Conor frá keppni í hálft ár? Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. desember 2015 07:51 Vísir/Getty Conor McGregor gæti verið frá keppni næsta hálfa árið ef að meiðsli hans á vinstri úlnlið reynast alvarleg. Þetta kom í ljós í gær þegar íþróttanefnd Nevada-fylkis, þar sem bardaginn fór fram, gaf út yfirlit um meiðsli allra bardagakappa helgarinnar.Sjá einnig: Conor rotaði Aldo á 13 sekúndum Á yfirlitinu kemur fram hversu lengi hver bardagamaður þarf að vera frá keppni vegna meiðsla sinna. Gunnar Nelson er á listanum en þarf aðeins að hvíla fram í næsta mánuð vegna skurðar í andliti. Gunnar tapaði fyrir Brasilíumanninum Demian Maia á stigum. Þrátt fyrir að bardagi McGregor við Aldo hafi aðeins staðið yfir í þrettán sekúndur hlaut Írinn öflugi meiðsli á vinstri úlnið. Hann þarf nú að fara í röntgenmyndatöku til að fá úr því skorið hversu alvarleg meiðslin eru. Ef hann fær ekki grænt ljós frá viðeigandi lækni þá má hann ekki keppa á ný fyrr en í júní á næsta ári. Það er þó algengt að bardagamenn séu ekki jafn lengi frá og upphaflega er gefið til kynna enda reynst oft meiðslin ekki jafn alvarleg og í fyrstu var talið. Líklegt er að næsti bardagi McGregor verði í apríl, nema að meiðslin reynist þeim mun alvarlegri. MMA Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og Bónus-deild kvenna Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Ráku þjálfarann eftir enn ein vonbrigðin Guéhi genginn til liðs við City „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Sjá meira
Conor McGregor gæti verið frá keppni næsta hálfa árið ef að meiðsli hans á vinstri úlnlið reynast alvarleg. Þetta kom í ljós í gær þegar íþróttanefnd Nevada-fylkis, þar sem bardaginn fór fram, gaf út yfirlit um meiðsli allra bardagakappa helgarinnar.Sjá einnig: Conor rotaði Aldo á 13 sekúndum Á yfirlitinu kemur fram hversu lengi hver bardagamaður þarf að vera frá keppni vegna meiðsla sinna. Gunnar Nelson er á listanum en þarf aðeins að hvíla fram í næsta mánuð vegna skurðar í andliti. Gunnar tapaði fyrir Brasilíumanninum Demian Maia á stigum. Þrátt fyrir að bardagi McGregor við Aldo hafi aðeins staðið yfir í þrettán sekúndur hlaut Írinn öflugi meiðsli á vinstri úlnið. Hann þarf nú að fara í röntgenmyndatöku til að fá úr því skorið hversu alvarleg meiðslin eru. Ef hann fær ekki grænt ljós frá viðeigandi lækni þá má hann ekki keppa á ný fyrr en í júní á næsta ári. Það er þó algengt að bardagamenn séu ekki jafn lengi frá og upphaflega er gefið til kynna enda reynst oft meiðslin ekki jafn alvarleg og í fyrstu var talið. Líklegt er að næsti bardagi McGregor verði í apríl, nema að meiðslin reynist þeim mun alvarlegri.
MMA Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og Bónus-deild kvenna Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Ráku þjálfarann eftir enn ein vonbrigðin Guéhi genginn til liðs við City „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Sjá meira