Bein útsending: Stendur Íslendingur uppi sem sigurvegari á heimsleikunum í CrossFit? Anton Ingi Leifsson skrifar 26. júlí 2015 21:33 Hvað gera Íslendingarnir? Heimsleikunum í CrossFit lýkur í nótt, en nú rétt í þessu hófst síðasta greinin í einstaklingskeppninni. Útsendingin er að sjálfsögðu í beinni á Vísi. Síðasta greinin ber nafnið Pedal to the Metal 1 og Pedal to the Metal 2. Þar þurfa íslensku keppendurnir að ná hagstæðum úrslitum til þess að ná á verðlaunapall. Fyrir síðustu greinina í kvennaflokki er Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir í efsta sætinu með 653 stig og Katrín Tanja Davíðsdóttir er í öðru sæti með 636 stig. Þuríður Erla Helgadóttir er í 31. sæti. Í karlaflokki er Björgvin Karl Guðmundsson í fjórða sæti með 614 stig, en hann er 133 stigum á eftir Ben Smith sem er á toppnum. Ben og Mathew Fraser hafa nokkuð afgerandi forystu. Hægt er að fylgjast með beinu útsendingunni hér að neðan.00.57: KATRÍN TANJA ENDAR UPPI SEM HEIMSMEISTARI Á LEIKUNUM! Meira um málið hér.00.33: Jæja! Nú fara stelpurnar að byrja. Maðurinn er orðinn vel gíraður fyrir þessu og ég held og veit að stelpurnar eru það einnig. Ragnheiður er efst fyrir lokaumferðirnar og Katrín Tanja er í öðru sæti!00.20: BJÖRGVIN TÓK BRONSIÐ! Þvílíkur maður! Sýndi óborganlegan styrk og hirti brons. Frábærlega gert hjá pilti. Lestu meira um málið hér.00.04: Björgvin Karl lenti í sjöunda sæti í fyrri PTTM-inu, en hann er í fjórða sætinu samtals á stigum. Vonandi nær hann að skjótast upp í þriðja sætið í seinna PTTM-inu!23.57: Björgvin Karl er að gera sig klárann. Það eru nokkrar sekúndur þangað til hann fer í gegnum brautina. Koma svoooo!23.50: Virðist vera einhver smá bið þessa stundina. Útsendingin er í það minnsta ekki í gangi eins og er. Vonandi fer þetta að byrja hvað og hverju - spennan óbærilega en ég sakna samt gaursins á novaisland Snapchattinu!23.35: Það eru nokkrar mínútur, ég endurtek, nokkrar mínútur þangað til Ragnheiður Sara og Katrín Tanja geysast út í brautina og svo Björgvin! Þvílík spenna. Sjónvarpsglugginn með beinni útsendingu er neðst í greininni. Sendum góða strauma!23.27: Nú er enginn Íslendingur í brautinni og tek því ég við hrósum á meðan fyrir frábæra textalýsingu á nafninu Anton Ingi Leifsson á Facebook eða @antonleifs á Twitter. Syngiði með! Það styttist samt í hina keppendurna svo ekki vera skrifa rosa löng bréf.23.20: Þuríður Erla endaði í áttunda sæti í PTTM 2 og fékk 68 stig í síðari umferðinni. Hún er sem stendur í 28. sæti.23.11: Þuríður fékk 72 stig í fyrri PTTM umferðinni og er í 28. sætinu. Seinni umferðin er að fara í gang.23.04: Þuríður Erla er núna að undirbúa sig fyrir að fara í gegnum brautina! Koma svo Þuríður - við stöndum með þér!22.59: Samkvæmt frændanum sem sér um novaisland Snapchatið þá fer Björgvin fyrst í gegnum brautina og svo taka þær Ragnheiður Sara og Katrín Tanja við. Hann er þarna úti að fylgjast með þeim og er duglegur að senda "snöp". Toppmaður!22.43: Nei, heyrðu! Þeir ætla að bíða með efsta riðilinn hjá körlunum og fara víst beint yfir í stelpurnar núna. Athyglisvert fyrirkomulag, en hvað getum við verið að rífa kjaft? Skemmtun alla leið! Mér sýnist engin af okkar stelpum vera í fyrsta hollinu.22.25: Fyrir þá sem hafa ekki verið vel með á nótunum er Annie Mist hætt keppni. Hún fékk hitaslag í fyrstu keppnisgrein mótsins sem fór fram á föstudag.22.16: Fyrstu ráshóparnir eru farnir út í karlaflokki, en Björgvin Karl Guðmundsson er væntanlegur út á allra næstu mínútum. Íþróttir Tengdar fréttir Annie Mist hætti keppni Náði sér ekki á strik eftir að hafa orðið fyrir hitaslagi í fyrstu grein. 26. júlí 2015 19:43 Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Haukur meistari í Rúmeníu Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Icebox aldrei stærra: „Vil færa boxi á Íslandi athyglina sem það á skilið“ Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Sjá meira
Heimsleikunum í CrossFit lýkur í nótt, en nú rétt í þessu hófst síðasta greinin í einstaklingskeppninni. Útsendingin er að sjálfsögðu í beinni á Vísi. Síðasta greinin ber nafnið Pedal to the Metal 1 og Pedal to the Metal 2. Þar þurfa íslensku keppendurnir að ná hagstæðum úrslitum til þess að ná á verðlaunapall. Fyrir síðustu greinina í kvennaflokki er Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir í efsta sætinu með 653 stig og Katrín Tanja Davíðsdóttir er í öðru sæti með 636 stig. Þuríður Erla Helgadóttir er í 31. sæti. Í karlaflokki er Björgvin Karl Guðmundsson í fjórða sæti með 614 stig, en hann er 133 stigum á eftir Ben Smith sem er á toppnum. Ben og Mathew Fraser hafa nokkuð afgerandi forystu. Hægt er að fylgjast með beinu útsendingunni hér að neðan.00.57: KATRÍN TANJA ENDAR UPPI SEM HEIMSMEISTARI Á LEIKUNUM! Meira um málið hér.00.33: Jæja! Nú fara stelpurnar að byrja. Maðurinn er orðinn vel gíraður fyrir þessu og ég held og veit að stelpurnar eru það einnig. Ragnheiður er efst fyrir lokaumferðirnar og Katrín Tanja er í öðru sæti!00.20: BJÖRGVIN TÓK BRONSIÐ! Þvílíkur maður! Sýndi óborganlegan styrk og hirti brons. Frábærlega gert hjá pilti. Lestu meira um málið hér.00.04: Björgvin Karl lenti í sjöunda sæti í fyrri PTTM-inu, en hann er í fjórða sætinu samtals á stigum. Vonandi nær hann að skjótast upp í þriðja sætið í seinna PTTM-inu!23.57: Björgvin Karl er að gera sig klárann. Það eru nokkrar sekúndur þangað til hann fer í gegnum brautina. Koma svoooo!23.50: Virðist vera einhver smá bið þessa stundina. Útsendingin er í það minnsta ekki í gangi eins og er. Vonandi fer þetta að byrja hvað og hverju - spennan óbærilega en ég sakna samt gaursins á novaisland Snapchattinu!23.35: Það eru nokkrar mínútur, ég endurtek, nokkrar mínútur þangað til Ragnheiður Sara og Katrín Tanja geysast út í brautina og svo Björgvin! Þvílík spenna. Sjónvarpsglugginn með beinni útsendingu er neðst í greininni. Sendum góða strauma!23.27: Nú er enginn Íslendingur í brautinni og tek því ég við hrósum á meðan fyrir frábæra textalýsingu á nafninu Anton Ingi Leifsson á Facebook eða @antonleifs á Twitter. Syngiði með! Það styttist samt í hina keppendurna svo ekki vera skrifa rosa löng bréf.23.20: Þuríður Erla endaði í áttunda sæti í PTTM 2 og fékk 68 stig í síðari umferðinni. Hún er sem stendur í 28. sæti.23.11: Þuríður fékk 72 stig í fyrri PTTM umferðinni og er í 28. sætinu. Seinni umferðin er að fara í gang.23.04: Þuríður Erla er núna að undirbúa sig fyrir að fara í gegnum brautina! Koma svo Þuríður - við stöndum með þér!22.59: Samkvæmt frændanum sem sér um novaisland Snapchatið þá fer Björgvin fyrst í gegnum brautina og svo taka þær Ragnheiður Sara og Katrín Tanja við. Hann er þarna úti að fylgjast með þeim og er duglegur að senda "snöp". Toppmaður!22.43: Nei, heyrðu! Þeir ætla að bíða með efsta riðilinn hjá körlunum og fara víst beint yfir í stelpurnar núna. Athyglisvert fyrirkomulag, en hvað getum við verið að rífa kjaft? Skemmtun alla leið! Mér sýnist engin af okkar stelpum vera í fyrsta hollinu.22.25: Fyrir þá sem hafa ekki verið vel með á nótunum er Annie Mist hætt keppni. Hún fékk hitaslag í fyrstu keppnisgrein mótsins sem fór fram á föstudag.22.16: Fyrstu ráshóparnir eru farnir út í karlaflokki, en Björgvin Karl Guðmundsson er væntanlegur út á allra næstu mínútum.
Íþróttir Tengdar fréttir Annie Mist hætti keppni Náði sér ekki á strik eftir að hafa orðið fyrir hitaslagi í fyrstu grein. 26. júlí 2015 19:43 Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Haukur meistari í Rúmeníu Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Icebox aldrei stærra: „Vil færa boxi á Íslandi athyglina sem það á skilið“ Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Sjá meira
Annie Mist hætti keppni Náði sér ekki á strik eftir að hafa orðið fyrir hitaslagi í fyrstu grein. 26. júlí 2015 19:43
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti