Ánægð með jákvæða umfjöllun og hækka opinbera styrki Garðar Örn Úlfarsson skrifar 12. desember 2015 08:00 Stefán Bogi Sveinsson Eigandi Austurfréttar segir styrki ekki hafa staðið undir sjónvarpsþáttum um Austurland og því sem beðið um hækkun. Fréttablaðið/Valli „Þetta eru stór skref að fylla en við erum tilbúin í að gera eins vel og við getum,“ segir Stefán Bogi Sveinsson, eigandi Austurfréttar, sem um áramót tekur við sem undirverktaki hjá sjónvarpsstöðinni N4 við gerð þátta um Austurland. Þar leysir Austurfrétt af hólmi sjónvarpsmanninn Gísla Sigurgeirsson sem hættir vegna aldurs. Nafni þáttanna verður breytt úr Glettum í Að austan en áfram er áhersla á jákvæða umfjöllun um Austurland, líkt og gert er í sambærilegum sjónvarpsþáttum sem N4 framleiðir um Norðurland og Suðurland með styrkjum frá fyrirtækjum og sveitarfélögum þar. Bæði Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað hafa samþykkt áframhaldandi og hærri fjárstyrki vegna framleiðslu sjónvarpsþáttanna, sem verða 40 á næsta ári. „Reynslan af þáttagerðinni er almennt góð,“ segir í minnisblaði sem lagt var fyrir þegar bæjarráð Fjarðabyggðar samþykkti einnar milljónar króna styrkveitingu. „Við höfum verið að biðja menn um að halda áfram og helst bæta við því þetta hefur kannski ekki alveg náð að standa undir sér. Það virðist vera allur vilji til að leggja þessu lið,“ segir Stefán sem kveður sveitarfélögin eystra nú beðin um samtals á fjórðu milljón króna. Viðræður séu einnig um áframhaldandi framleiðslustyrki frá fyrirtækjum. Auglýsingatekjur renni hins vegar til N4.Gísli Sigurgeirsson verður 67 ára um miðjan janúar og rifar sjónvarpsseglin.Mynd/Heida.is Í ljósi þess sem getið er í samningum um jákvæðni er Stefán spurður hvort sveitarfélögin séu með styrkjum sínum í raun að kaupa jákvæða umfjöllun fjölmiðla. Stefán, sem sjálfur er bæjarfulltrúi á Fljótsdalshéraði þar sem bæjarráðið samþykkti nýjan styrk á meðan hann vék af fundinum, segir mjög mikilvægt að gera greinarmun á fréttum og dægurmálaumfjöllun. „N4 hefur haft mjög skýra stefnu um að hún sé ekki fréttastöð, þar er fjallað um dægurmál. Það leiðir af sjálfu sér að þá eru menn auðvitað að fjalla um hluti sem eru í gangi, jákvæða hluti. Þannig að þarna eru menn í sveitarfélögunum að tryggja að það sé umfjöllun um hluti sem eru í gangi á svæðunum. Sveitarfélögin hafa í sjálfu sér ekkert vald um það hvað er tekið til umfjöllunar,“ segir Stefán. Ritstjóri Austurfréttar og blaðamaður þaðan verða á meðal þeirra sem vinna að þáttagerðinni. Austurfrétt er bæði með fréttavef og blað. „Það eru fréttir og þá eru það önnur lögmál sem eru þar að baki,“ segir Stefán Bogi Sveinsson. Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Fleiri fréttir Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Sjá meira
„Þetta eru stór skref að fylla en við erum tilbúin í að gera eins vel og við getum,“ segir Stefán Bogi Sveinsson, eigandi Austurfréttar, sem um áramót tekur við sem undirverktaki hjá sjónvarpsstöðinni N4 við gerð þátta um Austurland. Þar leysir Austurfrétt af hólmi sjónvarpsmanninn Gísla Sigurgeirsson sem hættir vegna aldurs. Nafni þáttanna verður breytt úr Glettum í Að austan en áfram er áhersla á jákvæða umfjöllun um Austurland, líkt og gert er í sambærilegum sjónvarpsþáttum sem N4 framleiðir um Norðurland og Suðurland með styrkjum frá fyrirtækjum og sveitarfélögum þar. Bæði Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað hafa samþykkt áframhaldandi og hærri fjárstyrki vegna framleiðslu sjónvarpsþáttanna, sem verða 40 á næsta ári. „Reynslan af þáttagerðinni er almennt góð,“ segir í minnisblaði sem lagt var fyrir þegar bæjarráð Fjarðabyggðar samþykkti einnar milljónar króna styrkveitingu. „Við höfum verið að biðja menn um að halda áfram og helst bæta við því þetta hefur kannski ekki alveg náð að standa undir sér. Það virðist vera allur vilji til að leggja þessu lið,“ segir Stefán sem kveður sveitarfélögin eystra nú beðin um samtals á fjórðu milljón króna. Viðræður séu einnig um áframhaldandi framleiðslustyrki frá fyrirtækjum. Auglýsingatekjur renni hins vegar til N4.Gísli Sigurgeirsson verður 67 ára um miðjan janúar og rifar sjónvarpsseglin.Mynd/Heida.is Í ljósi þess sem getið er í samningum um jákvæðni er Stefán spurður hvort sveitarfélögin séu með styrkjum sínum í raun að kaupa jákvæða umfjöllun fjölmiðla. Stefán, sem sjálfur er bæjarfulltrúi á Fljótsdalshéraði þar sem bæjarráðið samþykkti nýjan styrk á meðan hann vék af fundinum, segir mjög mikilvægt að gera greinarmun á fréttum og dægurmálaumfjöllun. „N4 hefur haft mjög skýra stefnu um að hún sé ekki fréttastöð, þar er fjallað um dægurmál. Það leiðir af sjálfu sér að þá eru menn auðvitað að fjalla um hluti sem eru í gangi, jákvæða hluti. Þannig að þarna eru menn í sveitarfélögunum að tryggja að það sé umfjöllun um hluti sem eru í gangi á svæðunum. Sveitarfélögin hafa í sjálfu sér ekkert vald um það hvað er tekið til umfjöllunar,“ segir Stefán. Ritstjóri Austurfréttar og blaðamaður þaðan verða á meðal þeirra sem vinna að þáttagerðinni. Austurfrétt er bæði með fréttavef og blað. „Það eru fréttir og þá eru það önnur lögmál sem eru þar að baki,“ segir Stefán Bogi Sveinsson.
Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Fleiri fréttir Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Sjá meira