Innlent

Segjast hafa kannað færri síma en talið var í fyrstu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Haraldur Líndal Haraldsson er bæjarstjóri Hafnarfjarðar.
Haraldur Líndal Haraldsson er bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Vísir
Athugun á símtölum úr símkerfi Hafnarfjarðarbæjar náði til mun færri símanúmera en áður hefur komið fram í fjölmiðlum, að því er segir í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ. Er þetta vegna þess að athugunin tók ekki til númera þar sem þak er á greiðsluþátttöku bæjarins.

Sjá einnig: Könnuðu hverja kjörnir fulltrúar töluðu við í síma

Í yfirlýsingu frá Vodafone til Hafnarfjarðarbæjar kemur meðal annars fram að gögnin hafi einungis náð til símanúmera sem Hafnarfjarðarbær er áskrifandi og greiðandi að fullu. Í því felst að þau tóku ekki til númera sem bærinn greiðir að hluta en það er sú regla sem gildir almennt um farsíma starfsmanna og kjörinna fulltrúa.

 

Í framhaldi af kvörtun til Persónuverndar kom í ljós, samkvæmt upplýsingum frá Vodafone, að gögnin voru mun afmarkaðri en áður hefur komið fram. Þar sem þeim hafði verið eytt var Hafnarfjarðarbæ ekki unnt að ganga úr skugga um það en yfirlýsing Vodafone leiðir hið rétta í ljós.


Tengdar fréttir

Bæjarstjóri játar að hafa skoðað símtalaskrár

Bæjarfulltrúar minnihlutans í Hafnarfirði segja skýringar bæjaryfirvalda ekki duga til þess að þeir kalli aftur kvörtun til Persónuverndar vegna skoðunar á símanotkun þeirra. Engin svör bárust frá bænum við spurningum Fréttablaðsins.

Bæjarstjóri skoðaði ekki símtalaskrár sjálfur

"Sá texti sem vísað er til er úr emaili frá þeim starfsmanni bæjarins sem annaðist þessa skoðun og það var hann einn sem skoðað þessa skrá,“ segir bæjarstjóri Hafnarfjarðar.

Leyndarhjúpur yfir fundi skoðaður sem öryggismál

Guðni Einarsson hafnarstarfsmaður getur ekki greint frá því hverjir sátu fund með honum. Formaður hafnarstjórnar taldi ástæðu til að skoða hvort starfsmaðurinn hefði brotið af sér í starfi og ætti skilið áminningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×