Júlíus og Bjarni í Ardvis bræður Birgir Olgeirsson skrifar 4. mars 2015 13:22 Júlíus, sem bauð MND-veikum "jónað vatn“ og "jarðtengingaról“, er bróðir Bjarna Þórs, sem er sakaður hafa nýtt sér vanþekkingu fjárfesta. Það má með sanni segja að fáir hafi vakið jafn mikla athygli á einu kvöldi og rafmagnstæknifræðingurinn og framhaldsskólakennarinn Júlíus Júlíusson eftir ítarlega umfjöllun Kastljóssins. Í þættinum voru sýndar upptökur af fundum hans og Guðjóns Sigurðssonar, formanns MND-félagsins á Íslandi, þar sem Júlíus bauð Guðjóni til sölu tilraunameðferð við sjúkdómi Guðjóns sem er ólæknandi.Sjá einnig: „Þeir segja að Alzheimer sé ólæknandi en ég hef hjálpað konu sem hefur fengið verulegan bata“ Á upptökunni sást Júlíus bjóða Guðjóni til sölu „jónað vatn“ og „jarðtengingaról“ og þá dró hann einnig fram pendúl til að „stilla orkufæðið“ í líkama Guðjóns. Í samtali við Vísi í gærkvöldi þvertók Júlíus fyrir að hafa reynt að selja Guðjóni þessar vörur. Líkt og áður sagði hefur um fátt annað verið rætt á samfélagsmiðlum á borð við Twitter en þessa Kastljóssumfjöllun og bentu nokkrir netverjar á það að Júlíus er bróðir Bjarna Þórs Júlíussonar sem er annar af fyrrverandi forsvarsmönnum Costa og Ardvis en embætti sérstaks saksóknara hefur ákært hann fyrir fjárdrátt og bókhaldsbrot. Þingfesting í málinu fór fram í byrjun febrúarmánaðar en þar er Bjarna Þór og Úlfari Guðmundssyni gefið að sök að hafa dregið sér fé með því að hafa sem fyrirsvarsmenn og prókúruhafar Costa og Ardvis ráðstafað fjármunum fyrirtækjanna í eigin þágu og til greiðslu útgjalda sem voru ótengd rekstri félaganna. Nemur upphæðin rúmlega 41 milljón króna á sex ára tímabili, á árunum 2007 til 2012.Sjá einnig: Aðstandendur Arðvis sagðir hafa nýtt sér vanþekkingu fjárfesta Samkvæmt ákærunni gegn þeim lögðu hluthafar fram fjármuni til félagsins á grundvelli loforða og fyrirheita sem gefin voru af ákærðu um tilgang og markmið félagsins um stofnun vefverslunar sem myndi láta ágóða renna til góðgerðamála. Embætti sérstaks saksóknara heldur því fram að þeir Bjarni Þór og Úlfar hafi notfært sér vanþekkingu aðila á áhættufjárfestingum og þann göfuga tilgang félaganna sem Bjarni Þór og Úlfar lýstu hluthöfum og fjárfestum. Í ákærunni kemur fram að þeir fjárfestar sem lögðu fjármagn til félaganna í formi hlutafjár hafi gert það í þeim tilgangi sem þeim var kynntur, sem var áhættufjárfesting í félagi sem starfaði að þróun og gerð upplýsingakerfa í tengslum við sölu og viðskipti á veraldarvefnum og myndi hluti ágóðans renna til góðgerðamála, en ekki í þeim tilgangi að ákærðu gætu notað fjármunina í eigin þágu, líkt og þeim er gefið að sök. Báðir neituðu þeir Bjarni Þór og Úlfar sök við þingfestingu málsins. Tengdar fréttir Júlíus Júlíusson tjáir sig: „Ég vildi hjálpa þessum manni“ Rafmagnstæknifræðingurinn og framhaldsskólakennarinn Júlíus Júlíusson segist ekki hafa verið að reyna að selja MND-sjúklingi lækningu. 3. mars 2015 22:55 Twitter logar eftir Kastljósið: „Mannvonska í sinni alvarlegustu mynd“ Fréttaskýring þáttarins hefur vakið mikla athygli. 3. mars 2015 20:26 Lögbannskröfunum á Kastljós hafnað Sýslumaður hefur hafnað þeim tveimur lögbannskröfum sem bárust vegna fyrirhugaðrar umfjöllunar á RÚV. 3. mars 2015 18:57 Aðstandendur Arðvis sagðir hafa nýtt sér vanþekkingu fjárfesta Brot Bjarna Þórs Júlíussonar og Úlfars Guðmundssonar eru talin nema rúmum 41 milljón króna. Ólafur Stefánsson var einn þeirra sem fjárfesti í Arðvis. 6. febrúar 2015 11:56 „Þeir segja að Alzheimer sé ólæknandi en ég hef hjálpað konu sem hefur fengið verulegan bata“ Júlíus Júlíusson þvertekur fyrir að vera í sölumennsku og segir að margt af því sem sagt hafi verið ólæknandi hafi verið hægt að lækna. 4. mars 2015 11:26 Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fleiri fréttir Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Sjá meira
Það má með sanni segja að fáir hafi vakið jafn mikla athygli á einu kvöldi og rafmagnstæknifræðingurinn og framhaldsskólakennarinn Júlíus Júlíusson eftir ítarlega umfjöllun Kastljóssins. Í þættinum voru sýndar upptökur af fundum hans og Guðjóns Sigurðssonar, formanns MND-félagsins á Íslandi, þar sem Júlíus bauð Guðjóni til sölu tilraunameðferð við sjúkdómi Guðjóns sem er ólæknandi.Sjá einnig: „Þeir segja að Alzheimer sé ólæknandi en ég hef hjálpað konu sem hefur fengið verulegan bata“ Á upptökunni sást Júlíus bjóða Guðjóni til sölu „jónað vatn“ og „jarðtengingaról“ og þá dró hann einnig fram pendúl til að „stilla orkufæðið“ í líkama Guðjóns. Í samtali við Vísi í gærkvöldi þvertók Júlíus fyrir að hafa reynt að selja Guðjóni þessar vörur. Líkt og áður sagði hefur um fátt annað verið rætt á samfélagsmiðlum á borð við Twitter en þessa Kastljóssumfjöllun og bentu nokkrir netverjar á það að Júlíus er bróðir Bjarna Þórs Júlíussonar sem er annar af fyrrverandi forsvarsmönnum Costa og Ardvis en embætti sérstaks saksóknara hefur ákært hann fyrir fjárdrátt og bókhaldsbrot. Þingfesting í málinu fór fram í byrjun febrúarmánaðar en þar er Bjarna Þór og Úlfari Guðmundssyni gefið að sök að hafa dregið sér fé með því að hafa sem fyrirsvarsmenn og prókúruhafar Costa og Ardvis ráðstafað fjármunum fyrirtækjanna í eigin þágu og til greiðslu útgjalda sem voru ótengd rekstri félaganna. Nemur upphæðin rúmlega 41 milljón króna á sex ára tímabili, á árunum 2007 til 2012.Sjá einnig: Aðstandendur Arðvis sagðir hafa nýtt sér vanþekkingu fjárfesta Samkvæmt ákærunni gegn þeim lögðu hluthafar fram fjármuni til félagsins á grundvelli loforða og fyrirheita sem gefin voru af ákærðu um tilgang og markmið félagsins um stofnun vefverslunar sem myndi láta ágóða renna til góðgerðamála. Embætti sérstaks saksóknara heldur því fram að þeir Bjarni Þór og Úlfar hafi notfært sér vanþekkingu aðila á áhættufjárfestingum og þann göfuga tilgang félaganna sem Bjarni Þór og Úlfar lýstu hluthöfum og fjárfestum. Í ákærunni kemur fram að þeir fjárfestar sem lögðu fjármagn til félaganna í formi hlutafjár hafi gert það í þeim tilgangi sem þeim var kynntur, sem var áhættufjárfesting í félagi sem starfaði að þróun og gerð upplýsingakerfa í tengslum við sölu og viðskipti á veraldarvefnum og myndi hluti ágóðans renna til góðgerðamála, en ekki í þeim tilgangi að ákærðu gætu notað fjármunina í eigin þágu, líkt og þeim er gefið að sök. Báðir neituðu þeir Bjarni Þór og Úlfar sök við þingfestingu málsins.
Tengdar fréttir Júlíus Júlíusson tjáir sig: „Ég vildi hjálpa þessum manni“ Rafmagnstæknifræðingurinn og framhaldsskólakennarinn Júlíus Júlíusson segist ekki hafa verið að reyna að selja MND-sjúklingi lækningu. 3. mars 2015 22:55 Twitter logar eftir Kastljósið: „Mannvonska í sinni alvarlegustu mynd“ Fréttaskýring þáttarins hefur vakið mikla athygli. 3. mars 2015 20:26 Lögbannskröfunum á Kastljós hafnað Sýslumaður hefur hafnað þeim tveimur lögbannskröfum sem bárust vegna fyrirhugaðrar umfjöllunar á RÚV. 3. mars 2015 18:57 Aðstandendur Arðvis sagðir hafa nýtt sér vanþekkingu fjárfesta Brot Bjarna Þórs Júlíussonar og Úlfars Guðmundssonar eru talin nema rúmum 41 milljón króna. Ólafur Stefánsson var einn þeirra sem fjárfesti í Arðvis. 6. febrúar 2015 11:56 „Þeir segja að Alzheimer sé ólæknandi en ég hef hjálpað konu sem hefur fengið verulegan bata“ Júlíus Júlíusson þvertekur fyrir að vera í sölumennsku og segir að margt af því sem sagt hafi verið ólæknandi hafi verið hægt að lækna. 4. mars 2015 11:26 Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fleiri fréttir Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Sjá meira
Júlíus Júlíusson tjáir sig: „Ég vildi hjálpa þessum manni“ Rafmagnstæknifræðingurinn og framhaldsskólakennarinn Júlíus Júlíusson segist ekki hafa verið að reyna að selja MND-sjúklingi lækningu. 3. mars 2015 22:55
Twitter logar eftir Kastljósið: „Mannvonska í sinni alvarlegustu mynd“ Fréttaskýring þáttarins hefur vakið mikla athygli. 3. mars 2015 20:26
Lögbannskröfunum á Kastljós hafnað Sýslumaður hefur hafnað þeim tveimur lögbannskröfum sem bárust vegna fyrirhugaðrar umfjöllunar á RÚV. 3. mars 2015 18:57
Aðstandendur Arðvis sagðir hafa nýtt sér vanþekkingu fjárfesta Brot Bjarna Þórs Júlíussonar og Úlfars Guðmundssonar eru talin nema rúmum 41 milljón króna. Ólafur Stefánsson var einn þeirra sem fjárfesti í Arðvis. 6. febrúar 2015 11:56
„Þeir segja að Alzheimer sé ólæknandi en ég hef hjálpað konu sem hefur fengið verulegan bata“ Júlíus Júlíusson þvertekur fyrir að vera í sölumennsku og segir að margt af því sem sagt hafi verið ólæknandi hafi verið hægt að lækna. 4. mars 2015 11:26