Innlent

Samtök verslunar og þjónustu kvarta undan fríhöfninni

Birgir Olgeirsson skrifar
Fríhöfnin hefur rekið Victoria's Secret verslun frá árinu 2012.
Fríhöfnin hefur rekið Victoria's Secret verslun frá árinu 2012. Vísir/Vilhelm
Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) hafa sent kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna starfsemi Fríhafnarverslunarinnar ehf. í Flugstöð Leif Eiríkssonar. Þetta kemur fram í frétt inni á vef samtakanna en þar segir að SVÞ hafa um árabil vakið athygli á því sem þau kalla samkeppnislegu röskun sem fellst í verslunarrekstri hins opinbera í flugstöðinni.

Hafa SVÞ nú leitað til Samkeppniseftirlitsins og krafist þess að eftirlitið taki þá starfsemi til skoðunar. SVÞ benda á að Fríhafnarverslunin ehf., sem er í opinberri eigu, á og rekur alls sex verslanir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, nánar tiltekið brottfaraverslun, Victoria´s Secret, Iceland Dutyfree, Dutyfree utan Schengen, Dutyfree Fashion og komuverslun. 

SVÞ segir þessar verslanir bjóða upp á vörur á verulega lægra verði en viðgengst á markaði í skjóli niðurfellingu á opinberum gjöldum. Segir SVÞ þessar verslanir í  síauknum mæli höfðað til breiðari viðskiptahóps en eingöngu þeirra sem ferðast um flugstöðina.

Benda SVÞ sérstaklega á pöntunarþjónustu verslananna þar sem hægt er að versla tollfrjálsar vörur án þess þó að sá hin sami og verslar þurfi að sækja þær í eigin persónu, þ.e. viðskiptavinurinn þarf því aldrei að fara í gegnum flugstöðina.

Sjá tilkynninguna í heild hér. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×