21 óvænt dauðsfall á árinu Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 25. nóvember 2015 00:01 Svokölluðum alvarlegum atvikum innan heilbrigðiskerfisins hefur fjölgað síðustu tvö ár. Fréttablaðið/Pjetur Það sem af er ári 2015 hafa 25 alvarleg atvik í íslensku heilbrigðiskerfi verið tilkynnt til Embættis landlæknis. Af þessum 25 atvikum leiddi 21 atvik til andláts, ýmist strax eða sem líkleg afleiðing skömmu síðar. Í nær öllum tilvikum var um að ræða samverkandi þætti eða röð atvika sem leiða til þess að alvarlegt atvik á sér stað. „Oft er hreinlega um að ræða atvik sem erfitt er að koma í veg fyrir, svo sem þegar um er að ræða fall eða byltu. Þá má rekja sum atvikanna til þess að upplýsingamiðlun er ekki nægilega góð vegna þess að samskipti milli starfsfólks eru ekki nægilega markviss,“ segir í svari landlæknisembættisins við fyrirspurn Fréttablaðsins um ástæður atvikanna.Alvarlegum atvikum sem koma á borð landlæknis hefur fjölgað mikið síðustu ár. Árið 2014 voru þau 33, árið 2013 voru þau átta, og árið 2011 og 2012 níu. Embættið telur fjölgunina einungis vera vegna þess að vakin hefur verið athygli á tilkynningaskyldu heilbrigðisstarfsmanna. Verði óvænt dauðsfall á heilbrigðisstofnun eða annars staðar þar sem heilbrigðisþjónusta er veitt, sem ætla má að rekja megi til mistaka, vanrækslu eða óhappatilviks við meðferð eða forvarnir vegna sjúkdóms, skal auk tilkynningar til landlæknis skv. 1. mgr. tilkynna það til lögreglu í samræmi við ákvæði laga um dánarvottorð, krufningar o.fl. Í úttekt Fréttablaðsins á greiningu alvarlegra atvika á Landspítalanum kom fram að árlega eru fjögur til sex alvarleg, óvænt atvik og óvænt dauðsföll á Landspítalanum tilkynnt til lögreglu. Ákæra hefur verið gefin út í einu máli og er það mál fyrir dómi þessa dagana. Þá er starfsfólk Landspítalans uggandi og segir þöggun um mistök óhjákvæmilega ef tilkynning um mistök verður til þess að fólk endar í réttarsal. Lög um lýðheilsu eru skýr að þessu leyti en samkvæmt þeim eiga allir heilbrigðisstarfsmenn að skrá óvænt atvik sem verða hjá þeim á stofnun eða starfsstofu. Tilgangur með þeirri skráningu er að finna skýringar á atvikunum og leita leiða til að þau endurtaki sig ekki. Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Fleiri fréttir „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál Sjá meira
Það sem af er ári 2015 hafa 25 alvarleg atvik í íslensku heilbrigðiskerfi verið tilkynnt til Embættis landlæknis. Af þessum 25 atvikum leiddi 21 atvik til andláts, ýmist strax eða sem líkleg afleiðing skömmu síðar. Í nær öllum tilvikum var um að ræða samverkandi þætti eða röð atvika sem leiða til þess að alvarlegt atvik á sér stað. „Oft er hreinlega um að ræða atvik sem erfitt er að koma í veg fyrir, svo sem þegar um er að ræða fall eða byltu. Þá má rekja sum atvikanna til þess að upplýsingamiðlun er ekki nægilega góð vegna þess að samskipti milli starfsfólks eru ekki nægilega markviss,“ segir í svari landlæknisembættisins við fyrirspurn Fréttablaðsins um ástæður atvikanna.Alvarlegum atvikum sem koma á borð landlæknis hefur fjölgað mikið síðustu ár. Árið 2014 voru þau 33, árið 2013 voru þau átta, og árið 2011 og 2012 níu. Embættið telur fjölgunina einungis vera vegna þess að vakin hefur verið athygli á tilkynningaskyldu heilbrigðisstarfsmanna. Verði óvænt dauðsfall á heilbrigðisstofnun eða annars staðar þar sem heilbrigðisþjónusta er veitt, sem ætla má að rekja megi til mistaka, vanrækslu eða óhappatilviks við meðferð eða forvarnir vegna sjúkdóms, skal auk tilkynningar til landlæknis skv. 1. mgr. tilkynna það til lögreglu í samræmi við ákvæði laga um dánarvottorð, krufningar o.fl. Í úttekt Fréttablaðsins á greiningu alvarlegra atvika á Landspítalanum kom fram að árlega eru fjögur til sex alvarleg, óvænt atvik og óvænt dauðsföll á Landspítalanum tilkynnt til lögreglu. Ákæra hefur verið gefin út í einu máli og er það mál fyrir dómi þessa dagana. Þá er starfsfólk Landspítalans uggandi og segir þöggun um mistök óhjákvæmilega ef tilkynning um mistök verður til þess að fólk endar í réttarsal. Lög um lýðheilsu eru skýr að þessu leyti en samkvæmt þeim eiga allir heilbrigðisstarfsmenn að skrá óvænt atvik sem verða hjá þeim á stofnun eða starfsstofu. Tilgangur með þeirri skráningu er að finna skýringar á atvikunum og leita leiða til að þau endurtaki sig ekki.
Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Fleiri fréttir „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál Sjá meira