IKEA-geitin tortímdi sjálfri sér Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. október 2015 13:26 "Hún brann bara einn, tveir og þrír,“ segir framkvæmdastjóri IKEA. Mynd/Bylgja Guðjónsdóttir Þrátt fyrir stranga öryggisgæslu, myndavélakerfi og rafmagnsgirðingu er IKEA-geitin öll árið 2015. Ekki var um óprúttna aðila að ræða í þetta skiptið heldur virðist geitin hafa fallið fyrir eigin eldi. Þetta staðfestir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, í samtali við Vísi. „Ég er bara miður mín yfir þessu,“ segir Þórarinn en eldurinn kom upp í geitinni um eittleytið. Skömmu síðar var hún öll.Slökkviliðsmenn á vettvangi um klukkan 13:30. Þá var geitin öll.Vísir/Pjetur„Hún brann bara einn, tveir og þrír,“ segir Þórarinn sem segir að hún hafi farið á nokkrum sekúndum. Enginn liggur undir grun en Vísir greindi frá því á dögunum að afar ströng öryggisgæsla væri allan sólarhringinn á þessum árlega gesti í Kauptúninu sem oftar en einu sinni hefur orðið fyrir barðinu á óprúttnum aðilum.Sjá einnig:Serían sem banaði geitinni úr IKEA „Mér sýnist hún hafa framið sjálfsmorð,“ segir Þórarinn. Líklega hafi leitt úr einni seríu sem varð til þess að eldur kom upp. Geitin er úr hálmi og var ekki að spyrja að leikslokum. Þórarinn sagði í samtali við Vísi á dögunum að geitin hefði líklega fengið meiri frið seinni ár eftir að jólaseríunum var bætt á hana. Framleiðslukostnaður við seríurnar einn og sér væri um ein milljón króna. Nú virðast seríurnar hins vegar hafa heldur betur orðið til vandræða.Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri Ikea á Íslandi.VísirReikna með að stækka geitina „Nú þarf maður bara að syrgja,“ segir Þórarinn og greinilegt að starfsfólki IKEA var nokkuð brugðið. Þórarinn sagði á dögunum að sú hefð hefði skapast að í hvert skipti sem kveikt væri í geitinni væri hún stækkuð. Hún hafi verið fjórir metrar fyrst að hæð en nú sé hún orðin sex. En hvað nú, fyrst geitin tortímdi sjálfri sér? „Ég verð eiginlega að stækka hana og standa við stóru orðin,“ segir Þórarinn. Menn muni leggjast yfir teikningar að nýrri geit þegar allir eru búnir að ná sér.Garðbæingurinn Guðjón Baldvinsson, leikmaður Stjörnunnar í knattspyrnu, náði myndbandinu að neðan.Jólin eru að koma#ikea pic.twitter.com/i2iqdtbPvz— Guðjón Baldvinsson (@Gauib) October 26, 2015 Tengdar fréttir Öryggisgæsla allan sólarhringinn á IKEA-geitinni „Menn þurfa að vera mjög útsjónasamir ef þeir ætla að ná að brenna geitina,“ segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi. 16. október 2015 22:00 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira
Þrátt fyrir stranga öryggisgæslu, myndavélakerfi og rafmagnsgirðingu er IKEA-geitin öll árið 2015. Ekki var um óprúttna aðila að ræða í þetta skiptið heldur virðist geitin hafa fallið fyrir eigin eldi. Þetta staðfestir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, í samtali við Vísi. „Ég er bara miður mín yfir þessu,“ segir Þórarinn en eldurinn kom upp í geitinni um eittleytið. Skömmu síðar var hún öll.Slökkviliðsmenn á vettvangi um klukkan 13:30. Þá var geitin öll.Vísir/Pjetur„Hún brann bara einn, tveir og þrír,“ segir Þórarinn sem segir að hún hafi farið á nokkrum sekúndum. Enginn liggur undir grun en Vísir greindi frá því á dögunum að afar ströng öryggisgæsla væri allan sólarhringinn á þessum árlega gesti í Kauptúninu sem oftar en einu sinni hefur orðið fyrir barðinu á óprúttnum aðilum.Sjá einnig:Serían sem banaði geitinni úr IKEA „Mér sýnist hún hafa framið sjálfsmorð,“ segir Þórarinn. Líklega hafi leitt úr einni seríu sem varð til þess að eldur kom upp. Geitin er úr hálmi og var ekki að spyrja að leikslokum. Þórarinn sagði í samtali við Vísi á dögunum að geitin hefði líklega fengið meiri frið seinni ár eftir að jólaseríunum var bætt á hana. Framleiðslukostnaður við seríurnar einn og sér væri um ein milljón króna. Nú virðast seríurnar hins vegar hafa heldur betur orðið til vandræða.Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri Ikea á Íslandi.VísirReikna með að stækka geitina „Nú þarf maður bara að syrgja,“ segir Þórarinn og greinilegt að starfsfólki IKEA var nokkuð brugðið. Þórarinn sagði á dögunum að sú hefð hefði skapast að í hvert skipti sem kveikt væri í geitinni væri hún stækkuð. Hún hafi verið fjórir metrar fyrst að hæð en nú sé hún orðin sex. En hvað nú, fyrst geitin tortímdi sjálfri sér? „Ég verð eiginlega að stækka hana og standa við stóru orðin,“ segir Þórarinn. Menn muni leggjast yfir teikningar að nýrri geit þegar allir eru búnir að ná sér.Garðbæingurinn Guðjón Baldvinsson, leikmaður Stjörnunnar í knattspyrnu, náði myndbandinu að neðan.Jólin eru að koma#ikea pic.twitter.com/i2iqdtbPvz— Guðjón Baldvinsson (@Gauib) October 26, 2015
Tengdar fréttir Öryggisgæsla allan sólarhringinn á IKEA-geitinni „Menn þurfa að vera mjög útsjónasamir ef þeir ætla að ná að brenna geitina,“ segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi. 16. október 2015 22:00 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira
Öryggisgæsla allan sólarhringinn á IKEA-geitinni „Menn þurfa að vera mjög útsjónasamir ef þeir ætla að ná að brenna geitina,“ segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi. 16. október 2015 22:00