Stolt móðir í Reykjavík: „Kári var alveg viss í sinni sök“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. nóvember 2015 12:45 Mæðginin Hildur og Kári á góðri stundu. „Hann tekur mjög vel eftir, bara almennt, svo þetta kom mér svo sem ekki á óvart,“ segir Hildur Einarsdóttir hönnuður og líklega stoltasta mamman í Reykjavík. Eftirtektarsemi sjö ára sonar hennar, Kára Hlíðberg, varð til þess að betur fór en á horfðist þegar eldur kom upp í mannlausri íbúð í fjögurra hæða fjölbýlishúsi við Bergstaðastræti á sjöunda tímanum í gærkvöld.Mæðginin voru á leið í heimsókn á Bergstaðastræti og voru að ganga upp tröppurnar í húsi gegnt húsinu þar sem eldurinn kom upp. „Kári leit út um gluggann og sá að það var eitthvað óvenjulegt,“ segir Hildur. Í viðtali við RÚV sagði sjö ára kappinn frá upplifun sinni. „Svo kom bara sprenging og þá öskraði ég bara: Eldur!“ Hildur bendir á að þótt Kári hafi vissulega staðið sig vel gildi hið sama um fleiri börn í stigaganginum þar sem Kári tók eftir sprengingunni. Allir hafi lagt hönd á plóg og hjálpast að.Fjölmennt lið slökkviliðsmanna var sent á vettvang og gekk greiðlega að slökkva eldinn þökk sé því hve athugull Kári var.Vísir/Anton BrinkÓnothæfir símar Hildur segir þau hin sem þarna voru stödd hafa orðið aðeins óviss um hvað gerst hefði en Kári hefði séð blossann. Þau stóðu við gluggann og rýndu betur í málin. „Kári var alveg viss í sinni sök.“ Í kjölfarið hlupu þau út og hringdu öllum bjöllum í húsinu en ekkert svar barst. Hildur og mamman sem þau mæðginin voru að heimsækja voru hvorug með nothæfan síma. „Sú sem ég var að heimsækja gleymdi sínum síma í vinnunni og ég var með batteríslausan síma. Þetta voru svolítið skrýtnar aðstæður að vera ekki í stöðu til að hringja,“ segir Hildur. Sem betur fer kom þriðja móðirin heim til sín á þessum sama tíma, með símann á sér og rafhlöðu. Var hringt í slökkviliðið um leið.Kári var viss í sinni sök þegar hann horfði út um gluggann og yfir í húsið þar sem eldurinn kviknaði.Fékk tár í augun fyrir hönd íbúanna Kári, sem varð sjö ára í september, fór í viðtal við RÚV í gærkvöld. Óhætt er að segja að hann hafi farið létt með það en sumir eiga það til að verða stressaðir fyrir framan skjáinn og skiptir þá engu á hvaða aldri fólk er. „Ég fékk smá tár í augun og svoleiðis, var leiður fyrir þeirra hönd sem bjuggu þarna,“ sagði Kári í viðtalinu á RÚV. Hildur viðurkennir að hún sé stolt af sínum strák. „Hann kom mér eiginlega á óvart en hann bara lifði sig svo inn í þessa upplifun. Þetta var auðvitað þvílík upplifun fyrir okkur öll,“ segir Hildur. Lærdómur þeirra sé sá að hringja alltaf ef grunur vaknar um að eitthvað óeðlilegt eigi sér stað, líkt og í gærkvöldi. Það hafi þau rætt saman í gærkvöldi þegar slökkvistarfi var lokið. Slökkviliðið kom á vettvang á augabragði eftir að símtalið barst og sem betur fer hafði eldurinn ekki náð mikilli útbreiðslu. Var hann slökktur um klukkan hálf sjö og eru skemmdir í íbúðinni minniháttar miðað við það sem hefði getað orðið. Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Sjá meira
„Hann tekur mjög vel eftir, bara almennt, svo þetta kom mér svo sem ekki á óvart,“ segir Hildur Einarsdóttir hönnuður og líklega stoltasta mamman í Reykjavík. Eftirtektarsemi sjö ára sonar hennar, Kára Hlíðberg, varð til þess að betur fór en á horfðist þegar eldur kom upp í mannlausri íbúð í fjögurra hæða fjölbýlishúsi við Bergstaðastræti á sjöunda tímanum í gærkvöld.Mæðginin voru á leið í heimsókn á Bergstaðastræti og voru að ganga upp tröppurnar í húsi gegnt húsinu þar sem eldurinn kom upp. „Kári leit út um gluggann og sá að það var eitthvað óvenjulegt,“ segir Hildur. Í viðtali við RÚV sagði sjö ára kappinn frá upplifun sinni. „Svo kom bara sprenging og þá öskraði ég bara: Eldur!“ Hildur bendir á að þótt Kári hafi vissulega staðið sig vel gildi hið sama um fleiri börn í stigaganginum þar sem Kári tók eftir sprengingunni. Allir hafi lagt hönd á plóg og hjálpast að.Fjölmennt lið slökkviliðsmanna var sent á vettvang og gekk greiðlega að slökkva eldinn þökk sé því hve athugull Kári var.Vísir/Anton BrinkÓnothæfir símar Hildur segir þau hin sem þarna voru stödd hafa orðið aðeins óviss um hvað gerst hefði en Kári hefði séð blossann. Þau stóðu við gluggann og rýndu betur í málin. „Kári var alveg viss í sinni sök.“ Í kjölfarið hlupu þau út og hringdu öllum bjöllum í húsinu en ekkert svar barst. Hildur og mamman sem þau mæðginin voru að heimsækja voru hvorug með nothæfan síma. „Sú sem ég var að heimsækja gleymdi sínum síma í vinnunni og ég var með batteríslausan síma. Þetta voru svolítið skrýtnar aðstæður að vera ekki í stöðu til að hringja,“ segir Hildur. Sem betur fer kom þriðja móðirin heim til sín á þessum sama tíma, með símann á sér og rafhlöðu. Var hringt í slökkviliðið um leið.Kári var viss í sinni sök þegar hann horfði út um gluggann og yfir í húsið þar sem eldurinn kviknaði.Fékk tár í augun fyrir hönd íbúanna Kári, sem varð sjö ára í september, fór í viðtal við RÚV í gærkvöld. Óhætt er að segja að hann hafi farið létt með það en sumir eiga það til að verða stressaðir fyrir framan skjáinn og skiptir þá engu á hvaða aldri fólk er. „Ég fékk smá tár í augun og svoleiðis, var leiður fyrir þeirra hönd sem bjuggu þarna,“ sagði Kári í viðtalinu á RÚV. Hildur viðurkennir að hún sé stolt af sínum strák. „Hann kom mér eiginlega á óvart en hann bara lifði sig svo inn í þessa upplifun. Þetta var auðvitað þvílík upplifun fyrir okkur öll,“ segir Hildur. Lærdómur þeirra sé sá að hringja alltaf ef grunur vaknar um að eitthvað óeðlilegt eigi sér stað, líkt og í gærkvöldi. Það hafi þau rætt saman í gærkvöldi þegar slökkvistarfi var lokið. Slökkviliðið kom á vettvang á augabragði eftir að símtalið barst og sem betur fer hafði eldurinn ekki náð mikilli útbreiðslu. Var hann slökktur um klukkan hálf sjö og eru skemmdir í íbúðinni minniháttar miðað við það sem hefði getað orðið.
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Sjá meira