir í íbúðinni minniháttar miðað við það sem hefði getað orðið. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Fleiri fréttir Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Sjá meira
„Hann tekur mjög vel eftir, bara almennt, svo þetta kom mér svo sem ekki á óvart,“ segir Hildur Einarsdóttir hönnuður og líklega stoltasta mamman í Reykjavík. Eftirtektarsemi sjö ára sonar hennar, Kára Hlíðberg, varð til þess að betur fór en á horfðist þegar eldur kom upp í mannlausri íbúð í fjögurra hæða fjölbýlishúsi við Bergstaðastræti á sjöunda tímanum í gærkvöld.Mæðginin voru á leið í heimsókn á Bergstaðastræti og voru að ganga upp tröppurnar í húsi gegnt húsinu þar sem eldurinn kom upp. „Kári leit út um gluggann og sá að það var eitthvað óvenjulegt,“ segir Hildur. Í viðtali við RÚV sagði sjö ára kappinn frá upplifun sinni. „Svo kom bara sprenging og þá öskraði ég bara: Eldur!“ Hildur bendir á að þótt Kári hafi vissulega staðið sig vel gildi hið sama um fleiri börn í stigaganginum þar sem Kári tók eftir sprengingunni. Allir hafi lagt hönd á plóg og hjálpast að.Fjölmennt lið slökkviliðsmanna var sent á vettvang og gekk greiðlega að slökkva eldinn þökk sé því hve athugull Kári var.Vísir/Anton BrinkÓnothæfir símar Hildur segir þau hin sem þarna voru stödd hafa orðið aðeins óviss um hvað gerst hefði en Kári hefði séð blossann. Þau stóðu við gluggann og rýndu betur í málin. „Kári var alveg viss í sinni sök.“ Í kjölfarið hlupu þau út og hringdu öllum bjöllum í húsinu en ekkert svar barst. Hildur og mamman sem þau mæðginin voru að heimsækja voru hvorug með nothæfan síma. „Sú sem ég var að heimsækja gleymdi sínum síma í vinnunni og ég var með batteríslausan síma. Þetta voru svolítið skrýtnar aðstæður að vera ekki í stöðu til að hringja,“ segir Hildur. Sem betur fer kom þriðja móðirin heim til sín á þessum sama tíma, með símann á sér og rafhlöðu. Var hringt í slökkviliðið um leið.Kári var viss í sinni sök þegar hann horfði út um gluggann og yfir í húsið þar sem eldurinn kviknaði.Fékk tár í augun fyrir hönd íbúanna Kári, sem varð sjö ára í september, fór í viðtal við RÚV í gærkvöld. Óhætt er að segja að hann hafi farið létt með það en sumir eiga það til að verða stressaðir fyrir framan skjáinn og skiptir þá engu á hvaða aldri fólk er. „Ég fékk smá tár í augun og svoleiðis, var leiður fyrir þeirra hönd sem bjuggu þarna,“ sagði Kári í viðtalinu á RÚV. Hildur viðurkennir að hún sé stolt af sínum strák. „Hann kom mér eiginlega á óvart en hann bara lifði sig svo inn í þessa upplifun. Þetta var auðvitað þvílík upplifun fyrir okkur öll,“ segir Hildur. Lærdómur þeirra sé sá að hringja alltaf ef grunur vaknar um að eitthvað óeðlilegt eigi sér stað, líkt og í gærkvöldi. Það hafi þau rætt saman í gærkvöldi þegar slökkvistarfi var lokið. Slökkviliðið kom á vettvang á augabragði eftir að símtalið barst og sem betur fer hafði eldurinn ekki náð mikilli útbreiðslu. Var hann slökktur um klukkan hálf sjö og eru skemmdir í íbúðinni minniháttar miðað við það sem hefði getað orðið.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Fleiri fréttir Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Sjá meira