Albert að feta í fótspor Eiðs Smára? Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. júlí 2015 11:17 Albert (til hægri) fagnar titli með Heerenveen á dögunum. Með honum á myndinni er uppeldisvinur hans, körfuknattleikskappinn Þórir Guðmundur Þorbjarnarson. Hollenskir miðlar fullyrða í morgun að knattspyrnukappinn Albert Guðmundsson sé á leiðinni í raðir PSV Eindhoven frá Heerenveen. Albert, sem er uppalinn KR-ingur, hélt utan fyrir tveimur árum þegar hann samdi við hollenska félagið. Í frétt hollenska miðilsins Eindhovens Dagblad í morgun kemur fram að áhugi Alberts og PSV sé gagnkvæmur. PSV vonist eftir því að geta gengið frá samningi við Albert hið fyrsta. Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi, hóf atvinnumannaferil sinn hjá PSV Eindhoven á táningsaldri og hitti þar fyrir meðal annars hinn brasilíska Ronaldo. Albert, sem er á átjánda aldursári, á ekki langt að sækja knattspyrnuhæfileikana eins og oft hefur komið fram. Hann er sonur knattspyrnufólksins Guðmundar Benediktssonar og Kristbjargar Ingadóttur. Afi hans er Ingi Björn Albertsson og langafi og alnafni, Albert Guðmundsson, er talinn einn besti knattspyrnumaður sem Ísland hefur alið. Fótbolti Tengdar fréttir Albert bikarmeistari í Hollandi Hafði betur í Íslendingaslag í úrslitaleik bikarkeppni yngri liða. 1. júní 2015 22:22 Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Markalaust í baráttunni um brúna Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Sjá meira
Hollenskir miðlar fullyrða í morgun að knattspyrnukappinn Albert Guðmundsson sé á leiðinni í raðir PSV Eindhoven frá Heerenveen. Albert, sem er uppalinn KR-ingur, hélt utan fyrir tveimur árum þegar hann samdi við hollenska félagið. Í frétt hollenska miðilsins Eindhovens Dagblad í morgun kemur fram að áhugi Alberts og PSV sé gagnkvæmur. PSV vonist eftir því að geta gengið frá samningi við Albert hið fyrsta. Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi, hóf atvinnumannaferil sinn hjá PSV Eindhoven á táningsaldri og hitti þar fyrir meðal annars hinn brasilíska Ronaldo. Albert, sem er á átjánda aldursári, á ekki langt að sækja knattspyrnuhæfileikana eins og oft hefur komið fram. Hann er sonur knattspyrnufólksins Guðmundar Benediktssonar og Kristbjargar Ingadóttur. Afi hans er Ingi Björn Albertsson og langafi og alnafni, Albert Guðmundsson, er talinn einn besti knattspyrnumaður sem Ísland hefur alið.
Fótbolti Tengdar fréttir Albert bikarmeistari í Hollandi Hafði betur í Íslendingaslag í úrslitaleik bikarkeppni yngri liða. 1. júní 2015 22:22 Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Markalaust í baráttunni um brúna Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Sjá meira
Albert bikarmeistari í Hollandi Hafði betur í Íslendingaslag í úrslitaleik bikarkeppni yngri liða. 1. júní 2015 22:22