Innlent

Ungir múslimar glöddust í hoppukastala í sólinni

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Þessi börn í söfnuði Menningarseturs múslima fögnuðu Eid al-Fitr, fyrsta degi eftir föstulok, með því að skoppa um í hoppukastala.
Þessi börn í söfnuði Menningarseturs múslima fögnuðu Eid al-Fitr, fyrsta degi eftir föstulok, með því að skoppa um í hoppukastala. vísir/andri marinó
„Við vorum með bænahald þar sem yfir 100 manns mættu og veislu eftir á fyrir alla. Svo skemmtum við okkur og spjölluðum og krakkarnir léku sér,“ segir Ahmad Seddeq, imam Menningarseturs múslima á Íslandi, en söfnuðurinn fagnaði Eid al-Fitr, fyrsta degi eftir ramadan, föstumánuð múslima, í gær. Ahmad segir að öfugt við ramadan sé harðbannað að fasta á Eid al-Fitr.

Aðspurður segir hann að ekki sé erfitt að fasta á Íslandi. Í söfnuðinum er til dæmis 82 ára gamall maður frá Sýrlandi sem fastaði allan síðasta mánuð. Hann segir auðveldara að fasta hér en í Mið-Austurlöndum þar sem hitinn hér er mun vægari. Ahmad segir líkamann þar að auki venjast föstunni vel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×