Innlent

Eldur í mannlausri íbúð

Bjarki Ármannsson skrifar
Allt tiltækt slökkvilið var kallað út á sjöunda tímanum vegna elds sem kom upp á fjórðu hæð í fjölbýlishúsi á Bergstaðastræti í Reykjavík.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu kom eldurinn upp í eldhúsi í mannlausri íbúð á fjórðu hæð. Slökkviliðsmenn voru fljótir að finna eldinn og var hann slökktur um klukkan hálfsjö.

Fréttin var síðast uppfærð 19.00.

Vísir/Anton Brink



Fleiri fréttir

Sjá meira


×