Helmingur kvenna sem urðu fyrir hópnauðgun reyndi sjálfsvíg Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 12. desember 2015 07:00 37% kvenna sem höfðu orðið fyrir hópnauðgun þróuðu með sér átröskun. NordicPhotos/Getty Helstu afleiðingar sem þolendur kynferðisofbeldis upplifa eru reiði, depurð, léleg sjálfsmynd og kvíði. Í mastersverkefni Elsu Guðrúnar Sveinsdóttur í félagsráðgjöf kemur þó fram að marktækur munur sé á milli kynja og eðli ofbeldis. „Ég skoðaði afleiðingar nauðgana annars vegar og hópnauðgana hins vegar ásamt því að skoða mun milli kynja,“ segir Elsa sem vann úr spurningalistum sem þolendur sem leita til Stígamóta svöruðu á árunum 2010-2014. Á þeim tíma leituðu 688 þolendur sér aðstoðar vegna nauðgunar og 91 þolandi vegna hópnauðgunar.Konur sækja í mat og vímu Algengast var að konur merktu við reiði og depurð sem afleiðingu nauðgunar. Algengasta afleiðing nauðgunar hjá körlum var aftur á móti félagsleg einangrun eða í 75 prósentum tilfella. Á eftir kom reiði og depurð. Marktækur munur fannst á milli þeirra sem höfðu orðið fyrir hópnauðgun og þeirra sem höfðu orðið fyrir annars konar kynferðisofbeldi. Munurinn á konunum fólst fyrst og fremst í erfiðleikum með kynlíf og meiri líkum á að þróa með sér fíkn í mat eða vímuefni. Alls þróuðu 37 prósent kvennanna með sér átröskun og 35 prósent leituðu í önnur vímuefni en áfengi. Einnig eru talsvert meiri líkur á að konur reyni sjálfsvíg eftir hópnauðgun en eftir annað kynferðisofbeldi. „Tæplega helmingur kvennanna sem hafði orðið fyrir hópnauðgun hafði gert tilraun til sjálfsvígs eða 47 prósent. En um 27 prósent kvenna sem höfðu orðið fyrir nauðgun höfðu reynt sjálfsvíg,“ segir Elsa. Ekki var marktækur munur hjá körlum en 33-37 prósent höfðu reynt sjálfsvíg eftir nauðgun eða hópnauðgun.Sanna karlmennsku í kynlífi Karlar sem verða fyrir hópnauðgun eru líklegri til að sækja í klám og kynlíf. Þriðjungur svarenda sagðist hafa fengið fíkn í kynlíf og klám. „Þar er klámið líklega leið til að fá kynferðislega örvun án þess að vera í nánd við annað fólk. Einnig hafa rannsóknir sýnt að karlmenn noti kynlíf til að sýna fram á karlmennsku eða gefa í skyn að það sé í lagi með þá. Þetta er stundum þeirra leið til að takast á við áfallið,“ segir Elsa. Einnig kemur fram í niðurstöðum rannsóknarinnar að algengast sé að konum og körlum sé nauðgað á heimili geranda. Sú var raunin í 43 prósentum tilvika hjá konum og 50 prósentum tilvika hjá körlum. Hjá konum var einnig algengt að ofbeldið ætti sér stað á eigin heimili eða sameiginlegu heimili. Hjá körlum var utandyra og heimahús (til dæmis samkvæmi) næstalgengustu svörin. Ekki var marktækur munur á hvort um nauðgun eða hópnauðgun væri að ræða. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Sjá meira
Helstu afleiðingar sem þolendur kynferðisofbeldis upplifa eru reiði, depurð, léleg sjálfsmynd og kvíði. Í mastersverkefni Elsu Guðrúnar Sveinsdóttur í félagsráðgjöf kemur þó fram að marktækur munur sé á milli kynja og eðli ofbeldis. „Ég skoðaði afleiðingar nauðgana annars vegar og hópnauðgana hins vegar ásamt því að skoða mun milli kynja,“ segir Elsa sem vann úr spurningalistum sem þolendur sem leita til Stígamóta svöruðu á árunum 2010-2014. Á þeim tíma leituðu 688 þolendur sér aðstoðar vegna nauðgunar og 91 þolandi vegna hópnauðgunar.Konur sækja í mat og vímu Algengast var að konur merktu við reiði og depurð sem afleiðingu nauðgunar. Algengasta afleiðing nauðgunar hjá körlum var aftur á móti félagsleg einangrun eða í 75 prósentum tilfella. Á eftir kom reiði og depurð. Marktækur munur fannst á milli þeirra sem höfðu orðið fyrir hópnauðgun og þeirra sem höfðu orðið fyrir annars konar kynferðisofbeldi. Munurinn á konunum fólst fyrst og fremst í erfiðleikum með kynlíf og meiri líkum á að þróa með sér fíkn í mat eða vímuefni. Alls þróuðu 37 prósent kvennanna með sér átröskun og 35 prósent leituðu í önnur vímuefni en áfengi. Einnig eru talsvert meiri líkur á að konur reyni sjálfsvíg eftir hópnauðgun en eftir annað kynferðisofbeldi. „Tæplega helmingur kvennanna sem hafði orðið fyrir hópnauðgun hafði gert tilraun til sjálfsvígs eða 47 prósent. En um 27 prósent kvenna sem höfðu orðið fyrir nauðgun höfðu reynt sjálfsvíg,“ segir Elsa. Ekki var marktækur munur hjá körlum en 33-37 prósent höfðu reynt sjálfsvíg eftir nauðgun eða hópnauðgun.Sanna karlmennsku í kynlífi Karlar sem verða fyrir hópnauðgun eru líklegri til að sækja í klám og kynlíf. Þriðjungur svarenda sagðist hafa fengið fíkn í kynlíf og klám. „Þar er klámið líklega leið til að fá kynferðislega örvun án þess að vera í nánd við annað fólk. Einnig hafa rannsóknir sýnt að karlmenn noti kynlíf til að sýna fram á karlmennsku eða gefa í skyn að það sé í lagi með þá. Þetta er stundum þeirra leið til að takast á við áfallið,“ segir Elsa. Einnig kemur fram í niðurstöðum rannsóknarinnar að algengast sé að konum og körlum sé nauðgað á heimili geranda. Sú var raunin í 43 prósentum tilvika hjá konum og 50 prósentum tilvika hjá körlum. Hjá konum var einnig algengt að ofbeldið ætti sér stað á eigin heimili eða sameiginlegu heimili. Hjá körlum var utandyra og heimahús (til dæmis samkvæmi) næstalgengustu svörin. Ekki var marktækur munur á hvort um nauðgun eða hópnauðgun væri að ræða.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Sjá meira